Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Page 4

Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Page 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Jón úr Vör: Scuynix ab u&stcun. Þættír af Sigurði Ella, Ólafi Árnasyni sýslumanni og fleirum. ^TBURÐIR ÞEIR, sem hér segir frá, gerðust í átthögum mín- um, vestur á Patreksfirði og þar í grend, um miðbik 18. aldar. Fyrir nokkrum árum skrifaði eg hjá mér þessar sagnir, eins og gamalt fólk þar vestra kunni að segja þær. En síðar komst eg í handrit Gísla Konráðssonar í Landsbókasafninu, þar sem hann segir frá þessum atburðum meðal annars, og bar það í öllurn aðalatriðum saman við sagnirnar að vestan. Eg tók mér þá fyrir hendur að endurrita þessar sagnir, með Barðstrend- ingaþátt Gísla Konráðssonar sem aðalheimild. Meginhlutar þess- ara þátta eru skrifaðir svo að segja orðrétt eftir handriti Gísla. Jón úr Vör. 1. Af Helgu, Gunnari, Sigurði Ella og Guðrúnu. Á fyrstu árum 18. aldar bjó bóndi sá í Hænuvík við Patreks- fjörð er Jón hét Jónsson. Hann var af ætt hinna svonefndu Sel- látrabræðra, sem alkunnir voru þar vestra á sinni tíð, vegna ríkidæmis þeirra og þess karl- menskuorðs, sem af þeim, fór. Jón þessi átti dóttur þá er Helga hét. Var hún kvenlcostur hinn besti, ekki einungis vegna ættar og auðs, heldur einnig sökum meðfæddra mannkosta sinna og fríðleiks. Hana skorti því Iivorki ríka né ættstóra biðla. En hún lagði lag sitt við fátækan vinnumann föður síns, er Gunnar hét, og unnust þau hugástum. Hafði liann beðið hennar, en ekki fengið, því for- eldrar hennar og frændlið taldi hann henni ekki samboðinn. Helga fékk engu um þetta ráðið. En er hér er komið sögu, gekk hún með barn undir brjósti og var Gunnar faðir þess. Sigurður hét maður, kallaður Ella. Hann var norðlenskrar ætlar, karlmenni hið mesta og harðgjör. Hann hafði lengi ver- ið lausamaður og flækst víða og grætt mikið fjármuna og pen- inga, og var því talinn vel efn- aður. Sigurður þessi hafði einn- ig felt hug til Helgu og varð það að ráði, að foreldrar hennar giftu honum hana, þar sem liann var auðugur maður og líklegur til frama. Helgu var þessi ráða- hagur nijög á móti skapi, en varð, að þeirrar tíðar sið, að láta að vilja foreldra sinna. Er Helga varð léttari að barni þeirra Gunnars, vildi Sigurður ekki heyra annað nefnt, en að hann gengist sjálfur við barn- inu. Helga var þessa mjög ófús og kvað „mannvillu þá illri heill meiga stýra“. En vilji hennar var einnig að þessu sinni ofur- liði borinn. Barnið var sveinn, og er hann var vatni ausinn, var hann skírður Einar og kallaður Sigurðsson . Nú liðu fram stundir og varð Sigurður brátt hinn gildasti bóndi. Hánn bjó með konu sinni á Geirseyri við Patreksfjörð. Var hann talinn ríkastur manna þar um slóðir, bæði að fjármun- um og gangandi fé. Þau hjón áttu nokkur börn, meðal þeirra var Jón, er ungur sigldi utan og varð frægur úrsmiður i Dan- mörku. Að öðru leyti fara eng- ar sagnir af sambúð þeirra, en Helga mun hafa látist á miðjum aldri. Þannig er Sigurði Ella lýst, að hann væri kappsmaður mik- ill og hraustur og léti hann ekki hlut sinn fyrir neinum. Um hug- rekki Iians og manndóm er sögð eftirfarandi saga: Einliverju sinni höfðu fransk- ir sjómenn hlaupið á land og rænt Sigurð 6 eða 7 sauðum og ráku til strandar að báti sínum. Sigurður sá til ferða þeirra og liljóp á eftir þeim. Sigaði hann hundum sínum á sauðina, svo að fransmennirnir mistu af þeim. Urðu þeir þá mjög reiðir og rauk einn skipsmanna til og greip byssu og miðaði á Sigurð- Sigurður lét sér hvergi bregða, en stóð kyrr og barði sér á brjóst. En byssan kveikti ekki, og ekki þó í annað sinn væri freistað. Urðu fransmenn- irnir þá liræddir, ætluðu fjöl- kyngi valda og flýðu i bát sinn. Af Einari syni þeirra Helgu og Gunnars er fátt sagt annað en það, að hann eignaðist á unga aldri barn með stúlku er Guðrún hét Valdadóttir, en um frekari viðskifti þeirra er ekki getið. En eftir lát Helgu konu sinnar tók Sigurður Guðrúnu þessa að sér og gerði að ráðs- konu sinni. Má vel vera, að hún hafi áður verið vinnukona hjá þeim Helgu og Sigurði. Nú fór það að kvisast, að mjög dátt myndi vera með þeim Sigurði og Guðrúnu, og er það vitnaðist, að hún myndi aftur með barni, þóttust menn vita að Sigurður myndi faðir þess. Nú er þess að geta, að á þeirri tíð voru lög mjög ströng hér á landi. Eitt af ákvæðum hins al- kunna Stóradóms mælir svo fyrir, að ef sama kona eignast börn bæði með föður og syni, skuli það dauða sök. Og ætti faðir barn með barnsmóður sonar síns, var það sifjaspell. Nú virtist þannig komið fyrir þeim Sigurði og Guðrúnu, því Einar var kallaður sonur Sig- urðar, þó það væri reyndar á flestra vitorði, að Gunnar væri faðir lians. Nú var úr vöndu að ráða. Og til að bjarga lífi þeirra beggja, fór Sigurður á fund síns gamla meðbiðils og bað hann nú að lýsa því yfir, að liann væri faðir Einars, ef það mætti verða þeim til lifs. En nú hugsaði Gunnar sér gott til glóðarinnar. Hann liafði alla stund hatað Sigurð, vegna þess, að hann hafði tekið frá lionum ástmey hans. Nú var stund hefndarinnar komin. Hann þvertók fyrir að verða við óskum Sigurðar. Lagði Sig- urður þó mjög að lionum og bauð of fjár til, en það stoðaði ekki. Eftir þetta keypti Sigurður mann nokkurn er Þórður hét til þess að gangast við barni Guð- rúnar, og er sagt að liann hafi gefið honum gjald svo mikið, að tæki upp undir þumal á sjó- vetlingi. 2. Frá Ólafi sýslumanni og Halldóru. Þegar þessir atburðir gerðust, var Ólafur Árnason sýslumaður í Barðastrandarsýslu. Hann var mjög lærður maður og hafði numið bæði innanlands og utan. Hann var kallaður lagamaður mikill, en illa þokkaður af sýslu- búum sinum, vegna fjárgirni sinnar og harðýðgi. Sem dæmi um hörku hans og miskunnarleysi var það sagt eigi ótitt, að hann gerði upp- tæk bú og eignir þeirra bænda, sem berir urðu að rangri tiund. Notaði hann hvert tækifæri, sem gafst til að ná eignum manna og gera þá sér háða. Þá voru lög mjög hörð og notaði hann valdmensfku sína sér til fjár- dráttar, lét hann menn stund- um gjalda aleigu sína fyrir smávægilegar yfirsjónir. Ólafur var kvæntur konu þeirri er Halldóra hét. Var hún prests- dóttir frá Skutulsfjarðareyri. Hafði faðir hennar verið fjár- plógsmaður mikill og ágjarn og látið líf sitt, ásamt húskörlum sínum, í rekaviðarflutningum frá Ströndum, af því hann kunni ekki ágirnd sinni hóf og ofhlóð flutningaskipin. Halldóru virtist ekki hafa ver- ið í ætt skotið hvað þetta snerti. Var það margra mál, að hún hvetti bónda sinn mjög til fjár- drægninnar og styddi hann í öllu slíku. Þess voru einnig dæmi, að liún léti sjálf taka góðar kýr úr fjósum fátækra landseta sinna og léti strítlur í staðinn. Hér er ein sögnin: Ekkja ein, barnmörg og fá- tæk, bjó á Grænhól á Barða- strönd. Hún átti kú eina af- bragðs góða og nytháa, á hverri sýslumannsfrúin hafði mjög mikla ágirnd. Einhverju sinni tók Halldóra sig til og lét einn vinnumann sinn ráðast inn í fjós ekkjunnar og hafa á brott með sér kúna, en lét hann skilja eftir aðra kú, mildu lakari. Móðir ekkjunnar, fjörgömul kona, er horfði á þessar aðfar- ir, á þá að liafa sagt, að ekki myndi kýrin sú arna lifa, frek- ar en aðrar eignir Halldóru. Mjólkaði kýrin vel um kvöldið á sýslumannssetrinu í Haga, en næsta morgun fanst hún dauð á básnum. Það fylgir og sög- unni, að kýr fátæku eklcjunnar bafi orðið hinn besti gripur. Sú er önnur saga sögð, að ein- hverju sinni kæmu þau sýslu- mannshjón á ferðum sínum að Botni í Patreksfirði. Bóndi sat í dyrum inni og smíðaði laup. Er sýslumann bar í hlað, flýtti bóndi sér svo mjög að lúta hon- um og heilsa, að hann gætti þess ekki, að leggja frá sér tálguhnífinn og hafði hann op- inn í hendinni. Ekki veitti sýslu- maður þessu neina atliygli, en Halldóra varð þessa vör. Á hún þá að hafa sagt: „Illa sástu nú, þar gastu fengið skildings virði. Gættir þú þess ekki, að maður- inn gekk með opinn hnif á móti þér ?“ Síðar kallaði sýslumaður bónda fyrir sig og bar á hann sök þessa og liótaði lögsókn. Glúpnaði þá bóndi og bað sýslu- m.ann ráða fjárútlátum sínum. Urðu þau svo mikil, að lítið varð

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.