Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 8
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ SIÐAN 1 New York er maður, sem nú er kominn um fimtugt og heitir Charles Courtney. Hann gekk í sjóherinn í æsku og gat sér þegar orð fyrir atorku við kafanir, og einkum fyrir það, að það var engin hirsla, enginn skápur sé hurð svo harðlæst, að hann fengi ekki opnað það. Ár- ið 1932 fór hergagnakongurinn Basil Zaharoff þess á leit við hann, að hann kafaði ásamt fleirum eftir ógrynni fjár, sem álitið var, að sokkið hefði árið 1866 með herskipinu „Hamps- hire". Courtney tókst þetta á- samt með þrem köfurum öðr- um á hendur og köfuðu niður á hafsbotn. Þar fundu þeir skipið og þar sáu þeir nokkurar beina- grindur hermannanna standa við fallbyssurnar, eins og þeir væru reiðubúnir að skjóta. Þeir brutust inn í fjárgeymsluhóíí skipsins, og í þvi fyrsta fundu þeir þegar 50.000 dollara í gulli, sem þeir fluttu upp á yfírborðið. Þegar því var lokið, köf uðu þeir að nýju og brutust inn i fleiri f járgeymslur. En á meðan á því stóð, féll stálhurðin i baklás og kafararnir komust ekki til baka vegna þess að skipið hafði tekið veltu. Ljós- og talsambandið shtnaði, en súrefnisleiðslan skemdist ekki. 1 veltunni slengd- ist Courtney upp að einum veggnum og þar lá hann með- vitundarlítill i blóði sínu. Mátt- urinn þvarr smám saman úr Hkama hans. En alt i einu tók skipið aðra veltu, hurðin opnað- ist og kafararnir sluppu með naumindum út. Tveir þeirra dóu skömmu síðar af afleiðing- um þessa atviks, en Courtney og annar til héldu lifi ef tir margra vikna sjúkdómslegu. Þegar þeir stóðu upp úr legunni var hár þeirra beggja orðið mjallhvítt. Þetta var í eina skiftið sem Courtney hefir ekki getað opnað þá læsingu sem hann hef ir ætlað sér. 50 miljónir döllara hefir hann sótt niður í hirslur fyrir fé- lög,.banka, stofnanir og einstak- linga, þegar allir aðrir voru gengnir frá að opna þær. Hann hefir nokkurum sinnum verið sóttur í aðrar heimsálfur í þess- um tilgangi og tekur þá a. m. k. þrjú þúsund doilara í kaup auk ferðakostnaðar. Courtney er orðinn ríkur maður, og auðæfum sínum hef- ir hann að meira eða minna leyti varið til að kaupa fyrir þau gamlar skrár og lykla, enda á hann orðið eitt fullkomnasta safn í heimi þeirrar tegundar og þar að auki elsta lykil sem vitað er um að sé til i heiminum. Hann er austan úr Mesopotamíu og var smíðaður 400 árum fyrir Krist. Maður nokkur í La Neuville, sem hélt að konan sin héldi framhjá sér, strengdi hár fyrir framan húsdyrnar, til að ganga úr skugga um hvort konan sin færi út um nóttina. Og daginn eftir, þegar hann sá að hárið var slitið, sendi hann beiðni um hjónaskilnað, þrátt fyrir að konan hans sór og sárt við lagði að hún hefði nokkurntíma far- ið út fyrir húsdyr um nóttina. Fyrir dómstólunum hafði hann ekki aðrar sakir á hendur konu sinni en þetta eina slitna hár. En þar eð það þótti ekki fullnægjandi sönnun fyrir sekt konunnar, var tilraun gerð með hárið á nýjan leik, og vöku- menn áttu svo að liggja í leyni og gæta þess, hvað fram færi. En þegar þeir voru að enda við að strengja hárið fyrir dyrnar, kom hlaupandi köttur, sem sleit það í sundur. Sá eiginmaðurinn þá, að þetta bragð hans var ekki einhlýtt og tók skilnaðarbeiðn- ina af tur. Max Wiloth í Las Vegas og kona hans voru kvænt fyrir nokkurum mínútum og þau voru að koma frá skrifstofu lögmanns, þar sem þau voru gefin saman i heilagt hjóna- band. Þegar þau voru sest upp í vagninn, sem ók þeim burt, bað Max Wiloth konu sína um að hætta reykingum, og gera það vegna heilsu væntanlegra barna. Hún neitaði að verða við þessari ósk, fyrst í gamni en seinna með allmiklum þunga. „Er það síðasta svarið þitt?" spurði hinn nýkvænti maður. „Já, það allra síðasta", svaraði betri helmdngurinn. Þá lét mað- urinn stöðva vagninn, skaust út án þess að segja meir og flýtti sér upp í almenningsvagn. Hann hefir ekki sést framar, en kon- an sat ein að brúðkaupsveisl- unni. Nú er enginn til að banna henni að reykja, enda þarf hún ekki að ganga í bindindi með til- liti til heilsu væntanlegra barna Á myndinni sést síðasta blaðsíÖa gamla testament- isins og titilblaÖ nýja testamentis- ins. Þegar prentarar f óru að undir- búa minningarhátíð af tilefni 500 ára afmæhs prentlistarinn- ar, ákváðu þeir strax að minn- ast Hólastaðar á einhvern hátt. Komu fram, ýmsar till., t. d. að reisa veglegan bautastein á rúst- um prentsmiðjuhúsanna, eða láta gera veggtöf lu úr máhni eða steypu, er feld yrði í húsvegg úti eða inni. Niðurstaðan varð þó sú, að tillagan um að reyna að ná i gott eintak af Guðbrands- biblíu til þess að gefa staðnum, fékk bestan byr. Var nú hafist handa og leit gerð að góðu eintaki af bókinni svo að segja Um land alt. En það er nú orðið töluverðum erfið- leikum bundið að ná i biblíu Guðbrands biskups, sérstaklega þó góð eintök. Guðbrandarbiblía sú, er íslenska prentarastéttin gaf Hóladómkirkju. Bók sú er prentararnir loks festu kaup á, er í alla staði gott eintak þegar þess er gætt að hún er orðin rúml. 350 ára gömuL prentuð á Hólum 1584. Að visu þurf ti að gera við hana á ýms- Um stöðum og loks var hún bundin i nýtt vandað band og prýdd gömlum spennum. Aðal- titilblað bókarinnar er óskemt, og sömuleiðis síðustu blöð bók- arinnar, en það er algengasti galh á öllum gömlum bókum, að upphaf og endir skemmist. Að lokum létu prentarar gera skrín eða púlt utan um bókina og er ætlast til að hún hggi opin í púltinu. Er slípað gler i loki og hliðum púltsins, svo auðvelt er að lesa bókina, þar sem hún hggur. Áður en bókin var látin i skrínið, var henni „slegið upp" af handahófi og kom upp á hægri blaðsíðu upphaf 44. kapí- tula í Spádómsbók Jesajasar. Biblían stendur á gröf Guð- brands biskups í kór Hóladóm- kirkju. Á framhlið skrínisins er letr- að með upphleyptu gotnesku letri: Guðbrandsbiblía Prentuð 1584 Prentstaður Hólar í Hjaltadal. Á bakhlið er skorin með lat- ínuletri eftírfarandi áletrun: Minningargjöf á fimm hundruð ára afmæli prentlistarinnar frá prentarastétt Islands. Jónsmessa 1440 — 24. júní 1940. Max Wiloths. Þrátt fyrir alt er hún óánægð með þessa mála- lyktun. Skáldið Liliencron hafði lit- inn tíma til eigin ritstarfa vegna bréfa og handrita, er hann fékk daglega frá ungum skáldum og rithöfundum, sem báðu hann að lesa handritin og láta álit sitt í ljós. Loks bar það við, þeg- ar Liliencron var búinn að lesa býsnin öll af lélegum handrit- um, að hann reiddist þessu. Skapið sauð upp úr, þegar hann las bréf eftir ungt skáld, er hafði sent honum heila syrpu af nauða ómerkilegum kvæð- um. I bréfinu stóð: „Eg finn mig aðlaðan ef jafn mikih rit- höfundur og þér gerist svo lítil- látur og lastið kvæðin mín." Liliencron sendi honum kvæðin til baka með þessari áletrun: „Geri yður að stórhertoga." ./? / y

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.