Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 7
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Snæbjöpn Jónsson: Boðskapur Rutherfords Nú stendur yfir mín náðartíð, nauðsyn er þess eg gætti. Óhætt mun að fullyrða, að i tugi ára hafi islensku þjóðinni enginn boðskapur verið fluttur, sem vakið hafi aðra eins athygli og annað eins umtal i landinu eins og boðskapur sá, er skosk- ur maður, Adam Rutherford, hefir fært henni, fyrst i ritum sínum og siðan með eigin munni — nú fyrir röskum tólf mánuð- um. En þar með er það vitaskuld sagt og sannað, að þóðinni hefir þótt erindi hans a. m. k. athygl- isvert. En hver er þá þessi boðskap- ur? Hann er i stuttu máh þessi: íslenska þjóðin hefir um aldirn- ar verið undir sérstakri hand- leiðslu guðs, sem áformar að hún skuli inna af hendi mikil- vægt hlutverk í þágu mannkyns- ins. Hann hefir öld fram af öld látið hana ganga í gegnum þann reynsluskóla, er gera skyldi hana hæfa fyrir þetta hlutverk. Tíminn til þess að inna það af hendi á nú að vera i nánd, eða þegar kominn. En eitt skilyrði til þess að þetta megi verða, er óumflýjanlegt, en það er, að þjóðin snúi sér af alhug til guðs og leggi sig sem verkfæri í hans hönd. Þá muni henni verða stjórnað til framkvæmdanna og þá bíði hennar hin undursam- legasta framtíð um ókomnar aldir. En bregðist hún þessari skyldu sinni, eigi hún að sama skapi hörmungar í vændum. Rétt og sjálfsagt er að geta þess, að þenna sama boðskap í öllum meginatriðum hefir einn hinna allra mikilhæfustu íslend- inga þessara tíma í mörg ár pré- dikað þjóð sinni. En hann hefir á sama tima einnig flutt aðrar og óskyldar kenningar, sem menn greinir mjög á um; og í hugum þeirra manna, sem óljóst hugsa — en sá flokkur er þvi miður of fjölmennur — hefir öllum kenningum hans verið blandað saman í eitt, svo að þessum boðskap, um hlutverk og framtíð islensku þjóðarinnar hefir fyrir það án efa verið minni gaumur gefinn. Verður það að teljast illa farið. Til munu vera þeir menn, sem telja það ólikindi, ef ekki firru, að þjóðinni sé nokkurt sérstakt hlutverk ætlað. En al- veg er það óhugsandi, að þessa ADAM RUTHERFORD menn sé að finna á meðal þeirra, sem kristnir eru, nema þá rétt að nafninu. Orð Krists sjálfs, eins og þau eru hermd i Nýja testamentinu, taka af öll tvímæli um það, að bæði einstaklingar og félagsheild sé undir beinni stjórn guðlegrar forsjónar, og því grét hann yfir Jerúsalem (og þar með Gyðinga-þjóðinni), að hún þekti ekki sinn vitjunar- tíma. Ekki væri heldur erfitt að tilfæra ummæli síðari tíma spek inga, sem skilyrðislaust hafa staðhæf t, að bæði einstaklingi og þjóð væri ætlað sitt sérstaka hlutverk í hinu mikla áformi alheimsstjórnarinnar. Út í það skal þó ekki lengra farið að þessu sinni, en rétt að minnast þess, sem mörgum lesandanum mun í hug koma, að undramað- urinn Björn Gunnlaugsson nefn- ir einstaklinginn hjól í sigur- verki heimsins. Og í sigurverki eru engin þarflaus hjól. Síðan Ruthérford talaði og ritaði, hafa gerst í heiminum hinir ægilegustu stórviðburðir, sem hann hafði sagt fyrir i rit- um sínum, að sumu leyti með timatakmarki (enda þótt hann telji tímann að líkindum að- eins). Um þessa fyrirsögn er nú ekki unt að deila, því að hið rit- aða orð stendur sem óhaggan- legt vitni. Hitt má vitaskuld með réttu segja, að þar með sé það ekki sannað, sem enn er óorðið. En sumum kann að verða að á- lykta, að úr því að sumt reynd- ist rétt, þá geti a. m. k. farið svo um fleira. Engum blöðum er um það að fletta, að náðartími sá, er Ruth- erford telur okkur settan, hlýt- ur innan skamms að vera út- runninn. Sé nú þetta rétt, þá er þar um svo ægilegt alvörumál að ræða, að þeir munu fleiri en eg, sem ekki hafa kjark til þess að dvelja við þá hugsun, að við daufheyrumst við kallinu, og þá er ekki erfitt að skilja það, að þessi mæti maður, sem ann þjóð okkar, hrópar af öllum sinum mætti: „Vakna þú, Island". Þvi að alveg er það víst, svo framar- lega sem nokkurt réttlætislög- mál er að finna í tilverunni, að þá bíða sjálfra okkar og afkom- enda okkar ósegjanlegar raunir á komandi öldum. Það er ekki efamál, að þegar dr. Helgi Pjet- urss (Vísir, 13. júní 1940) segir, að „um hinar einstöku þjóðir megi segja, að þvi háleitara verk, sem þeim er ætlað, þvi fyr muni þær lamast og liða undir lok ef þær bregðast því," þá fer hann með einfaldan og ó- raskanlegan sannleika. Af og frá er þetta þannig að skilja, að um „hefnd" forsjónarinnar sé að ræða í mannlegum skilningi. Guð er kærleikur, og hefnd af hans hálfu getur þvi ekki verið til, heldur er þetta eitt af þvi marga, sem við ekki skiljum i lögmálum orsaka og afleiðinga. „Minir vegir eru ekki yðar veg- ir." Lesendur mínir, viljið þið nú taka undir forna hrópið: „Hans blóð komi yfir oss og yfir börn vor"? Hamingjan gefi, að við séum ekki þegar að gera það. En við skulum minnast þess, að „guð lætur ekki að sér hæða". Lögmál hans verða aldrei rofin. „Þá þrýstir guð, og það er síðsta orðið." Víðsvegar um lönd ganga nú yfir þjóðirnar slíkar hörmungar, að við getum enga hugmynd gert okkur, sem nálg- ist þann hinn hræðilega veru- leika. Þessar skelfingar eru si- felt að færast nær okkur. Eg skal nú að endingu hiklaust og alveg kinnroðalaust segja frá því, að um langt skeið hefi eg ekki getað bægt frá mér þeirri ógurlegu spurningu, hvort við værum ef til vill að kalla þessar sömu hörmungar yfir sjálf okk- ur og landið okkar. Skyldi það geta verið, að á svipunni þurfi að halda til þess að við fáum vakn- að? Þetta er fyrir þá að hlæja að á minn kostnað, sem hlæja vilja, en fyrir hina að hugleiða, sem hugleiða vilja. Vakna þú, ísland, hrópar Rutherford. Og hann bætir við: Heldur í dag en á morgun. — Sn.J. Skák Fjögurra riddara tafl. Hvítt: ALJECHINE. Svart: Dr. VIDMAR. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Rc3, Rf6; 4. Bb5, Bb4; 5. 0—0, 0—0; 6. BxR, bxB (Betra er dxB; nú getur hvitur trygt sér jafntefli, ef hann vill, með 7. Rxe5, He8; 8. Rd3, BxR; 9. dxR, Rxe4; 10. Df3. En hann getur einnig reynt kongssókn með Re2, Rg3, h3, Rh2, f4 o.s.frv. En svartur á að geta varist þeirri sókn og jafn- vel hafið mótsókn drotningar megin); 7. Rxe5, De8; 8, Rg4, Rxe4; 9. Rh6+! Kh8 (Það hefði verið betra að taka manninn); 10. Hel, d5; 11. d3, De5; 12. dxR, d4; 13. a3, dxR; 14. axB, cxb; 15. Rxf7+, Kg8; ¦ 11 É^fÉ* IB í WM Hf Wj m u ABCDEFGH 16. Hbl! (Best. Svartur á nú ekkert betra en að reyna að komast út í endatafl með mis- litum biskupum, þvi 16..... bxBD; 17. RxD, Df4; 18. Rd3 o. s. frv. er vonlaus leið); HxR; 17. Bxb2, Dg5; 18. Dd3, Be6; 19. Bd4 Hd8; 20. De3, Db5; 21. Bxa7, Da4; 22. c3, Bc4; 23. Bd4, Ha8; 24. Dd2, h6; 25. h3, Db5; 26. Hal, Ha4; 27. Dc2, HxH; 28. HxH, Bd3; 29. Ha8+, Kh7; 30. Da2, Dh5; 31. De6, Bfl (Þvi skyldi hann ekki gera sér þetta til gamans!); 32. Ha5, Ddl; 33. Kh2, Bxg2 (síðasta vonin; ef hvitur tekur hrókinn tapar hann drotningunni ef tir 33..... Dhl + ; 34. Kg3, Dh3+; 35. Kf4, Df3+); 34. KxB, Df3+; 35. Kgl, Hf4; 36. Ha8 (Hótar máti i þremur leikjum), Hf7; 37. Dg4, Dd3; 38. Hf8, gefið. Innbrot hjá Sherlóck Holmes. 1 apríl-mánuði var þrisvar sinn- um í sömu viku brotist inn í hús Sherlock Holmes, og var stolio" það- an kössum fullum af grænmeti. Þessi Sherlock er nefnilega ekki leynilögreglumaour, heldur garð- yrkjumaour og á heima í Cardiff í New South Wales í Ástralíu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.