Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Side 1

Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Side 1
1040 Sunnudaginn 28. jiilí 30. blad GUÐMUNDUR FR1ÐJÓNSS0N: KRISTUR ANDSPÆNIS SKÁLDI Halldór Kiljan segir í bók sinni: „Dagleið á fjöllum“, að Kristur sé ekki söguleg persóna, þ. e. a. s., að sögulegum sann- indum sé eigi til að dreifa um það, að Kristur hafi í raun og veru verið til. „Margir hafa þat áður mælt“, sagði Snorri goði, „ok m,un ég eigi af því reiðast.“ Brandes hefir t. d. ritað bók til að hnekkja Kristi svo sem sann- sögulegri staðreynd. Renang, franskur spekingur, segir í sinni heimskunnu hók um Krist, að það sé nær sanni, að lærisveinar Krists hafi smækkað Meistarann, en hitt, að þeir hafi stækkað hann eða skapað. Hvað sem því líður, er enn deilt um það, hver Kristur í fyrndinni var og sú deila er ekki til lykta leidd og mun seint verða á enda kljáð. Því er nú betur. Meðan skoðanir mann- anna skiftast um persónu Krists, lifir hann á vörum mannanna og í hjörtum þeirra. Þegar svo er komið, að eitt málefni eða annað er gersam- lega samþykt, fellur það niður í þagnargildi og verður svo að segja mosavaxið. Ef svo fer, að Kristur verð- ur minkaður niður í blátt-á- fram áhugamann — fari svo, að allsherjarálit geri hann að- eins að góðu barni eins tíma, mun jólahelgin smám saman verða að engu. Hátíðin sú er að vísu orðin mest megnis matar- og drykkjarhóf, eða réttara sagt óhóf. En þó er hún hjúp- uð í helgiblæju, fagurlega á að sjá, meðan hugsað er til og horft er á jötubarnið með meiri lotningu en önnur mannanna börn. Jafnvel stórsyndug skáld krjúpa við þessa jötu og færa sveininum lofkvæði, sem er þannig gert, að jötusveininum er gert hærra undir höfði en öllum öðrum börnum heims- kringlunnar. önnur skáld liafa staðið við jötuna með efasvip á andliti og lieimsspeki í lijarta. Það, eða því um líkt, mætti segja um skáldspekinginn St. G. St. Hann hefir gert jólakvæði um Krist, sem þannig byrjar: Svo lítil frétt var fæðing lians í fjárhúsjötu hirðingjans, að dag og ártal enginn reit. Um aldur lians ei nokkur veit. Eg ætla að gera þetta kvæði að uppistöðu þessa erindis. Sjálfur mun eg leggja til ívafið. Er það þá rétt, að þessi frétt væri svona lílil? Það er ávalt lílil frétt, að barn fæðist, nema þegar ríkiserfingj- ar lcoma í heiminn. Þá er blás- ið í hljóðpípur og jafnvel lúðra. Fæðing barns er mikil frétt eða litil, eftir því sem gripið er í strenginn. Fæðing St. G. var lít- il frétt í fyrstu. Hann fæddisl í jötu, svo að segja. Engan ór- aði fyrir þvi, að þar væri stór- skáld reifað. En móðir og fóstra fóru með sveininn svo vel, sem þar á ylti hamingju mannkynsins, að hann lifði og yxi dagvöxtum. Ef eigi væri þó kirkjubókum lil að dreifa, mundi svo liafa farið, að óvin- gjarnlegur efi hefði getað fitj- að upp á trýnið, glott í kamp- inn og sagt, með sjálfbyrgings- legri áherslu: Svo litil frétt var fæðing hans i fjárlnisjötu smábóndans, að dag og ártal enginn reit, um aldur hans ei nokkur veit. St. G. St. segir ennfremur um Krist: Hann alla sína fræðslu fékk á fátæklingsins skólabekk. En sveit lians veitti sína gjöf, þar sérhver liæð var spámannsgröf. Þessi vísa gæti verið efni eða uppistaða í langa ræðu. Hér verður nú farið skjótt yfir bæði skólabekk fátæklingsins og grafir spámanna. Það gæti leikið á tveim tung- um, hvort skólabekkur Krists var fátæklegur eða eigi. Hann sat ungur meðal lærifeðra. Og þó að mannkostir þeirra orki tvímælLs, verður það eigi vé- fengt, að þeir karlar voru drjúgum vitibornir menn. Orðs- kviðir Salómons eru til marks um skynsemi þeirra og lífs- reynslu. Mannsandinn er ekki nú vitandi vits fram yfir það, sem hann var þá í ýmsum lönd- um. Skólabekkur fátæks barns er æ og æfinlega staðbundinn, eftir því, sem vér gerum oss í hugarlund. Það er alt í óvissu, livað Iíristur hefir haft fyrir stafni fram að þrítugu. Hann getur hafa setið að fótum vitr- inga í ýmsum áttum og drukk- ið af spekibrunnum bæði Mim- is og Kvasis og úr Urðar- brunni; þar að auki úr smám uppsprettulindum fólksins, sem sífelt eru tærar lindir. Dæmi- sögur Krists sýna, að hann lief- ir hæði klifið hæðir og gengið láglendi lífsins, eigin fótum. Hæðir spámanna voru meðal þeirra hæða, sem Kristi voru kunnar. Klettafjallaskáldið segir, að þær hæðir liafi verið gerðar úr steinum, sem heimska mann- anna kastaði að spámönnunum. Þetla er tilkomumikill og rausnarlegur skáldskapur og sver sig í ætt stórskálds, sem sjálft liefir orðið fyrir mis- skilningi, hornaugum og hatri náunga sinna. Það er lítil hót í máli, að syn- irnir, niðjarnir, lilaða bauta- steina á gröfum spámannanna, sem feðurnir og afarnir grýttu til bana. En þetta hvorttveggja er að vísu efni í stórkvæði. St. G. St. segir í öðru kvæði um kenningakerfimál Krists: Það var ekki einstakt neitt, aðrir mæltu svipað. Það mat fer meðal annars eftir þvi, hvort vér köstum Jó- hannesar guðspjalli fyrir ofur- borð eða föllumst á, að það hermi orð Krists, eða það er talinn skáldskapur, hugarburð- ur. — St. G. St. heldur áfram: Hann skildi glögt hvað gengi að, að guðræknin ei fremst var það, né smædd og örbyrgð ættarlan’s og ekki kúgun Rómverjans. Hann sá, að eigin elskan blind var aldarfarsins stærsta synd. Sannindi þessara orða verða als eigi véfengd. Kenning Krists um þjónslundina, fórnfýsina, náungakærleikann ber vitni um skilning hans á þeirri nauðsyn, að yfirstíga eigingirni og valda- græðgi. Allar styrjaldir stafa af eigingirni og valdagræðgi og ágirnd. Öll heiftúð í mannheimi hef- ir fæðst og vaxið og viðháldist vegna þess, að friðarhöfðing- inn er fyrir borð borinn, sá sem fæddist fyrir 1900 árum. Spá- mansauga Krists sá það, að ilska mannanna vildi eigi beygja hálsinn, eða hné sin til að þvo fætur bræðra og systra. Þetta stærilæti fylgir jafnt svo- kölluðum jafnaðarmönnum sem stórbokkum, játendum kristindóms, sem heiðnum ■ mönnum. Það er hverju orði sannara, að einskisvert er að lirópa: herra, herra, en gera alls ekki guðsvilja. Það er sann- reynd, að menn, sem komast til valda með því móti, að látast vera mannúðarmenn, verða í reyndinni engu betri fólkinu en

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.