Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 2
VISIR SUNNUDAGSBL.AÐ 4ódstmam. QxlmwdsjoH.: Reikningsskil. Þeir sátu hvor á sinni þóttu, í litlum bát langt úti á hafi. Þeir voru gamlir f élagar, vinir, bræð- ur í striti og neyð, og þeir voru fjandmenn. Enn var logn og sléttur sjór, en frá landi heyrðust dunur brimsins og stormþytur úr f jall- skörðum. Himininn var svartur, svartur og k> rr — ennþá. Myrk- ir kólgubakkar risu við sjónar- rönd, og hvítir tindar óðu skýja- húmið. Snæþakin fjöll umkringdu Víkina, litla fiskimannaþorpið þar sem þeir áttu heima. Drep- sótt hafði geisað þar, óveður dunið, Ragnarök! Flestir full- vaxta menn í plássinu lágu enn rúmfastir, margir lágu á líkbör- unum. Hungursneyð stóð fyrir dyrum, þvi ekki var hægt að manna bát á sjóinn loksins þeg- ar gæftir komu. Hungursneyð fyrir dyrum, og í sjónum var björg að fá. Þess vegna mættust þeir morgun einn við naustin,Sigurður i Kvíumog Jón í Bási, einu fullorðnu menn- irnir í þorpinu, sem voru á fót- um og verkfærir. Þeir skiftust ekki á kveðjum, litu varla hvor á annan, en settu orðalaust fram f jögurra manna farið hans Ólaf s heitins vökuskarf s og réru af stað út á mið. Þeir höfðu fiskað prýðilega, dag eftir dag kom báturinn drekkhlaðinn i land, og hung- Ursneyðinni var afstýrt. Brátt myndu fleiri karlmenn komast á flot og enginn þurfti að svelta i Víkinni úr því, þetta árið. Enn höf ðu þeir ekki mælt orð frá vörum, alla þessa daga sem þeir höfðu verið á sjónum sam- an. Báðir voru þrautreyndir sjó- menn, höfðu lifað flesta daga sína á skipsfjöl, engum orðum þurf ti að eyða við vinnuna, hvor gerði sína skyldu og samtaka voru þeir, eins og einn heili réði verkinu. Þó var eins og hvor þeirra um, sig væri einn á bátn- um, eins og hvorugur þeirra sæi hinn. Þessir þöglu, skinnklæddu menn, i sauðvestum með mikil dökk og úfin skegg, líktust svip- um löngu dáinna sækappa, svo einir og yfirgefnir voru þeir í litlu bátskelinni sinni úti á reg- inhafi. Dimmur járnkaldur himininn hvelfdist yfir þeim, það leið að kvöldi og stormur í aðsigi. 1 r~ ' f ~~~ Stormur í aðsigi! Engum gat dulist það, brimhljóðið og veð- urdunurnar úr landi töluðu skýru máli. Og nú féll á myrkur. Hversvegna drógu þessir fiski- menn þá ekki upp færin sín og hröðuðu sér heim? Fiskurinn var hættur að bíta, þeir höfðu ekki fengið neitt í heilan klukkutima. Og þeir höf ðu þeg- ar fengið nægilegan afla; eftir hverju voru þeir að bíða? Átta- vita höfðu þeir engan í bátnum, ský byrgðu tungl og stjörnur; það var röskur klukkutíma róð- ur i land og ljósin i Vikinni sá- ust ekki yfir tangann sem húsin stóðu Undir. Hvers vegna héldu þeir þá kyrru fyrir meðan geig- vænlegt miðsvetrarrökkrið þétt- ist í kringum þá, eftir hverju voru þeir að bíða? En eins og þeir höfðu áður verið við verk sitt, voru þeir og samtaka nú, í aðgerðaleysinu og hinni óskiljanlegu bið. Þeir sátu rólegir og þöglir á þóttum sín- um með færið í botni; það dimdi óðum, eins og himinsort- inn sigi niður í hafið, og veður- dunurnar úr landi jukust stöð- ugt, í f jöllununx var þegar kom- inn ógurlegur bylur. Á miðun- um var enn stillilogn, en það gat ekki staðið lengi, — það var þegar orðið of seint að halda til lands! Er aldimt var orðið, tók ann- ar maðurinn til máls: — „Nú hugsa eg að það líði ekki á löngu áður en hann skellur á." Það var Sigðurður í Kvíum, mesti bjargálnamaðurinn i Vík- inni og sá duglegasti. — Bátsfé- lagi hans, Jón í Bási, var af tur á móti fátækastur allra í plássinu. Hann svaraði: „Hann skellur á — þegar þar að kemur." Rödd beggja var róleg en hás og dimm. Einu sinni voru þessir menn vinir og leikbræður, einu sinni voru þeir óaðskiljanlegir. Nú voru þeir fjandmenn. Og þetta voru fyrstu orðin, sem þeir höfðu skifst á í fjölda mörg ár. Myrkrið í kringum þá var orðið svart og órjúfanlegt, þeir sáu ekki lengur hvor annars andlit. „Ertu að hanka upp?" spurði Sigurður í Kvíum. Hinn svar- aði ekki. — Þá byrjaði Sigurður að hanka upp sitt færi hka. „Við erum kanski orðnir nokkuð seinir fyrir?" sagði hann áherslulaust. „Eg skil ekki i því að þú þurf- ir að flýta þér heim? Nú bíður þó enginn eftir þér lengur!" — Rödd Jóns var háðsk og hrana- leg. „Nei, satt er það," ansaði Sig- urður í Kvíum, með sömu ró- seminni og áður. „Við þurfum víst hvorUgur að haska okkur heim, Jón minn. — Það er nú svo. Drepsóttin tók Laufeyju; — það er alt tekið frá okkur, líka það sem við aldrei feng- um". „En þú fékkst hana þó! Og þú áttir hana í fimtán ár!" „Satt segir þú. Eg fékk hana. Það hefir þú aldrei getað fyrir- gefið mér. Og eg vann hana á óheiðarlegan hátt. Það hef eg aldrei getað fyrirgefið þér!" „Þú vanst hana með svikum og lygum, Sigurður! Þó hef ði eg getað fyrirgefið þér það — og gleymt þér, þurkað út úr lífi mínu, eins og hvern annan ó- þverra, ef þú hefðir ekki gert meira. En þér var ekki eitt ó- dæðið nóg, heldur ásóttir þú mig, eins og illur andi, settir mér stóhnn fyrir dyrnar, altaf og alstaðar! Það varst þú sem tókst brauðið frá munninum á blessuðum börnunum mínum, og það var þér að kenna aðaum- ingja konan mín sálaðist úr tær- ingu á miðjum aldri! Og svo ert þú að tala um að eg hafi ekki getað fyrirgefið, — nei, ekki einu sinni í himnaríki gæti eg fyrirgefið þér!" „Eg haf ði nú ekki hugsað mér að biðja þig um það heldur." Sigurður í Kvíum glotti. „Það er alveg satt að eg hef verið þér erfiður í skauti; mig hefir lang- að til að auðmýkja og eyðileggja þig. Samt var það ekki mér að kenna hvað þér gekk illa. Við vorum báðir jafnsnauðir í fyrstu, hefðirðu tekið mannlega á móti örðugleikunum og barist eins og eg, þá er ekki séð hver hefði orðið ofan á. En þú varst Ietingi og Iydda, sem lagðir ár- arnar inn, hvað lítið sem á móti blés; þér varð ekki við bjargað! Og þú giftist kvenmanni sem var sama aumingjarolan og þú sjálfur. Já ekki var nú ástin til Laufeyjar meiri en svo hjá þér, að þú hljópst upp um hálsinn á annari strax árið eftir að þú mistir hana! — Nei, þú varst vesalingur og altof létt að ráða niðurlögum þínum; það var engin hefnd í því — og ekkert sem eg gat gert þér, á móti því sem eg varð að liða þín vegna!" Jón í Bási svaraði, rödd hans var dimm og ryðhlaupin: „Þú kallar mig aumingja og lyddu. Manstu þá ekki lengur þegar við rérum saman i æsku okkar; þá léstu þér of t þau orð um munn fara, að eg væri duglegasti sjó- maðurinn í Vikinni. Þá vorum við vinir. Og eg var dugandi maður þá. En þú veist ekki hvað það þýðir að missa alt sem mað- ur hefir bygt líf sitt á, ást, vin- áttu, trú og von, missa það alt á einni og sömu stundu. Að sjá alt sem var heilagt og órjúfanlegt troðið niður i saurinn fyrir sér. Eg var engu lakara mannsefni en þú, en þegar þú tókst Lauf- eyju frá mér, þá misti eg alla löngun til að komast áfram. En í dag er mér óskiljanlegt að hún skyldi geta svikið mig, eg hel'i hugsað um það hvern dag síð- an. — Þú varst betur f arinn, sem varst eiskaður af henni. — Og síst allra manna ættir þú að brigsla mér um ótrygð; ekki veist þii hvað það er að liggja andvaka nótt eftir nótt, viku ef t- ir viku, mánuð eftír mpnuð, og hugsa í sífellu aðeins um þetta eina: Hún sveik þig, og: Hvers vegna? Þú veist ekki hvernig það er, þegar geðveikin réttir út loðnar krumlur sínar úr hverju horni í næturmyrkrinu og ein- manaleikinn hringir eins og líkaböng fyrir eyrunum á þérf — Eg elskaði ekki konuna mina, en við vorum hvort öðru góð. Hún var aldrei hraust til vinnu, en hjarta hennar var fult af ást- úð og samúð. Og aldrei kvartaði hún yfir neinu, þó okkur vantaði oftast flest það sem talið er til lífsnauðsynja.Altaf var hún mér elskuleg og góð, þó hún vissi að eg var síf elt að hugsa um aðra konu. Þegar skorturinn og tær- ingin drápu hana, þá óskaði eg þess eins að fara líka, — en i staðinn dóu börnin mín. Svo var eg einn eftir. Þú segir að hefnd þín hafi ver- ið lítil, á móts við það sem þú hafir orðið að líða, mín vegna! — Já, eg veit að þú þoldir illa þær fáu glennur sem eg gat gert þér á stundum. Að eg sagði fólki sannleikann um þig, hverskonar náungi þú værir og kom því i skilning um hvaða maður byggi í þér! Þér tókst ekki að verða hreppsstjóri í Víkinni, ónei! Og svo var nú þegar eg vitnaði á móti þér í netaþjófnaðarmálinu l Það bráði af mér í bili þá, — því þá varstu ekki langt frá tukthús- inu, Sigurður. Eg hugsa að hún hafi kostað þig skilding, sættin sem þú fékkst og sem forðaði ærunni fyrir þér, — að nafninu til! Eg vissi nú reyndar ofboð vel, að þú hafðir ekki stolið net- uniim,; það var nefnilega eg sjálfur, sem gerði það. Og það

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.