Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Page 1
1940 Sunnudaginn 7. júlí 27. blad r-------- ' LOFTUR GUÐMUNDSSON: Stutt æfisaga. Er sjómannsekk jan sat og vann að saumi og prjóni, jafnt og þétt, — hann Mundi litli lék sér einn við lón og f jöruklett. Hjá mömmu var það vanasvar: — Æ! —vertu um stund til friðs. — Því lærði hann brátt að bjarga sér og berjast einn sins liðs. I skóla þótti hann skrópa títt og skeyta smátt urn nám og bók. Og ef hann kom, þá lærði ’ann lítt og litlu eftir tók. — En björgin seiddu brátt hans lund. Um brúnir tæpt hann gekk og kleif þar hærra hverjum strák, sem hærra sat í bekk. Yið ferminguna fékk hann loks sitt frelsið þráða. — Kvaddi bók. 1 beituskúrnum betur gekk við bjóð og sild og krók. Og seyt ján ára sveinn hann stóð við sævargarpa hlið, — sem háseti í stórum stakk og stýrði á fislcimið. Úr renglustrák hann breyttist brátt við barningstörf um land og sund, í víkingsmenni að vallarsýn og víkingsmenni að lund. Að sumrinu á Siglufirði sild hann veiddi og drakk. Að vetrinum í Vestmannaeyjum veiddi ’ann þorsk, — og drakk. Við öl hann þótti ærslagjarn og engum þola kesknismál, en skeyta fátt um skiiian liðs ef skapið hljóp í bál. Þeir kusu fæstir hnúa hans, sem höfðu um afl hans frétt. — En eftir högg var höndin skjótt til heilla sátta rétt. Að morgni taldist tvíræð spá, en tíu bátar lögðu á dröfn. Um kvöldið skall á kólguhríð. — Þeir komust níu í höfn. Á sæ af einum segir fátt í sortahríð og nótt. Menn reyndu að vona í lengstu lög, að lygndi nógu fljótt. Er veðrið lægði, fregnin flaug um flak er barst með sævarrönd. Um borð þar fundust f jögra lík. Þess fimmta lá á strönd. Með brotið enni hafði hann við hel og brimrót strítt. Það var hann Mundi. — Um mitti hans var mjóum kaðli hnýtt.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.