Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Fjöllistarmaður einn, sem undanfarið hefir sýnt listir á skemtistað á Broadway í New York leikur sér að að sprengja glös, bolla, spegla og annað gler með l>ví að framleiða vissa tóna á fiðlu. Allir glermunir sem i kring um liann eru, brotna þeg- ar hann framleiðir þessa tóna á strengi fiðlunnar. Gestir fjöllistahússins héldu að hér væru brögð í tafli og komu þess vegna sjálfir með als- konar glermuni með sér, sem þeir vissu að voru heilir. En það kom fyrir elcki — hlutimir brotnuðu sem hverjir aðrir gler- munir. Vísindamenn í Boston sem hafa haft þetta fyrirbrigði til rannsóknar hafa komist að eft- irfarandi niðurstöðu: Sérhver tónn er afleiðing vissra loftbylgja, sem vitanlega er hægt að mæla. Mannseyrað greinir aðeins sundur þá tóna sem standa í sambandi við 16000 —20.000 bygjur. Það sem þar yfir er greinir mannseyrað að visu ekki sundur, en samt sem áður hefir það áhrif á taugakerfi mannsins, en þó miklu meiri áhrif á tauga- kerfi annara dýra. Vísindamenn kalla þetta yfirtóna og þeir framleiðast í allri hljómlist. Það eru og þeir sem valda hrifningu eða leiðindum er menn hlusta á hljóma. Á meðal lmnda valda þessir yfirtónar sérstökum á- lirifum, og of tast líða þeir þján- ingar við að lilusta á þá. Komist bylgjutalan upp í 30- 000 eða þaðan af meira, valda hljómarnir áhrifum sem hafa eyðileggingu i för með sér. Þetta vissi fjöllistarmaðurinn ame- riski og lionum tólcst eftir mikla örðugleika og margar mishepn- aðar tilraunir að framleiða tóna á fiðlu sem sprengdi gler. Það hefir lákaflega fáum mönnUm tekist að framleiða þessa hábylgjutóna á hljóð- færi, en samt heyrir mað- ur þá næstum daglega. — Þeir lieyrast þegar kork er skorið í sundur, þeir heyrast þegar gafli eða hníf er rent eftir gleri, þeir lieyrast stundum þeg- ar vissir málmar núast saman o. s. frv. Og allir þessir tónar valda ónotalegum kendum hjá fólki og jafnvel kvölum. Heinrich von Steplian yfir- póstmeistari var óvinsæll fyrir það, að hann fór oft i eftirlits- ferðir út um land og kom póst- meisturunum að óvörum þegar hann gat komið því við. Þessar heimsóknir yfirpóst- meistarans voru óvinsælar, þvi ekki var alt í sem bestri reglu þar sem hann kom. Það kom því ósjaldan fyrir, að póstmeist- ararnir aðvöruðu hvorn annan símleiðis þegar þeir vissu af von Stephan á eftirlitsferð. Svo bar það við eitt sinn, er einn póstmeistaranna varð var við yfirmann sinn, að liann sendi næsta póstmeistara eftir- farandi símskeyti: „Stephan á leiðinni — stop — er með nefið í öllu — stop — Brege.“ Brege varð ekki lítið skefldur þegar hann fékk svohljóðandi símsvar: „Aðvöi’unin kom of seint — stop—er búinn að vera með nef- ið i öllu — stop — Stephan." • „Er það satt Helga að þú hafir hryggbrotið þúsund sinnum“. „Já, það er satt, þvi eg sagði við manninn sem bað mín: „nei og þúsund sinnum nei.“ • Hinn þekti eðlisfræðingur Röntgen var ágætis vísindamað- ur en ekki að sama skapi góður fyrii’lesari. Hann fann það lilca sjálfur, að hann hreif ekki hlust- endurna i háskólafyrirlestrum sínum, og hann tók þvi með léttri gamansemi. Eitt sinn varð Röntgen gram- ur við nemendur sína, þvi hann heyrði ekki til sjálfs sín fyrir hávaðanum í þeim. Hann hætti fyrirlestrinum í miðju kafi, leit þegjandi yfir hópinn og sagði þegar hávaðinn sljákkaði i salnum: „Ef að þið lierrar mínir sem talist við, reynduð að hafa jafn liljótt og þeir ylckar sem sofið, þá væi’i það mjög þægilegt fyrir þá sem vilja hlusta.“ • Tvö knattspyx*nufélög uppi i sveit áttu að keppa í fyrsta sinn. Æsingur var mikill milli sveit- anna og lcapp milli hlutaðeigandi hreppsbúa. Til að örva kapplið sinnar sveitar, hauð veitinga- maðurinn í þorpinu að gefa eina umfei'ð af bjór fyrir hvert mai’k sem það setti. Þegar veit- ingamaðux*inn i liinu þorpinu heyrði ]>etta, l>auð hann knatt- spyrnufélagi sinnar sveitar þetta sama. Þegar nokkuð var liðið á kappleikinn sendi veitinganxað- urinn, sem fyr varð til að bjóða bjói’inn, sendisvein sinn út á Þetta er mynd af sæluhúsi viS Arnarvatn stóra. Það er orðið gamalt, fúið og hið óvistlegasta i alla staði. Ber orðið brýna nauðsyn til að endurbæta og byggja upp að nýju þau sælu- hús í óbygðum, sem eru svo úr sér gengin, að tæplega verði gist í þeim leng- ur. — íþróttavöllinn til að grenslast eftir hvernig leikar stæðu. Sendi- sveinninn kom móður og más- andi til baka og hrópaði i skelf- ingu sinni: „Okkar félag hefir sett 38 mörk gegn 37“. • Engström var nýkominn fx*á Englandi. „Nú veit eg livers vegna Eng- lendingar drekka svona mikið te.“ „Hvers vegna?“ „Eg bragðaði á Icaffinu þeirra." • Maður noldvur var nýbúinn að kaupa skrautlegan og litfagran páfagauk. I gleði sinni yfir hinni nýju eign, ákvað hann að kenna fuglinum að segja „halló“ á fyrstu klukkustundinni. Hann setti sig fyrir framan búrið og segir „halló“ og aftur „halló“. — í fjöi’utíu mínútur öskrar mann- anginn „halló“ fyrir fi-aman búrið, en páfagaukurinn virti hann ekki viðlits, heldur snéri stélinu í eigandann og snei’i sér upp i hom. Þegar eigandinn var orðinn i'auður, argur og sveittur af óþolinmæði yfir tossaskap páfagauksins, sneri páfagaukur- inn sér alt í einu við, horfði fyr- irlitlega á húsbónda sinn og spurði: „Er númerið á tali?“ • Maður nokkur kemur inn á slcemtistað, horfir nokkra stund á skemtiati’iðin, en snýr sér svo til sessunautar síns og segir. „Andskoti er hundleiðinlegt liérna inni“. „Já, finst þér ekld.“ „Eigum við ekki að koma héð- an burt?“ „Eg get það ekki.“ „Hvers vegna?“ „Eg er eigandinn.“ 1 fyi'ra var danskur maður með hálsbólgu að hursta tennur sínar. Honurn datt það sjnall- ræði í liug, að með því að bursta kokið með tannburstanum, myndi hálsbólgan réna. Hann framkvæmdi þetta þegar i stað, en var svo ólieppinn að gleypa burstann óvart. Maðurinn flýtti sér á sjúkrahús, sagði sínar farir ekki sléttar og heimtaði að tann- burstinn væri tekinn á bi-ott. — Þelta kostaði uppskurð, og mað- ui’inh hét því með sjálfum sér að Iækna ekki fi'amar hólsbólgu með tannburstum. • í breskum skóla var spurt hvað hlutlaust land væri. Einn nemendanna rétti upp hendina og svax-aði: „Hlutlaust land er land, sem er i hættu.“ • I Bingham bar það við nótt eina, að kona nokkur vaknaði í liúsi sínu við svo vondan draum, að hún hrekkur í skelfingu fram úr rúminu, frarn á gólf og yfir í næsta herbergi. En áður en hún fengi áttað sig á ótta þeim er gx-eip liana, losnaði bjarg mikið ofanvert við húsið, lirapaði nið- ur og nam ekki staðar fyr en í í’úmi konunnar, sem örfáum augnablikum áður liafði hlaupið úr þvi. • Konu nokkui'ri sem komist liafði úr fátækt fyrir ekki löngu síðan vegna rikrar giftingar var boðið i veislu. í veislunni lang- aði konuna til að láta ljós sitt skína og gefa auðæfi sín á lag- legan hátt til kynna. Við fyrsta tækifæri sagði hún: „Eg fægi demantana mína úr salmíaki, rúbínsteinana úr vínanda og safírana úr nýmjólk. Konan sem sat við hliðina á henni leit til hennar með níst- andi fyrirlitningu og sagði: „Eg fægi rnína skartgripi ald- rei. Ef þeir óhreinkast, fleygi eg þeim.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.