Vísir Sunnudagsblað - 23.06.1940, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 23.06.1940, Síða 1
1940 CAPTAIN BLOOD, seni var forsprakkinn í þjófnaÖar- samsærinu. Sunnudaginn 23. júní 25. blad ÞEGAR KRUNUDJÁSNUNUM BRESKU VAR STOLIÐ óðviðrisdag einn i april 1671 komu tvær mann- eskjur, að ytra úlliti virðulegur prestur og kona hans, til þess að skoða Tow- er í London. — Þau gengu rakleiðis til Martin Tower, eins af mörgum virkjum, sem einu nafni nefnast Tower of London, og þar eru krúnudjásnin bresku geymd. Það var alment talið, að þessi djásn væri best geymd allra eigna breska heimsveldisins, því að þau verða ekki metin til fjár. En það var einn veikur hlekkur. í varðmannakeðjunni um þessa dýrgripi — og sá hlekkur var í líld liins 77 ára gamla Talbot Edwards, aðstoðarvarðar krúnudj ásnanna. Yfirboðari hans, Sir Gilbert Talbot, var gleðimaður mikill og var því sjaldan sjálfur í Martin Tower, en lét þess í stað aðstoðarmann sinn sjá um alt starfið. Edward gamli fékk 50 ster- lingspund í árslaun og varð með þeim að sjá sér, konu sinni og dóttur farborða. Ekki nóg með það, lieldur voru launagreiðslur bans mörg ár á eftir tímanum, þvi að ríkiskassinn var alt af galtómur. Aðstoðarmaðurinn kvartaði Slromad ^C'atj/Ciacp TOWER KASTALINN 1 LONDON. við yfirboðara sinn, hinn glæsi- lega Sir Gilbert, og benti lion- um á, að enginn gæti lifað án matar, en Sir Gilbert ræddi málið við konunginn, Karl 2., sem í daglegu tali var nefndur „káti konungurinn". Karl lcon- ungur, sem jafnan var í fjár- þröng sjálfur, hló, en ákvað þó, að Edwards gamla skyldi heim-' ilt að stinga í sinn vasa aðgangs- eyrinum, sem krafist var af þeim, sem vildu skoða djásnin. Edwards gamli var því harla glaður þenna dag í april, þegar presturinn og kona bans komu i heimsóknina. Þarna var von á aðgangseyri fyrir tvo gesti, þvi að presturinn lét þá ósk í Ijós, að bann og kona hans fengi að virða djásnin fyrir sér. Þetta virtust vera lieiðarleg- ustu bjón, svo að Edwards bauð þeim inn í íbúð sina. Hún var á efri hæð í Martin Tower, sem er tvær hæðir, en djúpar neð- anjarðardýflissur eru undir víginu. En djásnin voru geymd í btlum klefa á neðri hæðinni, en til þess að komast þangað varð að ganga í gegnum íbúð- ina. Síðan var haldið þangað og gekk vörðurinn á undan niður langan steinstiga. Edwards opn- aði þunga járnburð að klefan- um, og þegar þau voru komin inn, aflæsti hann aftur hurðinni að baki þeim. Þessarar varúðar- ráðstöfunar var þó ekki bein- línis þörf, því að í fyrsta lagi var ekki liægt að snerta dýrgrip- ina, af því að þeir voru geymd- ir í gróp í einum veggnum og járnrimlaliurð fyrir. Aulc þess var það næsta ó- hugsandi að nokkur gæti lcom- ist undan m,eð djásnin eða bluta þeirra, því að varðmennirnir voru margir og valdir með til- liti til liugrekkis þeirra, skot- fimi og lieiðarleika. Loks var Tower umlukt sýkjum á þrjá vegu, en Tbames rennur með fjórðu bliðinni. Ef Edwards gamli befði verið dálítið eftirtektarsamari, hefði bann getað séð undarlegum glampa bregða fyrir í augum gestanna, er þeir litu djásnin í fyrsta sinn. Rúman metra frá þeim lá krýningarkórónan, veldissprotinn og rikiseplið, og auk þess ýmsir aðrir munir úr gulli og silfri. Ómetanleg auðæfi! Þegar hjónin höfðu um stund skoðað gripina með mikilli lotn- ingu, snéri presturinn sér að konunni og mælti: „Hvað er að þér kona góð ? Þú ert föl og skjálfandi!“ Vörðurinn sá að þetta var rétt. „Eg er lasin“, svaraði konan. „Ætli eg geti lagst fyrir and- artalc.“ Klerkurinn snéri sér að Ed- wards. „Getur konan mín feng- ið að hvíla sig einbversstaðar, maður minn? Henni er dálítið yfirliðagjarnt.“ Edwards var hjartagóður maður og fullvissaði þau um, að konan mætti hvíla sig í íbúð

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.