Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ hinir, sein bornir eru til liósæt- ismetorða. En þó að það sé ját- að, að Kristur vildi bæta úr mánnfélagsmeinum, má ekki gleyma því, að bans ríki var að mestu leyti í þeirri álfu, sem er handan við veldið, sem hag- skýrslur og verðlagsskrár ná yfir. Vera má, að su álfa sé ver- öld skáldskapar og drauma. En hvers virði væri lífið, ef drauma nyti eigi, né þeirrar fegurðar, sem felst í skáldskap og fögr- um listum? Það spakmæli er þó enn í fullu gildi: að maður- inn lifir ekki á einu saman brauði. — ekki því lífi, sem heitið getur lif. Spakmælið er í gildi á hátíðum og tyllidögum, a. m. k. þá. St. G. bætir þessu við, um um bróðurinn, sem undirokar náunga sinn: Sem grimd og lymsku lengst til ver, að láta aðra þjóna sér. Sú yfirdrotnan er sú hin sama, eða þvílík, sem uppi var á bugi fyrir 19. öldum. Svokall- að lýðræði er tæplega til — nema á pappír og 4 munni þeirra gapuxa, sem málefna- froðu bera á vörunum, sjálfum sér til stundlegra hagsmuna og upphefðar. Það skiftir litlu, hvort þeir heita Pétur eða Páll, eða hvaða flokksheiti þeir bera, úr því að þeir liafa komið ár sinni fyrir borð þannig, að á þeim sannast það, sem St. G. segir í einu kvæði, að „hugstola mannfjölda vitsmuni og vild er vilt unx og stjórnað af fám, þar liggur örbirgð á knjám,“ segir skáldið. Mannssonurinn eða þá guðssonurinn kendi: Ifann kendi að mannást, heit og brein til himins væri leiðin ein. Guðspjöllin nefna einnig barnslega trú, efalausa, ein- læga. Sú einfalda kenning hefir átt örðuga leið að bjarta og höfði mannsskepnunnar, og á enn. Það er að vísu óútkljáð manna meðal, i hverju mannástin er fólgin. Sumir kalla mollukenda meinleysu því nafni — mein- leysu, sem svo er skaplaus, að hún getur ekki barið í borð, né sagt ákveðið nei. Sú mannást er varla betur æltuð en svo, að hún kynni að mega kallast hálfsystir kærleikans. Eristur gat litast um með reiðisvip og baft svipu á lofli, þegar hon- um bauð svo við að liorfa, að reka réttar guðs. Nú hefir svo gengið langa hríð, sem kurin- ugt er, að jafnvel kirkja og kennimenn liafa látið undan síga, um ár og aldir, fyrir höfð- ingja þessa heims, vegna mein- leysis eða einurðarskorts. — Vegna þess flóita er ákæran i næstu vísu sannmæli, sém stefnir á harðsvírana: Og bókstafsþræl og kreddu- klerk hann kærði fyrir myrkraverk, sem þrá ei ljós né andans auð, en yfirráð og stærra brauð. Þessi ákæra stefnir fyrst og fremst á kennidóm Gyðinga, þann sem stóð andspænis Kristi. En undir niðri er selbiti gefinn klerkdómi allra alda, sem verið hefir gráðugur í mat og fé og ásælinn til valda. St. G. hefir opin eyru og augu fyrir yfirburðum Krists, þó að hann telji liann einungis spá- mann, sú aðdáun felst m. a. í þessum 1 j óðlínum: Því bugi fangar háleit sál, þó liljómi rödd sem dulinsmál. Það er goít og blessað og æskilegt þegar svo tekst til, að háleit sál fangar liugi. Hitt er hönnulegt og veldur þjóðaböli, sem oft vill verða, að loddara- sálir fanga hugi fjölda manris og fara með þá eins og for- maður báts handleikur þorska, þegar hann seilar þá aftan í bát. Slikir aftaníossar heitar á sæmilegri íslensku taglhnýting- ar og bera nafn af lestahestum, sein tengdir voru i taglið hver á öðrum, meðan lestaferðir voru við lýði. Slik auðsveipni manna stafar af meinleysi eða þá vanvisku — nema hvoru tveggja sé til að dreifa. Ein- staklingseðlið virðist vera í hnignun, siðan félagslund færð- ist í aukaria. En það var einstak- lingseðlið, sem gerði Islendinga, t. d. á söguöld, að miklum mönnum í orði og verki. Sú menning, sem lætur einstakling svo að segja hjaðna niður, eða hverfa inn í hópsálina, er mein- gölluð menning eða ómenning. Þó að almenn mentun, svoköll- uð, þ. e. a. s. þekking færi út kvíarnar og mati sálirnar svo að segja á mjólk og hunangi, gengur svo og gerist á almanna- færinu, að ófyrirleitnir menn og misendis jarðvöðlar ná tang- arhaldi á almenningi og liafa hann á valdi sínu bæði á þjóð- málasviðinu og á víðavangi trú- arbragðanna. Skrumarar og skjallarar seila sálirnar og draga þær á eftir sér upp eða niður í þaralátur. Trúgirni manna og nýjungagirni lætur telja sér trú um, að hér og þar sé leiðtogi á næstu grösum, sem bæta muni vistina á jarðríki og opna kunni fyrir þá himna- riki. Ástæðan til þessarar undir- gefni og dekurs, er að vísu auð- skilin. Þorri manna nennir ekki að hugsa fyrir sig og hefir þess vegna litla eða enga sjálfstæða skoðun. Gáfur einstaklinganna eru að vonum takmarkaðar. Allir hafa eitthvert vit, sagði gamall nágranni minn, sem þótti vera sérvitur. En hvað sem því líður: engum er alt gefið. St. G. St. harmar það, hve sljóvir áheyrendur meistarans voru og fráhverfir honum, sum- ir af óvisku, aðrir af þjóðremb- ingi. Hve áhrifalaust orð hans lá á anda lýðs, hann glöggvast sá, er gagnstætt allri hugsun hans liann hylla vildi konung lands. Og þó liafði hann sagt ský- laust: að sitt ríki væri ekki af þessurn heimi og að hann hefði ekkert saman að sælda við höfð- ingja þessa heims. Að svo mæltu liggur leið St. G. St. út að krossirium — þó aðra leið gangi en Hallgrímur Pétursson. Að geta’ ei friðað bræðra böl varð beiskjan í hans dauða kvöl — af slíkri ást og andans þrá hvað áhrifin þau virtust smá. Þ. e. a. s. niðurstaða kenn- inga hans og lífernis, sem fórn- aði sjálfum sér i orði og verki — hún varð næsta lítil. Skáldið segir ennfremur: „Að geta ei læknað bræðra böl, var beiskja i hans dauða kvöl.“ Þegar að krossinum kem,ur fer málið að vandast. St. G. er stórskáld, en trúir ekki á ódauðleik sálarinnar. Hallgrímur Pétursson er einnig stórskáld, en liann trú- ir á annað líf. Svo óvíst sem margt er um Krist, er það víst, að hann trúði á eilíft líf. Vera má, að hann hafi haft þekking á því, sem stóð jafnfætis trúnni. GLEYMDI BEYGJUNNI. — Myndin hér að ofan er af hraðlest milli Chicago og New York, sem hljóp af teinunum fyrir skömmu. 250 farþegar voru með lestinni og voru margir í fasta svefni, er slysið varð. Þrjátíu biðu bana, en 100 særðust.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.