Vísir Sunnudagsblað - 16.06.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 16.06.1940, Blaðsíða 8
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍI>\\ Vitið þér — að Kínverjar þora ekki að láta skerða hár sitt né skegg fyrsta dag hvers mánaðar, vegna þess, að það boðar óhöpp og giftuleysi? — að þeir vinna mestmegnis undir berum himni og kynda jafnvel ofna á götum úti? — að sumir hafa atvinnu af því, að selja sjóðandi vatn á götunum, og að fastir áskrif- endur fá afslátt gegn mánaðar- kortum? — að þessi mánaðarkort eru 30 mismunandi bókstafir og á hverjum degi lieldur vatnssal- inn einum, bókstaf eftir? — að Kínverjar kaupa lík- kistur utan um sjálfa sig þegar þeir verða fimtugir að aldri? — að líkkisturnar eru miklu stærri en Norðurlandabúar eiga að venjast, vegna þess, að þeir þurfa minst 19 klæðnaði með sér yfir í hitt lífið? — að auk fata þurfa þeir öll möguleg áhöld fyrir annað líf, húsgögn og jafnvel skepnur, —■ en að alt þetta dót er úr pappa og að því er brent á báli jarðar- farardaginn ? — að Kínverjar taka með sér ofna, ef þeir kunna að lenda á köldum stað, en líka kæliskápa til vonar og vara, ef þeir lcynnu að fara til helvítis? — að þeir hafa auk þess síma, hitaflöskur, útvarp og jafnvel þjóna meðferðis yfir í hitt lífið, — reyndar alt úr bréfi ? 10 boðorð eiginmannsins. 1. Til þess að eiginkona geti þrifist, þarfnast hún annað- hvort ástar eða peninga. Helst livorttveggja. Af tvennu illu er ástin samt ódýrari. 2. Þínir peningar eru hennar peningar, en hennar peningar koma þér ekkert við. Ekkert má þér vera of dýrt, sem þú kaupir handa henni; þú getur sparað við sjálfan þig. 3. Þolinmæði er fyrsta dygð eiginmannsins. Þessvegna áttu að lofa henni að tala og mátt ekki gripa fram í fyrir lienni né trufla hana. Það nægir, ef þú kinkar öðru livoru kolli til samþykkis, því þú getur róleg- ur hugsað um alt annað á með- an. Andmæltu lienni aldrei, það þolir lnin ekki, og þar að auki er það þýðingarlaust. 4. Taktu vel eftir ef liún klæð- ist nýjum fötum eða lætur á sig nýjan hatt. Rektu upp óp af hrifni, en spurðu hana aldrei að því, iivað þetta hafi kostað. Þá kemst liún í vont skap, og þú líka. 5. Talaðu aldrei vel um ann- STÚDENTASKRUíKIAínÞa i nuerto Rico í Ameríku. Stúdent- arnir liafa sína eigin liersveit og þrjár fallegustu stúlkurnar eru valdar árlega til þess að vera „madrinas“, einskonar verndarar piltanna í hersveitinni. Þessi högg- mynd er af Jóni Sigurðs- syni forseta, og verður hún framvegis í anddyri há- skólans, sem vígður ver'Sur á morgun. Rík- arður Jónsson myndhöggvari hefir gert myndina. að kvenfólk í viðurvist hennar og síst af öllu um vinkonur hennar. Þú aflar þér liinsvegar trausts hennar og virðingar, ef þú minnist á hversu gamlar og grettar þær eru orðnar. 6. Gefi liún þér mat, sem þér líkar ekki, skaltu afsaka angist- arsvitann á enninu á þér með því, livað heitt sé inni. Spurðu liana ekki hvaða matur þetta sé, en smjattaðu við livern munn- bita, sem þú lætur upp í þig. 7. Segðu henni aldrei sann- leikann, nema þá að litlu leyti, því að hún þolir það ekki. Ef þú kant slúðursögur, þá hefir hún gaman af þeim. Mundu líka að trúa öllu sem hún seg- ir, og þó hún verði tvísaga þremur mínútum seinna, skaltu ekki taka eftir því. Gagnvart slikum smámunum her þér að þegja. 8. Lestu ekki hlöð í návist liennar. Það getur þú gert í vinnutímanum. Ef þig langar til að geispa, skaltu flýta þér út. Ef þig syfjar, skaltu spari- búa þig og hjóða henni í lcvöld- göngu eða á kaffihús. Ef vin- konur hennar koma i heimsókn, áttu að flýta þér í næsta her- bergi. Gleymi hún undir þeim kringuinstæðum að gefa þér að horða, skaltu senda í næsta veit- ingahús eftir góðum mat lianda ylckur öllum. Fyrir það verður liún þér þakklát. 9. Gleymdu fæðingarári lienn- ar, en ekki afmælisdegi, og lieldur eklci brúðkaupsdeginum. Elskaðu móður hennar, frænd- ur og alt skyldulið liennar eins og sjálfan þig. Ef það kemur í margra daga heimsókn, slcaltu lána þiví rúinið þitt, en sofa sjálfur annaðhvort í eldhúsinu eða uppi á þurklofti. 10. Ef þú þarft að fara á kvöldfund, skaltu til vonar og vara vera húinn að kaupa lag- lega gjöf lianda konunni. En þú skalt ekki fá henni gjöfina, nema því aðeins, að hún standi þig að því, að læðast upp stig- ann með skóna í hendinni. —» Berðu hana þrisvar á ári, samt ekki svo á sjái. Það færir henni heim sanninn um það, að þú sért karlmaður og að þér þyki ennþá vænt um liana. • John Cox var fulltrúi í breslcu lögreglunni í Indlandi, en þeg- ar hann dó, sá ekkjan hans sér elcki fært að liafa áfram þjón- inn, sem þau hjónin voru bú- in að liafa árum sanian. Hún sagði honum upp atvinnunni, en hann neitaði að fara. Hún liætti þá að borga honum, en hann fór ekki að lieldur. Sá frú Cox þá ekki neina aðra leið til þess að losna við hinn trygglynda þjón, en að biðja um lögreglu- vernd fyrir dygð hans og trygg- lyndri hjálp. „Pabhi, hvað er stjórn- kænska?“ „Það er t. d. að muna eftir afmælisdögum kvenfólksins, en gleyma fæðingarárinu.“ „Unnustinn minn og eg er- um lil samans fimtíu ára göm- ul.“ „Og þú ætlar að giftast svo- leiðis stráksnáða?"

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.