Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 7
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Ilraðinii í lof ti? á láði og: legi 1939. Á árinu, sem leið, komust menn og vélar á mörgum svið- um fram úr fyrri hraðametum. Landafræðifélagið i Banda- ríkjunum semur árlega „hraða- annál", þar sem getið er allra afreka, sem unnin eru á árinu á þessu sviði. Sá, sem fyrstur er nefndur í þessum annál, er ame- riskur flugmaður, H. Lloyd Childs að nafni. Hann náði 575 milna — eða um 920 km. hraða í „köfun" í Curtiss-eltingaflug- vél, sem verið var að sýna frönskum hermálasérfræðing- um. En í flugi í beina línu varð þýskur flugmaður, Fritz Wend- ell, hlutskarpastur. Hann náði 469.11 m. — eða um 750 km,. — hraða á klst. Er það 6 m. — 9.6 km. — meiri hraði, en náðst hefir áður. Önnur frækileg afrek eru þessi: Francisco Sarabia, frægasti flugmaður Mexikó, fór með methraða milli Mexikó-borgar og New York. Leiðin er 2359 mílur — tæplega 3800 km. — og var Sarabia aðeins 10 klst. og 48 mín. á leiðinni. Þá var sett met i flugi yfir þver Bandaríkin — 4000 km. — frá Burbank i Kaliforniu til New York á 19 klst. og 14% mín. Það var herflugvél, „fljúg- andi virki", sem, vegur 23 smál., sem setti þetta met. Loks setti Alex Henshaw, Breti, nýtt met í flugi frá Lond- on til Höfðaborgar og til baka — tæpl. 21.000 km. — á 4 dög- um, 10 min. og 16 sek. Jacqueline Cochran setti nýtt hraðamet fyrir konur og átti sjálf hið gamla. Yfir Long Is- land í Bandaríkjunum náði hún 173.097 m. — tæpl. 280 km. — hraða. Gamla metið hennar var 163 milur. Þolflugsmet settu þeir Wes Carrol og Clyde Schlieper hjá Long Beach í Kaliforniu 30. október. Þeir voru á flugi i sam- felt 726 klukkustundir — heilan mánuð —, en þeir, sem áttu gamla þolflugsmetið, voru á flugi i 653 klst. Farþegaflugbátur i eign Pan- American Airways flaug frá Southampton til New York á 29 klst. 53 mín. og annar flug- bátur frá sama félagi flaug frá Azoreyjum til New York á 17% klst., 29 mín. skemri tima en fljótasta ferðin var áður. ítali, Nicola di Mauro, setti nýtt hæðarflugmet fyrir sjóflug- vélar með því að komast upp i 44.457 feta hæð á 1 klst. og 58 mánútum. Á Bonneville saltflötunum i Utah setti John R. Cobb, grá- vörukaupmaður í Lundúnum, nýtt hraðamet í bil. I ágúst náði hann 368,85 m. — tæplega 600 km. — hraða og fór þar með fram úr meti George Eystons, sem var um, 359 rnjlur. Sir Malcolm Campbell, sem lengi átti hraðamet i bifreiða- akstri, hefir nú hætt við hann, en hefir þess i stað snúið sér að mótorbátum. Suður á Italíu náði hann 141.74 m. — rúml. 225 km. — hraða, en gamJa metið, sem Campbell átti sjálfur, var rúml. 209 km. Straumlinulest i Þýskalandi, sem heldur uppi ferðum milli Berlínar og Hamborgar, setti met fyrir járnbrautarlestir, er hún náði 215 km. hraða. Altaristafia Hólakirkju. Ofurlita athugasemd vildi eg mega gera við grein Ágústu Björnsdóttur: „Heim að Hól- um" í síðasta Sunnudagsblaði Visis. Höf. segir, að álitið sé að alt- aristafla kirkjunnar hafi verið flutt hingað frá Niðurlöndum, og hafi Jón Arason gefið kirkj- unni hana. „Sé svo", segir höf., „er markvert hve málning hennar og þó sérstaklega gyll- ing, hefir haldist gegnum þessar fjórar aldir, sem liðnar eru frá þvi hún var gefin Hólakirkju." Eg þykist mega fullyrða, að málning og gylhng altaristöfl- unnar sé ekki hin sama nú, sem hún var upphaflega. Um 1890 — ef til vill litlu fyrr — var snillingurinn Arn- grímur Gíslason málari á Völl- um i Svarfaðardal fenginn til að gera við altaristöfluna í Hóla- kirkju, sem þá var sögð mjög af sér gengin, ekki aðeins hvað málningu og gyllingu snerti, heldur líka sjálfar útskurðar- myndirnar, sem hæst bar á, er ýmist voru máðar burtu eða brotnar af. Eg átti þá heima i Svarfaðar- dal og heyrði mjög dáðst að því, hve snildarlega Arngrími hefði tekist að leysa þetta mikla vandaverk af hendi: að endur- skapa hinar máðu og moluðu skurðmyndir og skýra litina, svo að taflan náði aftur þeirri fegurð, sem allir dást að. Arngrímur heitinn Gíslason var búinn óvenju miklu andlegu og líkamlegu atgjörvi. Hann var tónlistarmaður og lék á fiðlu — líklega fyrstur manna á Norðurlandi; hann var þjóð- haga-smiður, jafnt á málma og tré, en þó bar af málaralist hans, og eru altaristöflur hans "allvíða um land Ijós vottur þess. Árni Jóhannsson. Skák Tefld í París 1913. Drottningarbragð. Hvítt: A. ALJECHINE. Svart: M. PRAT. 1. d4, d5; 2. Rf3, Rc6; 3. c4, e6 (Þessi leið er litt farandi. Tchigorins-vörnin er aðeins teflandi með því að leika Bc8— g4); 4. Rc3, dxc (Þetfa er einnig rangt, því svartur missir nú öll völd á miðborðinu. Það er þvi ekki að undra, þótt hvítur fái yfirburðastöðu eftir nokkra leiki); 5. e3, Rf6; 6. Bxc4, Bb4; 7. 0—0, BxR; 8. bxB, 0—0; 9. Dc2, Re7; 10. Ba3, c6; 11. e4, h6 (Hindrar að hvitur geti leik- ið Rg5, eftir að hafa leikið e5, en veikir kóngsstöðuna); 12. Ha dl, Bd7; 13. Re5, He8 (Til þ^ess að losa um drotninguna, en nú vofir mikil hætta yfir f7); 14. f4, Dc7; 15. f5, Had8; ABCDEFGH 16. Rxf7! (Þetta getur tæplega kallast fórn, þvi hvitur getur náð manninum strax af tur, með betri stöðu, en það er hinsvegar inngangur að fallegri vinnings- „combination"), KxR; 17. e5,Re7 g8; 18. Bd6, Dc8; 19. De2, b5; 20. Bb3, a5; 21. Hdel! (ágæti þessa leiks kemur fram í 28. leik), a4; — Nú tilkynti hvitur mát í 10 leikjum! Þannig: 22. Dh5+!!, RxD; 23. fxe++, Kg6; 24. Bc2+, Kg5; 25. Hf5+, Kg6!; 26. Hf6++, Kg5; 27. Hg6+, Kh4; 28. He4+ (Sbr. 21. leik), Rf4; 29. HxR+, Kh5; 30. g3!, eitthvað; 31. Hh4 mát. SÓLIN í FELULEIK. — Héi Myndirnar eru teknar í Florida markið og til hægri: Sólmyrkv eru þrjíjtr nýstárlegar myndir af hinum árlega sólmyrkva. — '¦> Bandaríkjunum. Til vinstri: Sólmyrkvinn hefst, i miðju: Há- anum að verða lokið.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.