Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 í þyrnirunnanum. ___________Æf intýri_ Hann kom til mín eins og gestur, — maðurinn, — sem mér hefir þótt mest um vert af öllum, sem eg hefi hitt á lifs- leiðinni. Hann kom til mín ó- vænt og óboðinn. Og þegar hann kom inn ur dyrunum, sá eg ekki að hann væri annað en óbreyttur ferðamaður. Og elcki gafst mér neinn kostur á að vita, hvaðan hann kom eða hvert hann fór. Hann kom þeg- ar hallir vona minna voru lirundar í rústir og heimurinn hafði snúið við mér bakinu. — Hann kom þegar skuggi örlag- anna hafði læst sig um lif mitt, eins og vetrarnótt um vegfar- anda. Eg man ennþá handtakið hans, man livernig áhrif þess læstu sig inn í insta djúp hjarta míns. Og þegar rödd hans hljómaði í eyrum mér, heyrði eg að liún var þrungin af un- aðslegum töfrum. Eg fann, að augu lians hvildu á mér, en eg laut höfði, til þess að hann læsi ekki hugsanir hjarta míns i andliti mínu. En svo fann eg að sál mín var fyrir honum eins og opin bók, og eg vissi, að hann las þar sögu þjáninga minna. En eg fann jafnframt, að hann mundi ekki snúa við mér bakinu, á sama hátt og all- ir aðrir. Og þá var hann í aug- um mínum stærri og meiri en allir þeir, sem eg hafði áður kynst. —- Og þegar eg leit upp, sá eg í augu hans, -— mild og ástúðleg, — eins og geisla upp- rennandi sólar. Það varð löng þögn, en þögn- in í návist hans ómaði í eyrum mér eins og undurfagurt sönglag. — Þá var það að dagsbrún bjartra hugsana ljóm- aði í sál xninni á ný — og rak náttmyrkrið á flótta. Og aftur- eldingin færði mér nýtt líf og nýjar vonir. Rödd gestsins ómaði í eyrum mér: „Friður sé með yður“, mælti hann hægt og liljóðlátlega. En eg laut höfði og var ekld þess megnug að mæla. — Og eg fann að orð lians höfðu sefandi áhrif á ólguna í sál minni. Það var eins og stormurinn og öldu- rótið hefðu lilýtt þar einhverri voldugri röddu. „Þér hafið gengið með Móse í þyrnirunninum“, hélt gestur- inn áfram. — Orð hans vöktu undrun mína, og eg hafði þau ósjálfrátt yfir: „Gengið með Móse í þyrni- runninum.“ Eg leit upp og sá að unaðs- legt samúðarbros lék um varir hans. Sagan um köllun Móse fór eins og leiftur um huga minn. Eg horfði spyrjandi í brosmild augu gestsins. „Systir“, sagði hann svo. „Eg hefi liorft með yður í liinn log- andi þyrnirunn. Eg hefi séð liann í augum yðar. Eg fann, að orð hans voru líkingamál, og þau urðu mér eins og opnar dyr, sem eg gat gengið um, inn í leyndardóm hins innra lifs. Eg dró skó mína af fótum mér og sté inn í helgi- dóminn. Eg dvaldi með Móse í anda í þyrnirunninum, og lilustaði hrifin og undrandi á röddina, sem kallaði liann til fórnandi þjónustu i þarfir þjóðar sinn- ar. Og eg óskaði og þráði að sú rödd fengi mér verkefni að vinna. Eg hlustaði full eftir- væntingar, hlustaði af allri sál minni. Máske hefi eg lilustað eitt augnablik, en það hefðu eins vel getað verið margar klukkustundir. En svo ómaði mér úr heimi þagnarinnar þessi undarlegu orð: — Anda þú ástúð þinni út yfir lifið í allar áttir. Og jafn- vel sjálfir örlagavaldarnir munu breiða klæði sín á vegu þína. Eg varð þess nú áskynja, að eg var stödd á liárri andlegri sjónarhæð, og við mér blasti voldugt útsýni. Eg fann ástúð- ina fylla sál mina, og vissi að eg var þess megnug að varpa henni frá mér yfir alt og alla. Eg var hrifin og fagnandi, því eg var eitt með alheimssálinni. ■— Sál mín var þar eins og dropi í hafinu. En svo ómaði röddin í eyra mér á ný: „Breið þú klæði þín á vegu annara, og lífið m,un skrýða þig konungsskrúða. Orðin bergmáluðu í hugar- heimi mínum, — voldug og sterk, — eins og brimniður út- hafsins við ströndina. Eg stóð á nýrri sjónarhæð. Og lierskarar kynslóðanna birt- ust mér í allri fjölbreytni sinni, frá þjóðhöfðingjum og vald- höfum til hinna smæstu meðal smælingjanna. Og í insta djúpi liverrar sálar sá eg Guðsbarn- ið í öllum mikilleik sínum. Eg sá þar konungstign guðlegs ætternis, sá hana hjúpaða van- þroska og veikleika, sá hana, sem framtiðartakmark í fyll- ingu tímans. Og eg tók skikkju mína og hreiddi hana á veg þess, er næstur mér var. — Eg liarmaði þá, að eiga einungis eina skikkju. En eg vissi, að mér mundu veitast gnægtir til þess að verða köllun minni trú. En á sömu stundu var eg stiginn niður af fjallstindi æðri vitundar. Hversdagslífið blasti við mér á ný. — En það birtist mér nú í öðru ljósi en áður. •— Atburðurinn hafði gefið mér nýtt viðhorf, nýjan skilning og nýtt markmið. Mér var ljósara nú en nokk- uru sinni áður hversu mikinn skugga lagði yfir lífið frá eigin- girni, liatri og sundrung, og hversu mikil breyting mundi verða, ef máttur Ijóssins næði yfirhöndinni. En nú varð mér litið á manninn, sem hjá mér stóð, — gestinn, — sem eg mat nú svo mikils. Og eg bað hann afsökunar á því, að liafa ekki boðið honum sæti. Eg bætti úr þeirri vangá og hann tók boði mínu ljúf- manníega. Yið ræddumst við nokkura stund, og eg fram- reiddi fáeina ávexti — hið eina, sem eg átti til — og við neytt- um þess bæði. Að stundu liðinni kvaddi hann og fór. — Eg liorfði á eft- ir honum út úr dyrunum, og eg starði á stólinn, sem hann liafði setið á, og gólfið, sem fætur hans höfðu snert. En síðan hefi eg ekki séð hann í holdinu, en í andanum hefi eg setið til borðs með hon- um og neytt með honum and- legra ávaxta. — Og eg hefi breilt klæði mín á vegu hans eins og annara. Eg hefi gert það á hverjum morgni, þegar eg liefi risið úr. rekkju, og á hverju kvöldi, um leið og eg hefi stigið inn úr liliðinu, inn í lönd drauma minna. Kristján Sig. Kristjánsson. „Hárið er farið að detta all- mikið af yður! Hafið þér reynt nýja hárvatnið: Hárox?“ „Nei, liárið hefir rotnað af sjálfu sér.“ iLltarisbríkin á Hólum. í síðasta sunnudagsblaði Vísis birtist dálílil „Atliugasemd“, með undirskriftinni Árni Jó- hannsson. Tilefnið til hennar var ofur látlaus ferðalýsing, er nefndist „Heim að Hólum“, og kom í sunnudagsbl. 30. f. m„ en þar er farið nokkrum orðum um altaristöfluna þar á staðn- um.í fljótu bragði virðist naum- ast ómaksins vert að gera at- hugasemd við greinarkorn þetta, en með þvi að það er vill- andi í mesta máta, en altaris- brikin hinsvegar einn merkasti gripur sein landið á í Gotnesk- um stil, virðist ekki ólilhlýði- legt að fara um þetta nokkrum orðum. Höfundurinn telur að Arn- gríniur Gíslason málari liafi verið „fenginn til að gera við altaristöfluna, .... sem þá var mjög sögð af sér gengin, ekki aðeins hvað máhiingu og gyll- ingu snerti, heldur lika sjálfar útskurðarmyndirnar, .... er ýmist voru máðar burtu eða brotnar af.“ Hér hlýtur annað tveggja, að fara mjög á milli mála lijá höf., eða hann rang- minnir, því ekki er kunnugt að Arngrímur eða nokkur annar liafi fundið sig færan að endur- bæta altarisbríkina, enda tæp- ast á nokkurs manns meðfæri í þann tið. Aflur á móti gæti frá- sögnin komið að mörgu lieim við alabast-töfluna í Þingeyrar- kirkju, sem bæði er gömul og merk, þvi fullkunnugt er, að Ás- geir Einarsson hóndi á Þingeyr- um fékk Guðmund Pálsson „bíld“ til að endurbæta hana. Varð liami að færa altarisbrík- ina saman, byggja hana upp að nokkru leyti, því margar af myndunum höfðu brotnað, en eitlhvað mun liafa glatast. Um þær mundir var Guðmundur Pálsson sá eini maður, sem gat tekið slíkt verk að sér, enda var hann lærður myndhöggvari. Sú saga er til, að komið liafi til orða, að fela Arngrími end- urbætur á Hólabríkinni, en síð- an liorfið frá því, af þeim á- stæðum, að liann myndi ekki gela leyst verkið svo af liendi, að viðunandi væri. Eg tel jafn- vel vafasamt, að Arngrímur hafi viljað taka slíkt í mál, þar sem liann var alger viðvaning- ur í listinni, andspænis þessu meistaraverki forms og lita. Á. Sigmundsson.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.