Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 var eg, sem gróf þau niður í grjóthauginn á bak við húsið þitt. Þessvegna gat eg með góðri samvisku svarið, að eg hefði séð þegar netin voru tekin í salt- skúrnum hreppstjórans og bor- in uppeftir til þín; en skiljan- lega vildi eg ekkert fullyrða um liver það hefði verið, sem gerði það! Það var nú heldur ekki nauðsynlegt, því allir vissu og sýslumaðurinn líka, að þið voruð óvinir, hrepp- stjórinn og þú. Og þó þú héldir ærunni, — að nafninu til, — þá voru allir og eru enn, sannfærðir um að þú værir sá seki! — Eg var nú að vona að þú slyppir samt ekki svona vel. Þessi bölv- uð sætt kom mér á óvart. Mér var stíflyndi þitt kunnugt, og bjóst við að þú myndir láta þetta fara alla leið upp í hæstarétt — og tapa þvi þar! Þá hefði það kostað þig dálítið, þá liefði kanski minkað i þér rembingur- inn! — En svo sættust þið. Mér mistókst, eins og venjulega!“ „Það var sýslumanninum að kenna — eða þakka“, rödd Sig- urðar kom lág og eintóna utan úr myrkrinu, „að við sættumst. Hann gaf okkur brennivín, skenkti á þangað til við vorum báðir oi'ðnir svínkaðir, þá túkst honum að sætta okkur, þó við værum báðar jafn fastálcveðnir í að það skyldi aldrei verða! Eg veit ekki hvernig i fjandanum hann hefir farið að því? — Sið- ar komst eg að þvi að Laufey hafði farið til sýslumannsins og fengið hann til þess. Hún hefir sennilega farið nærri um það hver sökudólgurinn var!“ Þögn um stund. Báturinn var farinn að rugga meir en áður,— á öldum myrkursins. Svo heyrðust eins og tvö andvörp úli i nætursortanum, og stutt vind- sog. Á eftir var kyrð sem fyrr. „Nú kemur stormurinn bráð- um,“ sagði Jón í Bási. Hann færði sig til á þóttunni og fór að leita að árunum. „Við getum róið eftir brimhljóðinu, þangað til við sjáum, ljósin i Víkinni“, sagði liann í spyrjandi málrómi, kuldinn og hatrið var horfið úr rödd hans. „Við komum ekki til að sjá ljósin í Víkinni í nótt. Ljósin i Víkinni, þau sjáum við aldrei framar," Rödd Sigurðar var ró- leg og vær. Einnig hann færði sig til á þóttunni, eins og liann ætlaði að taka til áranna, en hvorki hann né Jón höfðust neitt frelcar að í þá átt. — Litlu síðar liéll Sigurður í Kvíum áfram: „Eg geklc þess svo sem ekki dul- inn hver það var sem var valdur að netaþjófnaðinum. Strax og eg sá hvernig alt var útbúið, vissi eg að það varst þú. Samt kærði eg mig ekkert frekar um að það kæmist upp. Þú veist að eg hef alla tíð reynt að gera þér alt til bölvunar sem eg gat, til að hefna mín :á þér, en nú var svo komið að eg þurfti þessi ekki lengur. Mér var þá orðið ljóst hvernig eg gat komið hefndum á þig, eyðileggjandi og óbætanlegum hefndum. — Þú varst búinn að eitra fólkið í plássinu á móti mér, og gera þig sjálfan að písl- ai'votti. Þér tókst það, af því eg var það vel stæður, að margir öfunduðu mig, en ekki nógu rilc- ur til þess að ræflarnir skriðu fyrir mér! Og svo hefir þú nú líka altaf verið mestur í kjaft- inum, en eg hef kunnað þögn- inni mest, það er mín náttúra. Þú mátt þó ekki halda, að það liafi verið fyrir þetta, sem eg var að ásækja þig, því mér fanst ekki nema eðlilegt, að þú reynd- ir að bægja mér eitthvað, eins og sakir stóðu. Eg tók Laufeyju frá þér, og átti liana í mörg ár; — og Laufey var yndisleg, engri annari konu lík.“ Það kom snörp vindhviða, svo úði yfir bátinn. Aftur varð kyrt, en niður hafsins hafði breyst og þung veðursog heyrð- ust alt umkring. — Þeir vissu báðir hvað það þýddi: Eftir nokkrar minútur myndi storm- urinn skella á, norðaustanbylur- inn, — dauðinn. „Já, hún var yndisleg liún Laufey,“ endurtók Sigurður í Kvíum. „Og ákaflega liörð, á- kaflega grimm við þá sem hún elskaði ekki, eins og fallegum konum er títt. Og hún var. alla sina ævi sannorð og sannleiks- elskandi kona. Hún hafði ekki eins mikinn viðbjóð á nolckrum hlut eins og lygi.“ „Samt giftist hún þér, sem gintir hana til þín með lygum!“ „Já, hún giftist mér einmitt af því eg laug. Og það skaltu vita, Jón, að eg sá aldrei eftir þvi. Það var ekki hægt að fara öðruvísi að þessu, hún hefði aldrei svikið þig annars, og eg varð að fá Laufeyju, eg gat eldci án hennar lifað. Hvað varðaði mig um vináttu, undir slíkum kringumstæðum, urn lán og lif annara? Eg hefði getað svikið mína eigin foreldra, ef þess hefði þurft, til að fá hana! — En eg laug aldrei oftar að henni, ekki eitt einasta skifti; þess vegna trúði liún því sem eg sagði um þig, trúði þvi fastlega og efa- laust til dauðadags! Þeirrar gleði unni eg sjálfum mér: Þú fékst aldrei uppreisn hjá henni!“ „Sigurður, þú ert enn verri maður en eg hélt,“ sagði Jón i Bási hljóðlega. „Hvað heldur þú að hún hugsi um þig, — þar sem hún er núna?“ „Ef hún veit sannleikann á annað borð, þá veit liún hann allan, og þá hugsa eg liún skilji mig og fyrirgefi mér. Sjálfur hefi eg aldrei getað sagt henni neitt um innra mann minn, mér var ekki orðsins list lagin. En sé guð til og ef hann er það sem prestarnir telja liann vera, þá mun hann kunna að koma orð- um að þessu. Þá mun liann geta komið henni í skilning um hve ósegjanlega karlmaður getur elskað konu, og live ósegjan- lega liann verður stundum að líða fyrir ást sína!“ „Þú talar svo mikið um þján- ingu, Sigurður. Hvað veist þú um hana, þú sem varst ham- ingjusamur með Laufeyju í fimtán ár. Og þú sem varst vel stæður maður?“ „Vel stæður maður! Þarna er þér rétt lýst, Jón! Að þú skulir geta talað um fjárhagslega af- komú í sömu andránni og ham- ingju okkar Laufeyjar! Það full- vissar mig um að þú hefir aldrei elskað hana eins mikið og þú lætur, að minsta kosti ekki eins heitt og eg gerði. — Eg hefði viljað gefa alt sem eg átti og miklu meira, hvenær sem var og skilyrðislaust, fyrir eina ó- mengaða hamingjustund með henni!“ I Báturinn tók viðbragð. Ný vindhrota bylti honum til og skóf sævarúðann framan í þá sem í honum voru. Dunur óveð- lirsins færðust sífelt nær og hvirfilstormar orguðu úti i myrkrinu. Eftir svo sem eina mínútu var þó aftur komið logn. Þegar kyrt var orðið, reis Jón í Bási á fætur og settist gagnvart Sigurði. — „Þú talar svo undar- lega“, sagði hann. „Varstu þá ekki hamingjusamur með Laufeyju? Það sögðu allir.“ „Já, það sögðu allir, og allir sáu líka hvað vel okkur leið sam- an. Laufey var stolt kona, liún ræddi ekki einkamál sín við Pél- ur og Pál. Hvort eg var ham- ingjusamur ? Hvað veist þú, ræf- illinn, um hamingju? Er hægt að lýsa dásemdum ljóssins fyrir þeim sem fæddur er blindur? Engan dag, enga stund af sam- lífi okkar vildi eg missa, nei, enga einstaka stund, þó flestar væru þær auðugri af þjáningum en gleði. — Úr þvi þú spyrð mig, þá skal eg svara hreinskilnis- lega: Eg var liamingjusamur hjá Laufeyju. En þér mun víst ganga illa að skilja livað það þýðir, að geta enga gleði veitt þeim sem maður elskar! Það — er sárasta þjáning heimsins! — Og nú gamli vinur“, rödd Sig- urðar í Kvíum varð alt í einu steinhörð og köld, eins og róm- ur vetrarbylsins: „nú ætla eg að segja þér hversvegna eg gat það ekki! Laufey elskaði mig aldrei. Hún elskaði þig, elskaði þig alt sitt líf! Hún dó með nafnið þitt á vörunum!“ „Var þetta hefnd þín?“ „Já, Jón í Bási. Þú átt að deyja i nótt, en átt enn eftir dálitla stund sem þú getur varið til þess að hugsa um þetta: Hún elskaði þig, en hún var hjá mér alt lífið út í gegn og þú fékst aldrei að njóta hennar." „Sigurður, gamli vinur minn, guð blessi þig! Aldrei hefir nokkur manneskja glatt mig eins mikið og þú á þessari stundu!“ I sama bili kom þriðja vind- sogið. Og andartaki síðar var eins og himinn og jörð hryndu saman með ógurlegum drunum. Norðaustanbylurinn var skoll- inn á. Myndin er af virki i Siegfried-línunni. Einhver hermannanna hefir notað kyrðina í vetur og vor til að móta lágmyndir á virk- isveggina.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.