Vísir Sunnudagsblað - 11.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 11.08.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 11. ágúst 32. blað Á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Ferðasaga a þjóðhátíð Etyjaskegrgja 1939. Það var mannmargt á götum Rej4qavíkur að kvöldi hins 4. ágúst í fyrrasumar. Sænski karlakórinn hafði nýlokið söng sínum fyrir framan mentaskól- ann, og fólkið þyrptist niður að Gullfossi sem var að leggja úr höfn. Þar voru knattspyrnu- mennirnir að kveðja Hermann Lindemann, stjórnmálamenn- irnir að kveðja Stauning, og hálfur bærinn að kveðja hina 350—400 Reykvíkinga sem voru að leggja af stað til að vera á þjóðhátíð úti í Vestmannaeyj- um. Við vorum þrír saman, og okkur veitti sannarlega ekki af að vera samtaka i að troðast á- fram að landgöngubrúnni og um borð. En með hörku og hrind- ingum tókst okkur það samt, og fyrsti áfangastaðurinn varð lestaropshlerinn. Þar skorðuð- um við okkur meðan um hægð- ist. Við vorum eins og aðrir þjóðhátíðarfarar, plásslausir og framundan var — nótt i lest- innL Um hríð stóð óslitinn fólk- straumurinn um borð og frá borði, en þó kom loks að því, að landfestar voru leystar. Framarar í landi hrópuðu fer- falt húrra fyrir Lindemann sín- um, og Gullfoss lagði frá hafn- arbakkanum með veifandi mannfjöldann um borð. Eins og venjulega var stað- næmst um stund á ytri höfninni, meðan löggæslumenn rikisins lögðu síðustu hönd á viðskilnað utanfara við föðurlandið, og að þeirri athöfn lokinni, sem mér er ekki vitanlegt að neinum hafi Vestmannaeyjar. — íþróttavöllurimi fremst. orðið til erfiðisaUka né mann- orðshnekkis, lagði tollbáturinn til lands, en Gullfoss, elsta far- þegaskipið okkar, rann út á hið opna haf, í stefnu fyrir Gróttu og Reykjanes. Næsta vandamálið á dagskrá okkar þremenninganna var að koma okkur fyrir eftir föngum. Rera hafurtaskið niður í fram- lestina og búast þar um. Þar niðri var mikill mannsöfnuður. Voru sumir skriðnir í flet sin og svefnpoka, og ekki allfáir byrj- aðir að færa sjávarguðinum fórnir fyrir giftusamlegri ferð. Enn aðrir héldu uppi söng af miklum krafti, og voru helst þeir er stærstan höfðu bikarinn drukkið, áður en að heiman var haldið. Varð brátt hið versta lof t í lestinni, og ekki bætti það um að neðar í skipinu hafði verið lestað síldarmjöli, og lyktin af þvi er langt frá því holl, ósjó- sterku fólki. Hlutskifti mitt varð að stikla með svef npokann í annari hend- inni en ferðatöskuna í hinni, milli fólksins, yfir það, út að byrðingi bakborðsmegin. Þar skreið eg í húðfatið, og steinsvaf frá því klukkan 1 til hálfsjö um morguninn. Og ég fann það þá eins og svo oft áður, að hvergi sofnar maður værar en á sjó, þegar aldan vaggar rúmi manns og klappar skipshliðinni. Félagar mínir héldust ekki við í lestarloftinu, og gengu um þilfar lengi vel. Kom þó að því, að á þá sótti kuldi. Skriðu þeir þá í gang einn, er þeir siðar sögðu að legið hefði niður í vél- arrúm skipsins. Hringuðu þeir sig þar niður, og lágu undir hin- um bókstaflegasta átroðningi, og án þess að festa blund alla nóttina. Að morgni var veður gott, sjólaust og enn kaldi á móti. Veltingur var lítill, en nægilegui' til ama kvenfólki og ósjóvönum karlmönnum. Flestir voru búnir að fá nóg af sjóferðinni, og úr öllum áttum heyrðist spurt hvað langt væri ef tir. Svörin voru öll á þá einu leið, að Gullfoss yrði í Ej^jum klukkan 9 árdegis, senni- lega stundvíslega. Framundan sáust Vestmanna- eyjarnar. Fyrst i stað örmjóir drangar langt úti í fjarskanum, sem svo smáskýrðust og stækk- uðu þegar nær dró. Fagrir og sérkennilegir útverðir á hinni fjölförnu braut okkar til fram- andi landa. Við siglum fram hjá Þrídrang. Þar var nýreistur viti einn mik- ill sem Vestmanneyingar telja sér og öðrum sjómönnum til hins mesta öryggisauka. Sagði mér einn merkur útgerðarmað- ur í Eyjum, að ekki hefði verið hægt að gera annað betra til ör- yggis sjómönnum, en hrinda þeirri byggingu í framkvæmd. Og hann bætti því við, að furða væri á að ekki skyldi vitinn hafa komið fyr, þar sem á að giska % þeirra skipa sem að og frá landinu sigla, fara um þessar hættulegu slóðir, og of t í dimmu og illviðrum. Rétt um klukkan 9 varpar GuIIfoss akkerum undir Heima- kletti. Við okkur blasir bærinn, skreyttur fánum í tilefni dags- ins. Niðri á bryggjunum er hóp- ur fólks samankominn. Hátíðin er byrjuð með kappróðri milli þeirra tveggja íþróttafélaga, sem sitt hvert árið sjá um hátíða- höldin. Rrátt kemur vélbátur úr landi og hefir sá í eftirdragi tvo upp- skipunarbáta. Það tekur nokk- urn tíma, að flytja allan mann- skapinn frá borði, en þó fljótar en oft er við Eyjar, þvi stundum er veltingur mikill á læginu og leiðin tafsöm niður kaðalstig- ann. Annars er Vestmanneyingum þörf á að fá betur gert við höfn- ina sína en enn þá er, og við það verk má ekki skilja fyrr, en skip á stærð við Fossana okkar geta lagst þar við bryggju. Þegar í land er komið, dreifist hópurinn. Nokkurir halda til vina og frænda, en flestir halda þó á hótel bæjarins til að fá sér hressingu eftir sjóferðina, og nokkurir til að búa þar meðan við er staðið.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.