Vísir Sunnudagsblað - 14.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 14.07.1940, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ urðu skiptapar miklir. — Marg- ar fleiri munnmælasögur, sem of langt mál yrði upp að telja, eru kundnar við Tindastól og hafa aukið á frægð hans. Miðvikudaginn 21. júní 1939 vorum við staddar á Sauðár- krók, í yndislegu veðri. Hiti var mikill og skygni prýðilegt. Hugðum við því að nota tæki- færið til þess að ganga á Tinda- stól, og hafði okkur verið sagt, að best yrði að leggja upp frá bænum Skarði. Um kl. 1 lögð- um við af stað frá Sauðárkróki og gengum fyrst sniðgötu upp brattan malarhakkann ofan við bæinn. Skamt frá þeim stað þar, sem við komum upp, er allmikið refahú, í þvi miðju er hár „útsýnisturn“, sem i fljótu bragði mætti ætla, að væri klukknaport í kirkjugarði. — Síðan gengum við út á bílveg- inn, sem liggur yfir í Laxár- dal og þá yfir brúna á Göngu- skarðsá, sem á upptök sín ein- hversstaðar lengst uppi í fjöll- um, en við ósa árinnar var skipalægi til forna. Eftir um % klst. mjög liæga göngu frá Sauðárkróki, komum við að bænum Skarði. Þar var verið að reisa myndarlegt steinsteypt itíúðarhús, og sáum við mann nokkurn úti við, sem auðsjáan- lega vann að byggingunni. Hundarnir á bænum ruku upp geltandi, þegar þeir sáu til ferða okkar, og voru ekki lengi að beina athygli mannsins að komu okkar. Þegar okkur bar að þar, sem hann var fyrir utan húsið, buðum við hæversklega góðan daginn, og spurðum síð- an manninn, hve langan tima tæki að ganga á Tindastól. Maðurinn kímdi ofurlítið um leið, og hann virti okkur fyrir sér, frá hvirfli til ilja, leit síð- an upp í fjallshlíðina og sagði nokkuð drýgindalega: „Þið verðið altaf eina tvo tima“, og okkur fanst liann leggja óþarf- lega mikla áherslu á fyrsta orð- ið, en það var í fylsta samræmi við það, sem á eftir kom, nefni- Iega: „Annars er hægt verk fyrir röskan mann að ganga þetta á svo sem klukkutíma.“ Það lá við að við yrðum stórlega móðgaðar, en jafnframt mint- umst við hitans og gönguhraða okkar upp að Skarði. Vitanlega hafði maðurinn séð til ferða okkar, það hafði víst ekki þurft neina hunda til þess að beina athygli hans að komu okkar, og þegar það rann upp fyrir okkur, fyrirgáfum við honum næstum því alveg. Eftir þetta gat eg þó ómögulega fengið mig til þess að biðja hann um vatn að drekka, því svo þyrst sem eg var, liafði það upphaflega verið ætlunin. — Síðan hófum við gönguna. Hitinn var óskap- ' legur, við urðum þegar í stað móðar og sveittar, það var lík- ast því sem sólargeislarnir vildu smjúga í livern vöðva, og brenna burtu allan mátt; við losuðum oklcur við svo mikið af fötum sem við gátum,, en það dugði lítið. — Uppeftir blíðunum liggja gras- og mosa- teygingar nokkrir, en síðan tek- ur við gróðurlaus urð. Þegar of- ar dró, gerðum við okkur það til dundurs, að tína margvíslega steina, sem þar er nóg af, við óskuðum þess bara, að við þekt- um allar þær tegundir. — Uppi undir brúninni var snjóskafl, sem við fetuðum okkur upp eft- ir, og réttum tveim tímum eftir að við fórum frá Skarði, stigum við upp á brúnina. Svo nákvæm- ur hafði náunginn á Skarði verið í úlreikningi sínum. S j óndeildarhrin gurinn haf ði víklcað stórkostlega, en við vild- um sjá meira og héldum þvi á- fram upp á fjallið og norður eft- ir því, að gríðarstóru og liömr- óttu, skeifulaga gili, sem fyrir okkur varð. Eftir gilinu sást fram á fjörðinn, og fyrir miðju mynni þess blasti Málmey við. Drangey sáum við liins vegar ekki. Hæsti tindur f jallsins var á kafi í snjó, og þar sem okkur virtist alllöng leið þangað, létum við staðar numið við áðurnefnt gil. Uppi á fjalhnu var færðin slæm, sökum sólbráðar; urðum við, á kafla, að stilda stein af steini til þess að söklcva ekki á kaf í leðju. — Af Tindastóli er víðsýnt með afbrigðum; hefði eg aldrei getað gert mér í hugarlund, hve útsýn þaðan er mikil og stórkostleg, og við vorum svo heppnar, að skygni var hið ákjósanlegasta, livert sem litið var. Vil eg aðeins drepa á það lielsta, sem fyrir augu bar, og byrja frá norðri og austri: Fjörðurinn og fjalla- klasinn allur milh Skagafjarðar og Eyjafjarðar, með liáfjöhum og firnindum og eilífum snjó á efstu tindum. Skagafjarðarmeg- in greinum við einstaka dali, svo sem Hjaltadal, og sjáum við greinilega heim að Hólum; það- an lítur staðurinn nokkuð á annan veg út, en af hálsinum þar, sem fyrst sést þangað heim úr Hjaltadalnum. Skagafjarðar- dalurinn endilangur, alt frá af- dölum frammi undir Mælifells- hnjúk og til sjávar. Hólmurinn og Héraðsvötnin, sem liða til sjávar lygn og breið og lykja örmum um Hegranesið. Vestan Skagafjarðardalsins blasa við ótal fjallaklasar, sem við eigum bágt með að greina sundur, en upp af þeim rís jökulkrýnt há- lendið um miðbik Iandsins, þar er Hofsjökull, tindar Kerlingar- fjalla, Langjökuh, Eiríksjökuh, Ok, og í skörðunum iá milli þeirra sjást enn suðlægari fjöll, sem við getum ekki áttað okkur á hver eru. I vestri blasir svo við Húnaflói, og suður af honum firðir, heiðar og fjalllendi, en vestan flóans sjást Strandafjöll öll, alt til Horns, og Vestfjarða- hálendið með Drangajökli og Glámu. í vestri fanst okkur endilega við sjá fjarðarbotn, skerast .til vesturs, og gerðum okkur i hugarlund, að þar myndi vera um Gilsfjörð að ræða, hvort það getur nú átt sér stað eða ekki. Með því, sem hér hefir verið talið upp, hefir aðeins verið stiklað á þvi allra helsta, sem við augum blasti, en það var svo stórkostlegt, að eg á engin orð til þess að lýsa því. Þessi undur víðfeðmi sjónhringur, hafði ein- kennileg áhrif á mig, mér fanst eg vera á góðum vegi með að klökkna, og mest af öllu langaði mig til þess að fleygja mér niður og gráta fögrum tárum, eg veit ekki hvers vegna. Ef til vih vegna þess, að aldrei áður hafði eg séð jafn greinilega yfir svo mikinn liluta landsins míns, ef til vill af einhverju öðru, sem eg get ekki gert mér grein fyrir, — útsýnin var svo hrífandi, — en þessi tilfinning kom mér ein- kennilega fyrir sjónir; fyrr né siðar hef eg ekki orðið vör við slíka. En er það ekki einmitt á slíkum augnablikum, sem þess- um, sem einstaklinginn langar mest til þess að geta gert eitt- hvað fyrir Iandið sitt, vera nýtur borgari þjóðfélags síns og geta komið einhverju góðu til leiðar, — en finnur þá jafnframt, betur en ella, til smæðar sinnar hjá liinni stórbrotnu náttúru lands- ins. Fyrir fáum dögum var boðað til nýrrar Munchenarráðstefnu, til að ræða kröfur Ungverja á hend- ur Rúmenum. Hér á myndinni sést hið fræga Járnhlið í Dóná í Rúmeníu, sem frægt er fyrir náttúrU- fegurð.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.