Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 7. júlí 27. blad r LOFTUR GUÐMUNDSSON: Stutt æíisaga, Er sjómannsekkjan sat og vann að saumi og prjóni, jafnt og þétt, — hann Mundi litli lék sér einn við lón og fjöruklett. Hjá mömmu var það vanasvar: — Æ! —vertu um stund til friðs. - Því lærði hann brátt að bjarga sér og berjast einn síns liðs. Úr renglustrák hann breyttist brátt við barningstörf um land og sund, í víkingsmenni að vallarsýn og vikingsmenni að lund. Að sumrinu á Siglufirði síld hann veiddi óg drakk. Að vetrinum í Vestmannaeyjum veiddi 'ann þorsk, — og drakk. 1 skóla þótti hann skrópa títt og skeyta smátt um nám og bók. Og ef hann kom, þá lærði 'ann lítt og litlu ef tir tók. — En björgin seiddu brátt hans lund. Um brúnir tæpt hann gekk og kleif þar hærra hverjum strák, sem hærra sat í bekk. Við öl hann þótti ærslagjarn og engum þola kesknismál, en skeyta fátt um skipan liðs ef skapið hljóp í bál. Þeir kusu fæstir hnúa hans, sem höfðu um afl hans frétt. — En eftir högg var höndin skjótt til heilla sátta rétt. Við ferminguna fékk hann loks sitt frelsið þráða. — Kvaddi bók. 1 beituskúrnum betur gekk við bjóð og síld og krók. Og seytján ára sveinn hann stóð við sævargarpa hlið, — sem háseti í stórum stakk og stýrði á fiskimið. Að morgni taldist tvíræð spá, en tíu bátar lögðu á dröfn. Um kvöldið skall á kólguhríð. — Þeir komust níu í höfn. Á sæ af einum segir fátt í sortahrið og nótt. Menn reyndu að vona í lengstu lög, að lygndi nógu fljótt. Er veðrið lægði, fregnin flaug um flak er barst með sævarrönd. Um borð þar fundust f jögra lík. Þess fimmta lá á strönd. Með brotið enni hafði hann við hel og brimrót stritt. Það var hann Mundi. — Um mitti hans var mjóum kaðli hnýtt.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.