Vísir Sunnudagsblað - 14.07.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 14.07.1940, Blaðsíða 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Vjojhm, uwKjoncL mm,... Saga eftir Kristmann Gudmundsson. Þetta gerðist fyrir mörgum árum, þegar eg var ungur. Eg dvaldi um tíma síðla sumars í afskektri sveit hér á landi. 1 norðri risu hrikaleg fjöll, í austri voru sandauðnir, fyrir öllu suðrinu var liafið. En sveit- in var einkennilega fögur; tjarn- ir glitruðu á víð og dreif um flatneskjuna, en lágir múlar með stuðlabergsklettum spegluðust i vatninu. Fólkið sem hjó þarna var mótað af umhverfi sínu. Það Jiafði flest hreinann, dálitið ein- feldnislegan svip, dreymið augnaráð og Ityrrlála fram- komu. Ýmiskonar hjátrú var almenn; menn héldu að álfar og sjóskrímsli væru til, og trúðu því að hinir dánu gengju stund- um aftur, reikuðu friðlausir meðal manna. Septembermánuður var byrj- aður þegar eg kom í þessa fall- egu sveit, og eg ætlaði að dvelja þar aðeins fáa daga. En dvölin varð lengri en eg hafði hugsað i fyrstu. Fegurð landslagsins tók mig með töfrurn. Eg kom snemma morguns að grasgrón- um bæ; fyrir ofan hann voru stuðlabergspaldrar, þar sem blágresið óx i brekkunni undir, og neðan við túnið var lítið vatn, að hálfu umgirt af lágum hamrabeltum. Úti í vatninu voru smáhólmar hér og þar, i sumum þeirra uxu birkihríslur. — Tvö börn léku sér í hlaðvarpanum. Þau urðu mín ekki vör fyrr en eg ávarpaði þau, þá litu þau upp með stórum fögrum aug- um; þau voru ólík öllum öðrum börnum sem eg hef séð. Á næsta augnabliki voru þau horfin. Hefði eg ekki lieyrt tifandi fóta- tak þeirra f jarlægjast, myndi eg hafa haldið að þau væru huldu- börn. — Svo barði eg að dyrurn. Eftir litla stund kom ung kona út. Hún var ljós á hár og hörund, klædd á þann veg er alment var um síðustu aldamót: í sítt dökt vaðmálspils, brúna „dagtreyju“, svokallaða, og prjónaða þrí- hyrnu vafða um brjóst og axlir. Fáorð var hún og feimnisleg, en kurteis vel og bauð af sér góðan þokka. Þegar eg heilsaði henni, roðnaði hún og rétti mér hend- ina. „Vertu velkominn,“ sagði hún; „hver er maðurinn ?“ — Það var eitthvað í rödd hennar sem minti á rökkur yfir þögulli auðn. — Eg sagði henni deili á mér, hvað eg héli, livaðan eg kom; og hvert erindi mitt væri. Eg spurði liana hvort eg gæti fengið að búa þarna á bænum nokkra daga? Hún var auðsjá- anlega mjög í vafa um hverju svara skyldi, svo eg flýtti mér að bæta þvi við, að auðvitað myndi eg borga fyrir mig það sem upp væri sett. En þá rétti hún úr sér og leit dálitið þótta- lega á mig. — „Við erum ekki vön að selja greiða hérna,“ sagði hún. — „Jæja,“ sagði eg og bjóst til að kveðja og fara. „Afsakið mig frú. Gamalt orðtæki segir að enginn liafi á spurninni. Ver- ið þér sælar!“ — Þá brosti hún eilitið. „Við erum fátæk og liöf- um lítið að bjóða langferða- mönnum,“ sagði liún kyrrlát- lega. „En við höfum ekki lagt i vana okkar að úthýsa fólki.“ Hún þagði noldcur augnablik, svo bætti liún við: „Það er hérna dálítið kames í frambænum. Ef maðurinn getur gert sér það að góðu, þá er þér velkomið að vera þar eins lengi og þú vilt. Hér er ekki stóru að tjalda, en algeng- an sveitamat get eg framreitt fyrir þig.“ Eg þakkaði fyrir boðið og bað enn afsökunar á því ónæði sem eg gerði. Svo bauð konan mér inn. — Herbergið var ágætt, mjög lítið að visn, en þiljað i hólf og gólf og snoturlega um- gengið. Óþarfi er að geta þess að allur viðurgerningur var því líkur sem eg væri hinn glataði sonur, nýkominn heim! Eg' hafði það gott á allan handa máta, — en margt var þarna öðru vísi en eg átti að venjast. — Stundum spui'ði eg sjálfan mig hvort eg hefði ekki í raun og veru vilst til huldufólks, svo undarlega fanst mér viðmót og framlcoma þeirra manna er eg hitti. Þó vandist eg þessu fljótt og kunni þvi vel. Mér lærðist að vera hljóður, tala ekki í ótíma, og vera stuttorður. Samt sem áður tókst mér ekki að kynnast fólkinu á bænum þar sem eg bjó, það var alúðlegt við mig á sína vísu, en eg vissi lítið meira um það þegar eg fór, en þegar eg kom. Niður við tjörnina lá gamall kirkjugarður, og rústir kirkj- unnar sáust enn. Á þessum stað sat eg oft, þar var þögn og frið- ur, þaðan sást austur á sandana, út á hafið og um mestalla sveit- ina. Fólk var við heyskap á engjum, angan jarðarinnar lagði að vitum mínum, og ofan úr hlíðinni heyrðist niður fossa. Þá fanst mér stundum sú veröld, er eg þekti áður, vera óraun- veruleiki og draumur, en sól- mild kyrðin á þessum fagra stað vera sjálft lífið. Kvöld eitt i tunglsljósi gekk eg ofan að kirkjurústinni á tjarn- arbakkanum. Yeður var kyrt og grænleitt blik á yfirborði vatns- ins. Eg stóð lengi á sendnum grasbala og naut þess yndis að vera þarna einn og vera til. Það var nú liðið að þeim tíma er eg þurfti að fara til Reykjavikur aftur, og eg fann til saknaðar við tilhugsunina um það að hverfa á brott; eg hefði gjarna viljað vera þarna alla mína ævi. Alt i einu heyrði eg einhverja hreyfingu hinumegin tjarnar- innar og leit upp. Það kom Ijós- leit vera út úr skugganum undir hamrabeltinu, gekk dálítinn spöl niður með tjarnarbakkan- um og staðnæmdist á grænni flöt sunnanmegin við hana. Mér er engin launung á þvi að eg varð hræddur, það fór um mig kaldur hrollur og eg fékk ákaf- ann hjartslátt. Á þessum tíma dags hafði eg aldrei séð fólk á ferli í sveitinni, það var liðið að miðnætti, og eg sá líka strax að þetta var ekki menskur maður. Allflestum mun verða bilt við i fyrsta sinni er þeir sjá eitthvað annarlegt. Og eg var ekki hug- rakkari en alment gerist, óttinn lamaði mig um stundarsakir svo að eg átti erfitt með að lireyfa mig. En samt gekk eg hægt af stað í áttina til þessarar undar- legu veru; mér var það ekki sjálfrátt, einhver leyndardóms- fullur máttur knúði mig til þess. Og smám saman rénaði óttinn, mér varð þvi hughægra eftir þvi sem eg nálgaðist sýnina meir, að lokum var eg orðinn alveg ró- legur. Eg fann aftur frið nætur- innar umlykja mig með alvöru- liljóðri ástúð. Og nú sá eg að veran var kona, eg var kominn svo nálægt henni, að eg gat virt fyrir mér andlitsfall hennar og svip. Hún var frekar hávaxin og klæði hennar líktust brúðar- kirtlum þeim er notaðir voru á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Dökt hárið féll laust um axlir og háls; andlit hennar snéri að mér, hvítt, ljósbjart, og augun — augun, við hvað á eg að líkja þeim? Eyðilegt liaustkvöld, i há- fjallaþögn, órafjarlægar stjörn- ur skína yfir öræfin, og það dimmir að langri nóttu, kanske á aldrei af tur að daga ? Nei, það er ekki hægt að lýsa því augnaráði. i því var alvara og angurværð heims er engin lifandi þelckir. Orð geta heldur ekki endurskap- að hreinleikann i svip hennar og látbragði. En það sem eg tók mest eftir í fyrstu voru hendur hennar; þær voru framréttar að hálfu, eins og í ráðþrota bæn, án vonar. Hún vænti einhvers af mér, einlivers sem varð ekki út- skýrt og sem mér var ekki unt að veita. Eg nam staðar rétt fyrir framan hana, og ótti minn hvarf; það var eins og hlið ó- lcunnrar veraldar lykjust upp í hálfa gátt, veraldar sem liggur utan við rúm og tíma og sem eg þekti, en hafði gleymt — gleymt fyrir löngu. Mér var fullljóst að þessi vera var ekki af holdi og blóði, en samt streymdi til mín frá henni og heimi hennar mildi og ró. Eg hef einu sinni séð svip- inn á liryggu barni, þegar móðir þess, er hafði verið f jarverandi, kom og tók það í faðm sinn. Þannig var þetta líka; eg fann nærveru einhvers er eg liafði saknað — og sakna ávalt. Svo gekk eg nær, eg ætlaði að snerta veruna hvítu og tala til liennar. Hún beið mín og það var engin svipbreyting sjáanleg á andliti hennar; en þegar eg rétti út hendina, var hún liorfin. Eg fann að hún var enn nálæg, liún var í kyrðinni og tunglskini þessarar undarlegu nætur. En augnabliki síðar var auðn i kringum mig, framandi veröld; það var eins og hún hefði numið á brott með sér sál lilutanna. Það hafði verið ákveðið að eg færi einhvern næstu daga en eg gleymdi því. Eg dvaldi enn í sveitinni nolckrar vikur. Á hverju kvöldi laust fyrir mið- nætti gekk eg ofan á tjarnar- hakkann þar sem kirkjan hafði staðið, og hið sama endurtólc sig: Hún kom út úr skugga klettanna, hinumegin við tjörn- ina, nam staðar við litla gras- gróna blettinn og beið mín þar. Eg gekk til móts við hana, sama veg og fyrsta kvöldið; nú fann eg ekki lengur til ótta, eg þráði hana, mér leiddist birtan og sól- skinið og eg taldi stundir dagsins sem færðumignærnó ttunni. Mér var Ijóst að eg mátti ekki snerta hana og reyndi ekki oftar til þess, eg nam staðar nokkur skref frá henni, svo horfðumst við í augu fáein augnablik. Aldr- ei mun eg gleyma þeim stund- um; það var eins og að mæta á ný fegurð heims sem við höfum gleymt, sem okkur getur aðeins dreymt um. Fyrstu þrjú skiftin beið hún mín altaf í sömu stellingum, eins og þeim sem eg hef lýst áð- ur. En f jórða kvöldið lyfti hún hægri hönd sinni, — liægt og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.