Vísir Sunnudagsblað - 21.07.1940, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 21.07.1940, Page 1
KALDAR NÆTUR £$tiA 'pétuA 'Jómjan þuí StöJclcum. Guðmundur Pétursson, sem bjó rausnarbúi í ófeigsfirði í Árness- hreppi nær 60 árum og hafði keypt mikinn hluta þeirrar ágætu hlunnindajarðar, var fæddur að Dröngum í sama hreppi á Þrett- ánda árið 1853. Byrjar hann hákarlaformensku um tvítugsaldur og gjörist bóndi í ófeigsfirði (árið 1874?). Lætur smíða teinæringinn Ófeig veturinn 1874—’75- Hættir hákarlaveiðum 61 árs gamall. Deyr í maí 1934, þá á öðrum yfir áttrætt. Síðustu árin var hann blindur, og sagnir eru um það, að eftir að Guðmundur misti sjónina hafi hann tíðum gengið til sjávar og farið höndum um ófeig, og þá tíðum látið þau orð falla, að ætíð hafi hann unað sér best á ófeigi sínum. — Hér skal nú sagt frá þrem síðustu leguferðum Guðmxmdar. Veturinn 1914—15 hafði Guðmundur bóndi Pétursson í Ófeigsfirði ráðið sér háseta lil leguferða næsta vor á teinær- ing sinn Ófe'ig, sem hann liafði þá haldið árlega úti til hákarla- veiða undanfarin 40 ár, eður frá því árið 1875. Það ár lét Guðmundur smíða skipið; var það skömmu eftir að hann hyrjaði húskap í Ófeigsfirði. Jafnan hafði Guðmundur verið vanur að hafa 10 menn á Ófeigi í leguferðir. Svo skyldi og vera þetta vor. Þeir, sem þá voru ráðnir, auk sjálfs lians, voru þessir: Pétur og Guð- mundur, synir Guðmundar Pét- urssonar, Elías Guðmundsson fóstursonur lians og Guðbrand- ur Björnsson tengdasonur hans. Þessir 5 voru allir heimamenn í Ófeigsfirði. Eiríkur Guðmunds- son frá Dröngum, bróðursonur Guðmundar Péturssonar, Jó- hannes Magnússon og Guðjón Magnússon, báðir frá Dranga- vík, Halldór Jónsson frá Mun- aðarnesi og Guðjón Jónsson frá Seljanesi. Á umræddu vori, einn góðan veðurdag snemma í aprilmán- uði, sendi Guðmundur orð til umræddra manna þeirra, er ut- an heimilis voru, að koma hinn sama dag, því að hann hefði í liyggju að fara í leguferð na'sta dag. Mennirnir hrugðu þegar við og bjuggust í snatri, en átlu sumir alllangt til að sækja, einkum sá frá Dröngum. Náðu þeir þó flestir í Ófeigsfjörð síðla samdægurs, en þó svo snemma, að þeir komu Ófeigi á flot þá um kvöldið. Næsta morgun var tekið að húast í leguferð, var því ekki lokið fyr en síðla dags. Fréttist þá, að Magnús Hanni- halsson, sein var formaður í vélarþiljuhát þeim, er Ingólfur liét, og þá gekk til hákarlaveiða frá Norðurfirði, hefði daginn áður komið inn með 50 tunnur lifrar. Eftir því sem á daginn leið, spiltist veðurútlitið og loftvog- in féll. Var þó haldið af stað, og lent á Seljanesi, er það milli Ófeigsfjarðar og Ingólfsfjarðar. Var tekinn þar einn hásetinn, Guðjón Jónsson. Annar háseti var tekinn á Munaðarnesi, var það Ilalldór Jónsson. Munaðar- nes er sunnan megin Ingólfs- fjarðar. Þótt útlitið væri þá all- ískyggilegt, vildi Guðmundur elcki liætla við ferðina, með- fram vegna þess, sem fréttst hafði af Magnúsi. Var svo lagt af stað um kvöldið og siglt út og norður á flóa í suðvestan rosaveðri og lagst þar. Veður fór sífelt versnandi. Nokkuð varð þó liákarls vart, svo að þeir fengu um nóttina og fram á næsta dag nær 5 tunnum Mfr- ar. Var þá orðið svo hvast, að færi urðu ekki höfð úti. Aldrei slíku vant, var þá öll skipshöfn- in meira og minna sjóveik, að undanteknum formanninum; hann kendi sér einskis meins. Hann lagði sig þá til hvíldar um stund, en bað menn sina að láta sig vita, ef veður breyttist. Eftir nokkra stund tóku menn eftir því, að sjólagið breyttist einkennilega og snögglega, en dimmviðri var, svo að ekki sá til fjalla. Var áttavitinn þá at- hugaður; sást þá að vindur var alt í einu genginn til norðurs. Guðmundur var þá vakinn. Skijiaði liann að létta þegar i stað, og var svo gert. En er því var lokið, var komið aftaka norðan veður með stórsjó og grimdar frosti. Voru þá undin upp segl og leitað lands. Skipið hafði seglfestu, svo að hvorki var of né van með hleðslu. Er hyrjað var að sigla stýrði Guð- mundur sjálfur, en gafst hráð- lega upþ, því að Ófeigur var ærið stjórnrammur, en Guð- mundur þá aMmjög farinn að tapa þrótti, sem ekki var að undra, maður þá kominn á sjö- tugsaldur. Pétur sonur lians tók þá við stjóminni og fórst hún prýðilega, því að bæði var hann burðamaður og bráðlaginn; hafði enda oft verið formaður í leguferðum, og viðarflutning- um auslur yfir flóa í forföllum föður síns. í þetla sinn var liann þó engu betur haldinn af sjó- veiki en aðrir skipverjar. Sjálf- ur var Guðmundur til og frá innan um skipið til eftirlits. Guðmundur var jafnan van- ur að hafa með sér eina eður tvær lýsisbaujur (kúta) í hverja leguferð, til að lægja með hrot- sjóa, ef þörf væri. Svo var og í þetta sinn. Lét hann nú einn manna sinna tappa lýsi í sjóinn, er mest nauðsyn þótti á vera. Einnig lét hann láta marða lif- ur í fjóra poka, og festi þá ut- anborðs, tvo hvoru megin skips- ins. Lifur þá, sem var í lifrar- kassanum, lét hann troða, þar sem hún var, svo að lienni yrði kastað út smátt og smátt ef lýs- ið þryti. Allmikill hafísmulningur var þar á reki, sem orðið gat að slysi, ef skip á siglingu rakst á jaka. Lét Guðmundur því einn manna sinna, þann, sem hann taldi liafa glegsta sjón, altaf vera fram á, til að líta eftir jök- um, en allilt er að þekkja smá- jaka frá hrotsjó í nokkurri fjarlægð. Stafnbúi sá var ungur og ódeigur. Hann var náfrændi Guðmundar. Eitt sinn, er Guð- mundur kom fram í , segir pjlturinn: „Nú er gaman að sigla, Guðmundur.“ Guðmund- ur ansaði, og sló þéttingsfast á öxl frænda síns: „Erlu vitlaus, strákur; er gaman að þessum hölvuðum aftökum.“ í sambandi við þessi orða- skifti þeirra frænda, má geta þess, að er þeir voru á fráleið í leguna, sagði sami pillur: „Eg vildi nú, að við fengjum dug- legt leiði í land, svo að eg fengi reinæringurinn Ófeigur er enn við lýði í Ófeigsfirði. Hann er nú aldrei seltur á flot, Mtur þó út fyrir að liann muni enn vera sjófær, svo vel hefir lionum verið haldið við alt til þessa.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.