Vísir Sunnudagsblað - 14.07.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 14.07.1940, Blaðsíða 8
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ VITIÐ ÞÉR —- að franskur marskálkur, Jean Bretonnier að nafni, á 800.000 tinhermenn sem hann leikur sér að í frístundum sín- um, og að þetta er stærsta slíkt safn sem til er í heimi ? — að franska rikið á einnig tinhermannasafn, en að i því eru ekki nema 40.000 her- menn, og að þeim er stilt upp í þeirri röð, sem álitið er að her- irnir lijá Waterloo liafi staðið, þegar hinn örlagaþrungi dagur Napoleons mikla rann upp? — að í Tangajika er fangelsi sem 160 hættulegustu afbrota- menn landsins eru geymdir í, að það er án múrveggja i kring, án rimla fyrir gluggum og án ram- gerðra fangaklefa, — að dyrnar eru svo fúnar og gamlar, að sér- staka aðgæslu þarf við þegar þeim er Iokað, og að þó hefir ekki einum einasta fanga tekist að sleppa þaðari ennþá? • Fyrir rúmlega 30 árum var ungur stúdent að skoða Napó- leonsalinn í Invalidessafninu í París. Hvarvetna gat að líta muni: vopn og klæðnaði frá ýmsum tímum úr sögu Fralck- lands, en það sem vakti sérstaka athygli hins unga stúdents var þrístrendur hattur sem lá á einu borðinu. „Nr. 781, hattur Napó- leons, sá er hann l)ai‘ í orustunni við Wagram“. Þannig hljóðaði skýringin, sem fest var með teiknibólum við borðröndina. Stúdentinn sá ekki nema einn og einn vörð á stangli, flesta dottandi í sætum sínum, og hann gat ekki að því gert, að hann fyltist heilagri vandlætingu yfir þessu afskiftaleysi varðanna, sem höfðu ekki svo mikið sem augameð jafn dýrmætnm hlut og hatti Napóleons mikla. Honum fanst hann hafa uppgötvað þann beiska sannleika, sem alþjóð yrði að gera kunnugt, að fransk- ar þjóðminjar væru alls ekki undir fullnægjandi gæslu. Og til að sanna þetta svart á livítu, datt honum snjallræði í hug, svo engum mótbárum væri hægt að hreyfa. Hann leit vandlega í kring Um sig, sá að öllu var ó- liætt og greip djarflega til hattar Napoleons mikla. Þessi mynd er ekki nor'öan frá Lapplandi,held- ur austan úr Þingvallasveit, þar sem Matt- hías Einarsson læknir hefir hreindýr sín. Þar eru fjórir vetrungar og nokkurir hrein- kálfar, og virö- ist sem þau kunni þar hið besta við sig. Hvílik fífldirfska! Hvílíkt lieimssögulegt æfintýri, að ganga gegnum götur Parísar- borgar með hlut falinn undir yfirhöfninni sem sjálfur Napo- leon keisari hafði átt og borið á þýðingarmestu augnablikum lífs síns! Hjartað barðist ört í brjósti hins unga stúdents og honum fanst hann liafa heimt sjálfan sig úr Iielju þegar hann loks komst heim í herbergið sitt og gat falið hinn dýrmæta grip niðri i skríninu sínu. Hvílika at- hygli myndi það ekki vekja um gjörvallan heim þegar liann færi að lýsa því hvernig hann hefði tekið hattinn, hvernig hann hefði falið hann undir yfirhöfn- inni sinni og hvernig hann hefði komist framhjá öllum safnvörð- unum! Og þetta áþreifanlega dæmi myndi sanna betur en nokkur hlutur annar, hve geymslu franskra þjóðminja og dýrmæta væri ábótavant. .011 þjóðin myndi standa á öndinni af undrun og aðdáun, og hann, stúdentinn, yrði í einni svipan lieimsfrægur maður. Og svo beið hann svefnlaus og í ólýsanlegri eftirvæntingu eftir fnásögn morgunhlaðanna um hinn fífldjarfa þjófnað í Invalidessafninu i París. Hann sá í anda risastórar fyrirsagnir á fremstu síðum blaðanna: „0- þelctur þjófur stelur hatti Napo- leons mikla úr Musée des Inval- ides! Óbætanlegt tjón fyrir frönsku þjóðina! Gæsla þjóð- minjanna með öllu ófullnægj- andi! Þetta verður að breytast!“ Morgunblöðiii komu út og stúdentinn reif þau í sig livert á fætur öðru með sjúklegri á- fergju. En ekki eilt einasta þeirra mintist stöku orði á liina fífldjörfu dáð hans né á hvarf hattar Napoleons mikla. Dauða- þögn hvíldi um hinn mikla at- burð. Það var því líkast sem hattur Napóelons keisara væri ekki meira virði en skemd næpa, sem hefði týnst einliversstaðar úr poka hjá bónda nppi i sveit. Bugaður á lílcama og sál, fór stúdentinn á Invalidessafnið til að sjá hvernig autt borðið liti út og hvernig umhorfs væri í Napo- leonssafninu. En borðið var ekki autt. Á því stóð þrístrendur hatt- ur, nákvæmlega sömu gerðar, og gjörsamlega óþekkjanlegur frá hattinum sem stúdentinn tók daginn áður. Undir hattinum stóð miði, festur við borðröndina með teiknibólum, og á liana var letrað: „Nr. 781, hattur Napó- Ieons, sá er hann bar í orustunni við Wagram“. Það var gott, að safnvörður- inn dottaði, því annars hefði hann ef til vill grunað hinn for- vitnislega áhorfanda umgræsku. Samdægurs sendi stúdentinn safngrip nr. 781, hatt Napóleons rnilda, er hann liafði borið i or- ustunni við Wagram, til baka í pósti, sem sýnisliorn án verðs. Maðurinn sem framdi þetta prakkarastrik lieitir G. De La Fouchardiére og er nú þelct kýmniskáld í Frakklandi. • I fyrra fanst rekin flaska i námunda við japönslcu höfnina Hiratatomura, og í flöskunni fanst máð, skemt og lítt læsilegt skjal, sem gaf þó til kynna, að það hafði verið skrifað árið 1784, eða fyrir rúmlega 150 ár- um, og að það hafði verið á reki í sjónum í öll þessi ár. Þetta ár — 1784 — lögðu 15 japanskir sjómenn úr höfn i leit að fjársjóði einhversstaðar á lítilli eyju í Kyrrahafinu. Þessir menn komu aldrei aftur, en saga þeirra var skráð á hið máða blað sem rak i fyrra hjá Hiratatom- ura. Og þótt blaðið væri ill-læsi- legt, varð þó komist að raun um, að skip sjómannanna fimtán liafði strandað á lítilli eyðiey, og þar dóu mennimir hver á fætur öðrum úr hungri. Sá síðasti, sem lifði, skráði harmleik þeirra fé- laga á blað og með síðustu lífs- kröftunum stakk liann bréfinu inn í tóma flösku, lakkaði yfir hana og lét hana detta í liafið. © í októbermánuði síðastliðn- um var alþjóðaþing dverga liaklið í sambandi við heimssýn- inguna í New York. Á þinginu voru mörg mál tek- in til meðferðar og bornar fram ýmsar kröfur, meðal annars þessar: — að dvergum sé bannað að kvænast fólki í fullri stærð, — að dvergar séu látnir sitja fyrir allri atvinnu sem þeir geti leyst af hendi samhærilega við annað fólk, — að dvergar borgi aðeins hálf fargjöld með öllum farar- tækjum, — að dvergar borgi aðeins hálft verð að öllum samkomum og sýningum, —- að sérstökum sjúkra- og elliheimilum verði komið upp fyrir dverga í öllum löndum, en auk þess sérstakri. dvergamið- stöð, sem annist öll vandamál dverga. Og verði hún reist í Budapest. • í þorpi einu rétt hjá Versöl- um í Frakklandi hringdi bruna- klukkan. Það hafði kviknað ein- liversstaðar í, en vegna þess að slökkviliðsstjórinn sjálfur var að spila á spil á einni veitinga- knæpunni í þorpinu og var í allmiklum gróða, liélt hann að það væri ekki nauðsvnlegt að hann færi á stúfana — hinir niyndu nægja. En þegar lionum fór að lengja eftir brunaliðinu til baka, fór skylduræknin að gera vart við sig lijá slökkviliðsstjóranum. Hann fór á kreik, og varð ekki lítið undi-andi er hann varð þess áskynja, að liúsið sem var að brenna, var hans eigið hús. Áður en stríðið braust út s. 1. sumar, höfðu Englendingar komið sér upp neðanjarðar byrgjum, sprengjuheldum, fyrir fjárforða sinn, dýrmæt skjöl og listaverk. Hafði enska stjórnin keyþt allmörg hús utan við Lon- don, steypt í þaU sprengjuhelda kjallara og þar stóðu þeir tilbún- ir er ófriðurinn braust út. Að þeim stærstu þessara kjallara liöfðu verið lagðar járnbrautir, svo fljótlegra væri að koma mununum í geymsluna þegar nauðsyn krefðist. Fyrir krúnu- djásnin bresku hefir og verið bygður sérstakur ramger kjall- ari, gersamlega sprengjuheldur.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.