Vísir Sunnudagsblað - 02.06.1940, Page 5

Vísir Sunnudagsblað - 02.06.1940, Page 5
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Margar hinna frönsku kvenna, er vinna í hergagnaverksmiöjum, hafa aldrei áöur unniö aö verksmiöjustörfum. En þær eru iönar og kappfullar viö störfin, því þær vita að framtíð ættjaröarinnar er að mestu undir því komin, að hver einstaklingur leggi alt sitt fram til að bjarga henni. ^jOl^vÁLÍcLlOi QísíacLóttLh: SKEMTILEG VISTASKIFTI húsanna í nágreqninu, svo að hver gæti fengið brauðið sitt, eins og hann var vanur. Áþekt þessu er það livarvetna í Frakk- landi. Konurnar laka upp störf manna sinna, þær leggja á sig vökur og erfiði,en þæreru fórn- fúsar, þvi að þær vilja hjálpa mönnum sínum og starfa fyrir þá, á meðan þeir eru á orustu- vellinum, og þær vita það jafn- framt, að þær eru að vinna fyr- ir föðurlandið. Iivert unnið starf, mikið eða lítið, færir þjóð- ina nær sigri. í sveitunum ann- ast þær hirðingu skepnanna, i kaupstöðunum starfa þær í síað manna sinna í verksmiðjum, verslunum eða taka að sér kenslustörf í skólunx. í lok þessa greinarstúfs lang- ar mig að geta um eina athug- un, sem eg hefi gert. Eg hef tek- ið eftir því, að hársvörður franskra kvenna hefir döknað frá því að slríðið sltall á. Hvort að þetta er eðlileg afleiðing ó- eðlilegra atvika, eða hvort hér liggja einhver dularöfl á bak við, skal eg láta ósagt. En hinu þori eg að spá, að þeim rnönn- um fækkar ört í Frakklandi, sem velja sér ljóshærðar eigin- konur. — Innheimtumaður (við ungan son hjónanna) : Er hann pabbi þinn heima, góði minn? Dren.gurinn: Nei. I.: En hún mamma þín — er hún heima? D.: Hún er líka í klæðaskápn- um! ' —■<■ Þér gangið um og sníkið — ungur og hraustur maðurinn! Hér eru fimm aurar og reynið nú að komá' undir yöur fótunum efna- lega! —• Hvers vegna hafirðu þetta spjald á baðklefa-hurðinni: Að- gangur bannaður? — Það skal eg segja þér. Það var eina ráðið til þess að fá strák- ana til þess að fara í bað! — Hvernig er það eiginlega, þetta áfengi, sem þú hefir verið að brugga að undanförnu? — Hreinasta afbragð! Hregg- viður karlinn saup á því og varð svo fjörugur, að hann trúlofaðist sama kveldið. — Seldu mér eina flösku! — Lengi skal manninn reyna! Enn kemur þú blindfullur heim til mín! — Eg get svo sem farið aftur, gæskan, ef þú vilt það heldur. En satt að segja bjóst eg nú við, að þér þætti eins og skárra, að eg kæmi heim til þín í gamla bólið, heldur en að eg færi til annara kerlinga! Rúna opnaði augun og teygði úr sér. Sólin skein inn í her- bergið. Þá var loksins þessi margþráði dagur upp runninn, dagurinn, sem hún ætlaði í kaupavinnuna að Hamri. Blóð- ið svall í æðum hennar; æsk- unnar fjör brann í hennar taug- um; hún var líka lífsgleðin sjálf uppmáluð, og dugleg var hún, því gat enginn neitað; það hafði hún ótvírætt sýnt i verki, hvar sem hún hafði verið. Nú ætlaði hún að kveðja þetta heimili, þar sem hún hafði dvalið vetrarlangt, og notið margrar ánægjustundar, á heimili útgerðarmannsins. Þar var margt um manninn á ver- tíðinni. Þá dvöldu þar margir ungir menn, sem stunduðu sjó- róðra; líka voru þeir víðar í plássinu og voru því oft böll um helgar. Rúna lét ekki standa á sér, ef dansskemtun var í aðra hönd. Hún hafði yndi af dansi. Á þann hátt hafði hún kynst Ólafi, sem hún nú var heitbundin. Hann var laglegur piltur, í meðallagi hár, hægur i framkomu og frekar alvörugef- inn. Rúnu hafði geðjast vel að honum — já, meira en það — orðið bálskotin — og síðan bundist honum fyrir lieila lífið, eða að minsta kosti fanst lienni það þá; — og svo er vist um allra ástir — hvort sem þær vara lengur eða skemur, á meðan þær eru bumlnar, eru þær hið eina óbrigðula, — ei- hfa. Rúna lientist fram úr rúm- inu, og snaraðist í fötin; síðan flýtti hún sér niður stigann og út í vorið. Þetta indæla vor! — Ó, hvað loftið var þrungið ang- an. Hún dró andann djúpt og teygaði að sér hið frískandi morgunloft. Þvílíkur ilmur! Sambland af gróðurangan og hressandi sjávarlofti. Hún leit upp til fjallanna, sem báru við heiðríkan himin og rendi aug- unum inn eftir dalnum. Jú, þessa leið átti hún að fara. En hvað hún hlakkaði til að koma á hestbak, — því á hestum yrði hún áreiðanlega sótt. Það er annars best að skreppa inn og fá sér kaffisopa hjá Stínu. Hún mundi víst vera á vísum stað. Stina var gamli tíminn. Hér hafði hún verið í síðustu 15 árin, í þessu samta eldhúsi. Hún hafði ekki víða slitið skónum, þó mörg liefði hún sporin stigið við eldhússnún- ingana um dagana. Jú, þarna stóð Stína, og skenkti kaffi handa fólkinu. Gefðu mér sopa, Stina mín. Hvað, ertu komin á fætur, Rúna? Eg hélt þú ætlaðir að sofa út. Gastn ímyndað þér, að eg gæti sofið, og ætla að fara að ferðast, já, meira að segja hafa vistaskifti? Skilur þú ekki, manneskja, að þvi fylgi spenn- ingur, að kanna eitthvað nýtt — máske eitthvað æfintýra- legt? Góða Rúna min! Eg er nú orðin svo „gömul í hettunni'" og reynd á lífinu. Eg skil ekki hugsunarhátt ykkar ungu stúlknanna. Þið eruð i mínum augum óttalegt liúllumhæ. Það er bókstaflega engin staðfesta í ykkur. Að heyra til þín, Stína. Eins og við getum ekki verið stað- fastar, þó við viljum sjá okkur um, og gerum okkur ekki að góðu, að vera bundnar á klafa alt okkar líf. Ja, svei! Á þetta að vera sneið til mín? Til þín og þín ekki. Þeir taka það, sem geta tileinkað sér, en eg vil kynnast lifinu frá sem fleslum hliðum, áður en eg bind mig, eða gifti mig, með skýr- ari orðuin sagt. Þökk fyrir kaff- ið! Eg ætla að skreppa upp og ganga frá dótinu minu. Rúna snarast upp á loftið og tekur saman pjönkur sínar. Stina kallar. Kemur ekki rið- andi nxaður þarna framan dal- inn? Það er vist sá, sem er að sækja þig. Það vona eg bara, ansaði Stína. Eftir skamma stund er riðið í ldaðið. Nei, sjáðu, Stína, livað hann er með fallega hesta, — rauðan og gráan.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.