Vísir Sunnudagsblað - 16.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 16.06.1940, Blaðsíða 1
Í940 Sunnudaginn 16. júní 24. blaö SitjWtbuK S&^&d-dctójon: [ FTRRI GREIN. „HVAÐ ER EINN KUÐUNGUR STOR?" I—nAÐ var sólbjartur sunnu- ¦*"^ dagur, og seinna komst eg að raun um, að það hafði verið hvítasunnudagur. Dráttarbát- arnir mjökuðu „Dettifossi" frá bryggjunni við Manhattan- sporðinn, þar sem hann hafði legið múlbundinn síðan hann kom úr þurrkvínni i Brooklyn, með nýjar bætur á maganum. Bátarnir drógu skipið með vax- andi hraða fram á fljótið, og litli landahópurinn, sem enn stóð á hafnargarðinum og veif- aði, varð að ógreinilegri þústu, þar sem ekki mátti greina mann frá manni. Skýjaborg- irnar, næstar höfninni, tóku óð- um að lækka i loftinu og svip- ur þeirra allur að mildast. Frelsisstyttan í ármynninu a stjórnborða fékk smátt og smátt á sig mót konu í eðlilegri likamsstærð, og svo varð hún enn minni, og að lokum hvarf hún alveg. Hver skyldi svo trúa því, að handleggur þessa fagra likneskis væri svo tröllaukinn, að upp eftir honum sé vindustigi, er hægt sé að ganga alt upp að úlflið, en þar kreppir líkneskið heilsteyptan hnefann utan um sílogandi lampann, sem. er tákn Einar Stefánsson, skipstjóri, tekur sólarhæðina á þeim slóðum, sem „Titanic" sökk. hinnar frjálsu, siðmentuðu og stoltu Ameríku. Líkneskið er gjöf frá Frökkum til Banda- ríkjanna, til minningar um ald- arafmæli sjálfstæðis þeirra. Vatnið er slétt og logar í sól- skininu, og það er gaman að virða það fyrir sér, hvernig vax- andi fjarlægðin jafnar út í eitt hærri og lægri hús hinnar jötunefldustu borgar og gerir þau öll að einni hrufóttri heild, sem helst minnir á brunahraun. „Dettifoss" er með smæstu skipum, sem gera sig sek um að rjúfa værð vatnsflatarins, en hann á þó langa og erfiða leið fyrir höndum, þar sem eru álar Atlantshafsins, kannske miklu lengri leið en nokkurt þessara stóru skipa, sem með stærðar- munar-yfirlæti stika framhjá. En enginn finnur til þess, að skipið okkar sé lítið, og það hvarflar ekíki að neinum, að treysta þvi ekki til hlitar sem góðu skipi. Það var alt annað, sem varp nokkrum örvænting- arskugga á þessa leið, nefnilega hertaka íslands, er þá hafði far- ið fram fyrir tveimur dögum. Ýmsir voru fúsir á að láta þá skoðun i ljósi, að nú væri hlut- leysisöryggi íslenskra skipa úr sögunni og hamingjan mætti vita hvenær og hvar fyrsta ís- lenska skipið yrði skotið í kaf fyrir engar sakir, aðrar en þær, að vera eign þjóðar, sem vildi vera hlutlaus, en var beitt of- beldi vegna smæðar sinnar og fátæktar. Og ekki er eg frá því, að sumum farþega og skips- manna hafi því fundist sem þeir væru að leggja upp í venju fremur hættulega ferð, þó að sóma síns vegna, og sakir karí- mensku sinnar, færu allir dult með það. Altaf eru nóg- ir til að væna aðra um heigulshátt! En þegar við fórum framhjá „Ambrose", Þetta er um vetur í New-York-borg, — en þar getur komið snjór, eins og hér heima á Islandi, þótt hún sé sunnar á hnettinum. Skýja- kljúfarnir þessir, sem á myndinm sjast, blasa við manni þegar siglt er upp að Manhattan, og sjást þeir greinilega þaðan, sem íslensku skipin liggja við bryggju. vitaskipinu heimsfræga, sem liggur við stjóra á landhelgis- línu Bandaríkjanna, fyrir utan minni Hudsonfljótsins, sagði einhver, að nú mætti fara að „torpedera" okkur. Og þessi bölsýnishugrenning gekk frá manni til manns, og um stund hjalaði alt farþegadekkið um hina yfirvofandi hættu og þá hetjulund og staka sálarþrek, sem þyrfti til að leggja á djúp- ið eins og astatt væri í heimin- um. „En við gátum ekki annað, þvi að sennilega verður þetta eina tækifærið, sem við Gunnar fáum til að sjá gamla landið", sagði gömul kona, sem flutti þriggja ára gömul vestan úr Dölum vestur um haf. Hún hef- ir nú dvalið þar yfir 60 ár^ Þessi fábreyttu orð konunnar get eg ímyndað mér af skjótri og ónógri kynningu af nokkrum Vestur-íslendingum, sé mæltfyr- ir munni margra landa okkar þar. Eg hitti þar íslendinga, sem voru svo magnaðir af heimþrá og ást til íslenskra átthaga, ætt- ingja og vina, að nærri lét trúar- ofstæki. Og eg býst við þvi, að margir þeirra létu sér ekki fyr- ir brjósti brenna að leggja upp í enn hættumeiri ferð en þá, sem hér var um að ræða, til að heim- sækja „gamla landið", ef þess væri kostur. Þannig hófst ellefu daga ferð yfir Atlantshafið með sólskins- töfrum og ilmandi vori, og ang- urblíðu kvaki um liðveislu for- laganna. Og ferðina út virtist sem þessi uggur færi vaxandi í

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.