Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAt) 3 ÞORVALDPR KOLBEINS: Um síra Þorvald á Mel. Um miðja síðustu öld bjó í Belgsholti í Melasveit Björn son Sigurðar sýslumanns í Húna- vatnssýslu Snorrasonar prests á Hjaltastað Björnssonar. Kona Sigurðar sýslumanns og móðir Bjarnar var Ingibjörg dóttir Bjarnar prest í Bólstaðarhlíð Jónssonar. Árið 1839 gekk Björn að eiga frændkonu sína, Ingibjörgu Þorvaldsdóttur. Voru þau lijón systrabörn, því móðir Ingi- bjargar var Kristín Björnsdótt- ir, móðursystir Bjarnar. En faðir Ingibjargar Þorvaldsdótt- ur var sálmaskáldið Þorvaldur prófastur í Ilolti Böðvarsson1) prests að Mosfelli Högnasonar prests á Breiðabólstað Sigurðs- sonar prófasts í Einholti Högna- sonar prests s. st. Guðmundson- ar prests s. st. Ólafssonar prests og sálmaskálds í Sauðanesi Guðmundssonar. Síra Högni Sigurðsson, afi sr. Þorvaldar í Holti, átli 8 sonu, er allir voru prestar, og hlaut liann af því viðurnefnið „prestafað- ir“. — Þau hjón Ingibjörg og Björn i Belgsliolti áttu 4 börn, þrjá sonu og eina dóttur. Hinn 19. júní 1840 fæddist fyrsta barn þeirra, sonur, er i skírninni hlaut nafnið Þorvald- ur eftir móðurföður sínum, sálmaskáldinu í Holti, er þá var látinn fyrir hálfu fjórða ári, 78 ára gamall. Systkin Þorvaldar er upp komust, voru Sigur- björg Kristín, er dó ógift, og Ólafur, bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði. Yngsti sonur þeirra hjóna, er Jón hét, lést á 1. ári. Hálfbróðir Bjarnar í Belgs- holti, sammæðra, var sr. Jakob Benediktsson í Glaumhæ, faðir frú Kristínar, konu sr. Einars á Hofi í Vopnafirði og Jóns Ja- kobssonar landsbókavarðar. — Síðasta árið, sem sr. Jakob var í skóla, tók hann Þorvald bróð- urson sinn, sein þá var 12 ára gamall, að sér og kostaði hér heima og erlendis. Fékk Jakob tvo skólabræð- ur sína til þess að nolckru leyti að kenna Þorvaldi með sér ókeypis. Voru það þeir Stein- grímur skáld Thorsteinsson, síðar rektor, og Jón Þorleifsson, i) Eftir sr. Þorvald Böðvarsson eru í sálmabók vorri 7 sálmar, þar á meðal jólasálmurinn alkunni: DýrS sé guði í hæstum hæSum <nr. 71). 1840 - 19. JUNI - 1940 síðar prestur að Ólafsvöllum. — Tahð er, að Þorvaldur ætti sr. Jakobi alla mentun sina að þakka og í vígsluræðu sinni mintist hann þessara þriggja manna með mjög hlýju þakk- læti, svo og Halldórs yfirkenn- ara Friðrilcssonar og síra Hann- esar Árnasonar, sem var frá Belgsholti og æskuvinur Bjarn- ar, föður Þorvaldar. Þorvaldur kom í Reykjavík- ur lærða skóla haustið 1852 og útskrifaðist þaðan 8. júlí 1858 með I. einkunn. Var hann á prófinu hæstur 9 stúdenta og fékk 91 stig. Á meðan Þorvald- ur var í lærða skólanum komu í ljós hjá honum afburða hæfi- leikar til tungumálanáms og hvatti sr. Jakob hann mjög til þess að leggja þá grein fyrir sig að loknu stúdentsprófi. En það varð þó ekki, lieldur afréð hann að leggja stund á guðfræði, og mun þar miklu um hafa ráðið nafn hans og óskir móður liaus, sem eins og áður er sagt, var dóttir sr. Þorvaldar Böðvarsson- ar i Holti. — Er það mál kunn- ugra, að hann liafi vegna hlýðni við móður sína lent á algjörlega rangri hillu í lífinu, og hefði hann verið stórum betur kom- inn í liópi visindamanna en presta. Veturinn eftir stúdentsprófið — 1858—59 — var Þorvaldur hjá Jakobi frænda sínum, sem þá var prestur á Hjaltastað og kenndi þar piltum undir skóla, en 1859 sigldi liann til Kaup- mannahafnarháskóla og 25. júní 1860 —- þá tvílugur að aldri — tók liann þar heim- spekipróf með einkunninni „udmærket godt“. Eftir það tók hann livert prófið af öðru, öll með góðri einkunn — þar á meðal sérstakt Hebreslcupróf 11. júní 1862 — unz hann laulc embættisprófi i guðfræði 20. júní 1865, með annari einkunn betri. Þá var hann einum degi betur en 25 ára gamall og bafði verið við háskólann sex vetur. Hann var gæddur svo miklum og fjölliæfum námsgáfum, að fádæmum sætti. Svo virtist sem alt lægi opið fyrir honum það, er nám snerti eða fróðleik. Næsta vetur hafði liann nokk- urn styrk til þess að rannsaka handritin að hinum elstu ís- lensku guðfræðiritum, og árið eftir var hann aðstoðarmaður við safn Árna Magnússonar. Á námsárum sínum við há- skólann lagði hann engu minni stund á forn íslensk fræði og tungumál en embæltisnámið og var í ráði að hann ílendist við fornfræðistörf í Kaupmanna- höfn — og munu ýmsir meiri háttar menn þar hafa verið þess mjög fýsandi, þeir er til hans þektu og fanst mikið til um óvenjulegan skarpleik hans og alúð við þau fræði — en af því varð þó ekki. Jafnaldri hans við háskólann var hinn á- gæti málamaður Vilhelm. pró- fessor Thomsen, síðar lieims- frægur maður fyrir kunnáttu sina í austurlandamálum. Þeir bundust vináttu, sem hélst æ síðan. — Lærði Thomsen ís- lensku af Þorvaldi, en kendi honum sanskrít. Allmikla stund lagði Þorvaldur og á rómönsk mál. Hann mælti á enska tungu, þýska, ítalska og franska, flest- ar mæta vel, skildi auk þess spænsku á bók. — Sagt er að varla bæri þann útlending að garði hans, að hann ávarpaði liann ekki á hans feðratungu. Á siðari árum sínum í Kaup- mannahöfn vann Þorvaldur að útgáfu Flateyjarbókar, er gefin var út í Kristjaníu og fullprent- uð 1868. Geta þeir Guðbrandur Vigfússon og Unger prófessor þess í formálanum, að tveir lærðir íslendingar, þeir Arn- Ijótur Ólafsson, síðar prestur að Bægisá, og Þorvaldur Bjarnar- son, bafi unnið að samJestrin- um með Guðbrandi. — 1867 fór Þorvaldur til íslands og fékk veitingu fyrir Reynivöll- um í Kjós 19. september 1867, en vígðist þangað 10. mai 1868. Á Reynivöllum var hann prestur í 9 ár, en fékk þá Melstað með konungsveitingu 30. janúar 1877 og flutti þangað um vorið. Sama ár, 24. febrúar, veitti íslands ráðgjafi honum 1000 kr. styrk til að dvelja i Kaup- mannahöfn velrarlangt og gefa út brot af hinum fornislenzku guðfræðiritum, sem hann hafði unnið að á námsárum sínum. Það rit heitir „Leifar fornra kristinna fræða íslenskra“ og kom út í Ivaupmannahöfn 1878 með íslenskum formála. Þá bók tileinkaði hann Tborsen há- skólabókaverði „með einlægri virðin<m og hiartnæmu þaklc- læti“, enda þakkaði hann Thor- sen mest styrkinn. Ritstörf hans voru annars lítil, eftir svo lærðan mann, en mikið las hann og átti mikið og gott bókasafn og varla mun nokkur prestur íslenskur hafa átt betra og fjöl- breyttara bókasafn á ýmsum tungum. Allmargar blaðagrein- ar eru til eftir hann og dálítið liefir hann þýtt um guðfræðileg éfni, og annað, og segir málið jafnan til, þvi þar var hann all- ur með lífi og sál að vanda orð- færið, enda ritaði hann og kunni manna best islensku, en bann þótli kappsmaður í rit- liætti og sést það t. d. vel á því, er hann liefir ritað um Lestrar- bók sr. Þórarins frænda síns Böðvarssonar handa alþýðu, er prentuð var 1874. Þótli mörg- um sr. Þorvaldur sýna fram á stóra galla þeirrar bókar, ærið djarflega og skarplega, en ekk- ert varð hrakið af því, er hann reit um bókina. Hann ritaði og athugasemdir við nokkrar af guðsorðabókum Péturs biskups Péturssonar og rökstuddi djarf- lega, að margt í þeim væri orð- réttar þýðingar, en ekki frum- samið af biskupi sjálfum, en alt ritaði hann fjörlega og skemtilega. Einna minnsstæðastur verður sr. Þorvaldur fyrir gáfur sínar og glaðværð. — Hann gerði ekki alla menn að vinum sín- um, var mjög örlyndur og ekki ætíð orðvar, sem stundum kom fram í skrifum hans, en hann var einkar drenglyndur og ein- lægur, tryggur vinum sinum og hugljúfi allra, er kyntust hon- um að mun. Hjálpfús var hann og gestrisinn og sérlega brjóst- góður við skepnur allar, en hestar voru hans mesta yndi. Yfirlætislaus var hann flestum mönnum fremur, fróður og fróðleiksfús með afbrigðum og skemtinn í samræðum. Til dæmis um frétta- og fróðleiks- fýsn hans má nefna það, að er hann vorið 1905 lá lengi og þungt haldinn af lungnabólgu og ætlaði honum enginn líf, þá var það einhverju sinni, að liann sagði við bréfhirðinga- mann sveitarinnar, sr. Eyjólf Kolbeins á Staðarbakka: „Bless- nður góði, sendu mér blöðin strax þegar pósturinn kemur,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.