Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAÍiSRLAÐ uöu sumardýröinni íslensku með fagnaðarópinu: „Cielo ita!iano!“ (ítalskur himinn). Menn get ráðið það af ritgerð- inni um „dáleiðslu og svefn- göngur"i) * 1) í Iðunni, hver auður það hefði orðið tungu vorri að eignast meira frumritað eða þýtt frá sr. Þorvaldi. Hann var mjög vændlætinga- samur fyrir hönd móðurmáls- ins og tek eg hér brot úr bréfi, þar sem hann er að tala um hina vel sömdu grein sr. Frið- riks Bergmann í Aldamótum, er hét „Sársaukinn í lífinu“: „Nafnið eitt saman skemmir í mínum augum mikið. Eg held að sársauki sé aldrei hafður í ís- lensku, nema þegar um líkam- leg sárindi ræðir. Þetta sem hann er að stíma við, sem sárs- auka í lífinu, getur ekki verið annað en meinin og bölið. Af því að mér er illa við útlend orð, þá vil eg byggja út bæði optimismus og pessimismus sr. Bergmanns, og hafa í staðinn þölblindni og meinskygni; op- timistinn er bölblindur; hann getr ekki séð bölið, sem þó er til; pessimistinn er meinskygn; hann sér ekki — eða vill ekki sjá neitt í heiminum nema meinin, en það er svo guði fyrir að þakka, að það er ekki minna af góðu. Viltu gera þessi orð gjaldgeng þannig skilin ?“ Eg flyt þá ósk hans nú, þótt seint sé; orðið bölblindni tel eg fyrirtaks nýgerfing, hitt orðið siður. Visast nú of seint, því að orðið bjartsýni og svartsýni hafa fengið nolckra hefð, en ilmlaus þykja mér þau og „illa flosuð“ íslenskan, alténd á öðru þeirra: „að sjá svart“, þótt góð- ur sé faðirinn að orðinu, Jón rektor Þorkelsson. En hann var að rima á móti orðinu „bjart- sýni“, sem sr. Helgi lektor hafði áður myndað, eins og marga aðra nýgerfinga við siðfræði- fyrirlestra sína. Gaman hefði verið að hafa sr. Þorvald í samvinnu við nýju þýðinguna á Biblíunni, en ein- ráður hefði hann eigi mátt vera. Hann bar þýðinguna mjög fyrir i) Iöunn VII. bindi 1889. í þeim árgangi ISunnar eru ekki færri en fimm atSrar greinar þýdd- ar af sr. Þorvaldi, þessar: „Heilsu- fræöin fyrr á tímum“, „Heilsu- fræðin nú á tímum", „Hinrik Pestalozzi“, „Sókrates", „Henry Morton Stanley“ og í IV. árg. sama tímarits (1886) greinin „EySing Jerúsalemsborgar“. All- ar eru ritgerSir þessar eftir merka, erlenda höfunda og. fjalla um merkileg, eftirtektarverö efni. — Þá er og í Andvara 1881 Æfisaga Jóns Guðmundssonar málafærslu- manns og ritstjóra í Reykjavík eftir sr. Þorvald. brjósti, og þess bað hann, að fara varlega í breytingarnar, þar sem Sveinbjörn Egilsson hefði lagt að sínar meistara- hendur, enda hefir þýðendun- um reynst svo, er breyta þurfti í ritunum, sem Sveinbjöm hefir yfir farið, til rétts skilnings á frumtextanum. Harmsaga er það, að jafn- miklar gáfur og þær er voru hjá sr. Þorvaldi, fengu svo lítt að njóta sín. Sök á hann á því sjálfur, brast eljan og þrek, en lífskjörin eru eigi siður i sök- inni, fátæktarbaslið og einangr- unin. Og samtíðarmenn hans eiga þar og sök á, að örva eigi slíkan andans kraft, og leggja verkefni fyrir hann, því að tekið mundi hann hafa brýningunni. Lundareinkenni hans koma vís- ast fram í þvi, að á hvorugu þýdda ritinu, sem áður er get- ið, skuli slanda nafn hans. Ljúfastur er lifsferillinn, þar sem meir gætir viljans og dáð- anna til framsóknar og félags- heilla, en sjálfra gáfnanna. En hugljúf er samt saga sr. Þor- valdar Bjarnarsonar, ástúðleg minning hans fjölda vina, og hann er og verður ljúflingur ís- lenskrar tungu og íslensks þjóð ernis.“ Vorið 1906 reið sr. Þorvaldur sem oftar norður á Blönduós í félagslegum erindum fyrir sveitunga sína. Þegar hann hélt heimleiðis, var í för með hon- um frændi hans, er Jón hét og var bóndi þar í austursýslunni. Þeir fóru frá Hnausum í kalsa- veðri sunnudaginn 6. mai sið- degis og ætluðu á ís yfir Hnausakvísl, en svo er Vatns- dalsá nefnd þar sem liún renn- ur niður hjá Ilnausum. Ætluðu þeir að stytta sér leið með því að ríða yfir kvíslina á ísnum, í stað þess að fara á Skriðuvaði nokkru ofar. Prestur hafði tvo hesta, annan söðlaðan en hinn lausan. Teymdi hann lausa hest- inn á undan úl á kvíslina, en á miðri kvíslinni brast isinn og féllu þar báðir niður, prestur og reiðskjótinn, og týndist þar hesturinn. Sagt er að Jón bóndi væri mjög undir áhrifum áfeng- is, er þetta gerðist. Hann rétti presti svipuól sína og hugðist að reyna að aðstoða hann, en er prestur tók í ólina, losnaði af hólkurinn og hélt þá sinn hvor- um hluta svipunnar, prestur ól- inni og Jón skaftinu. Klukkan 3 um nóttina kom Jón heim að Hnausum og voru þá báðir hnakkhestar þeirra ié- laga komnir þangað á undan honum. Sagði hann frá slysinu, en vegna ásigkomulags síns gat hann enga grein gert fyrir þvi, hvar í ánni þetta hefði orðið. Sofnaði hann síðan út frá liálf- sagðri sögu. Heimamennbrugðu við skjótt og fóru að leita, en fundu ekk- ert. Daginn eftir fanst prestur svo helfrosinn í vökinni. Hélt hann á svipuólinni í hendinni og hafði breitt kápuna fram yf- ir axlir sér. Vökin, sem prest- ur fanst í, var mjög litil, en nokkru ofar var önnur vök stærri, sem ætlað var að hest- urinn liefði farið í. Milli vak- anna var ekki meira bil, en sem svaraði beislistaum. — Hand- leggir og herðar stóðu upp úr vatninu, en skörin liafði sigið nokkuð undan olnbogunum og hvilftin, sem við það myndað- ist, fylst af vatni og krapi, þvi um nótlina var norðan kafald og allmikið frost. Mátti sjá að prestur hafði ætlað að hefja sig upp úr vökinni, en ekki tekist, en getað haldið sér á skörinni þar til fötin frusu við ísinn. Þegar komið var að, hafði fent yfir og sást ekki nema húfan. Þannig lauk þá æfi þessa merkilega manns. Ekki verður með vissu sagt, livers vegna hann valdi þessa örlagaríku leið yfir ána. Segja sumir, að hann muni vegna ofurkapps sins að koma samferðamanni sinurn heim — en hann átti lieima skamt frá ánni hinum megin—-ekki hafa gætt varúðar gagnvart ísnum, en aðrir ætla, að hann hafi sjálfur einnig ver- ið nokkuð við vin, * og þess vegna ekki dottið i hug, að ís- inn kynni að vera viðsjáll. Þetta var, eins og áður er sagt, aðfaranótt 7. maí 1906, og var sr. Þorvaldur þá tæpra 66 ára gamall og liafði verið prest- ur 38 ár. „Fordlandia“. Undanfarin 12 ár hefir Ford var- ið 9 milj. dollara til gúmmíræktar í Brasilíu, en ennþá hefir hann ekki fengið þaðan eitt pund af gúmmíi. Hann er þó ekki af baki dottinn, heldur ætlar hann að verja enn 20 milj. dollara til þess að gróðursetja 2.4 milj. gúmmítrjáa. Búist er við að framleiðslan hefjist 1942—43. Skringileg lög. 1 höfuðborg Montana-fylkis i Bandaríkjunum, Helena, er eftir- farandi bannað með lögum, þótt þau séu svo gömul, að þeim er aldrei framfylgt: Það er bannað að veðja um kosn- ingaúrslit, veðreiðar eða hnefaleika, en allskonar fjárhættuspil eru leyfi- leg. Það er bannað að flissa. Það er bannað að tjóðra hest við brunaboða. Það er bannað að eiga nieira en 26 húsdýr innan lögsagnarumdæmis borgarinnar. Á tímabilinu nóv.—mars, má eng- in telpa undir 16 ára aldri vera úti eftir kl. 7 á kvöldin. FRÁ LITLU AMERÍKU. Þessi mynd getur vel táknað fortíð og nútíð í heimsskautaleið- angrum. Fremst á myndinni eru hundarnir, sem áður varð ekki komist af án, þegar ferðast var á ísauðnum heimsskautaland- anna og aftar nýtisku flugvél, sem nú sér um alla hina löngu f'utninga og ferðalög. — Myndin er frá Suðurskautsleiðangri Byrds aðmíráls.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.