Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 18. ágúst 33. blað BYLTING SEM MISTÓKST. I»ATTUR IR SJÁIÆSTÆMSRARÁTTU ÍRA Á ÁRUNUM 19M-191G. / eftirfarandi grein er lýst æfintýrum og afdrifum bresks stjórnmálamanns, sem getið hafði sér ódauðlegan orð- stír i þágu breskra málefna, en gerist svo í einni svipan f jandmaður breska heimsveldisins og berst á heimsstyrjald- arárunum 191k—16 með ráðum og dáð fyrir uppreisn írskra byltingarsinna gegn Bretum. Er því lýst hér, hvernig þessu fífldjarfa æfintýri Sir Roger Casements lyktaði og hver afdrif hans urðu. En sigur Breta yfir honum virðist þó ekki hafa verið neinn úrslitasigur yfir írsku sjálf stæðisbaráttunni, þuí að enn fara sagnir af hermdarverkum írskra sjálf- stæðissinna, sem þrá sjálfstæði írlands óllu öðru fremur og vilja alt i sölurnar fyrir það leggja. Söguhetjan, Sir Roger Casement, mun að líkindum vera norrænnar ættar, því Roger mun vera sama nafnið og Hróðgeir, en Casement er afbökun úr McAsmund. Eða með öðrum orðum, ef við þýddum nafn hans á íslensku, væri það Hróðgeir Ásmundsson. Hinn þriðja dag ágústmánað- ar árið 1916 hringdi aftökubjall- an í Pentonvillefangelsinu. Mað- ur, sem hafði beðið ósigur fyrir bresku njósnarastarf seminni, var leiddur til aftökustaðarins. Maðurinn var írski byltinga- sinninn Sir Roger Casement. Fimm vikum áður, eða þann 29. júní 1916 voru málaferlin gegn honum til lykta leidd, og yfirdómarinn Reading lávarður hafði lesið upp dóminn í heyr- anda hljóði, eftir að kviðdóm- endurnir voru komnir til sæta sinna í svörtu, skuggalegu sið- skykkjunum, svo sem siður er í enskum löndum. Dómurina hljóðaði á þessa leið: „Roger David €asement! Þú ert sekur fundinn um föður- urlandssvik, þann þyngsta glæp sem lög hins sameinaða breska konungsríkis þekkja. Þú hefir drýgt þann glæp, að haf a aðstoð- að féndur konungsins — þýska ríkið — í hinu hræðilega stríði sem við eigum nú í. Sú skylda hvílir á herðum mínum, að til- kynna þér þann dóm, að þú munt verða fluttur héðan til fangelsis þíns, og þaðan til af- tökustaðarins, þar sem þú munt hengdur verða uns þú ert dauð- ur. Guð á himnum miskunni sig yfir sálu þína." Maðurinn sem dómurinn var kveðinn upp yf ir, haf ði áður ver- ið breskur stjórnmálamaður. Hann varð heimsfrægur í einni ------------- EFTIR ------------- EUGEN SZATMARI svipan er hann komst fyrir hryðjuverkin i belgisku Kongo, og frægð hans jókst, er hann réð- ist gegn hinni svívirðilegu mis- notkun eigenda gúmmíplöntu- ekranna við Amazonfljót á Putumayoindíánunum. Hann var einn af allra færustu sér- fræðingum í bresku Austur- landaþjónustunni, maður, sem Viscount Grey kallaði einn mesta hæfileikamanninn í bresku stjórnmálaþjónustunni. Hann var mannvinur, Iri og ættjarðarvinur. Og einmi'tt af því, að hann var bæði mannvin- ur og Iri, fanst honum einn góð- an veðurdag, sem sin biði önn- ur og nærtækari verkefni en að berjast fyrir réttindum negra og Indiána. Hann ákvað að hætta störfum í bresku stjórnarþjón- ustunni og leggja alla orku lík- ama og sálar í þágu írskra mál- efna. Hinn breski stjórnmála- maður varð skyndilega írskur „Sinn fein", og í sömu svipan einn af hættulegu mönnum breska heimsveldisins. „Sinn fein" þýðir á íslensku „viðsjálfir"og írska sjálfstæðis- hreyfingin hefði naumast getað valið sér heppilegra nafn, því að írarnir urðu vissulega að treysta á mátt sinn og megin. Þeir nutu engrar hjálpar og urðu að standa einir í baráttu sinni. Árið 1844, eða um sjötíu árum áður, lýsti stjórnmálamaðurinn frægi Dis- raeli, ástandinu í írlandi á þessa leið: „Þjóðin sem lifir á þessari eyju ertötrumklæddvegnahinn- ar átakanlegu fátæktar sem hún á við að búa. Kirkjan, sem þar hefir veriS reist, er ekki hennar eigin kirkja, og jarðeigendurnir lifa ekki meðal þjóðarinnar, heldur í framandi borgum og löndum. Sveltandi þjóð, auS- mennirnir hlaupnir á brott, kirkjan sem þjóSin á ekki sjálf og þar að auki versta löggjöf sem til er á allri jörðunni — það er vandamál og úrlausnar- efni írsku þjóðarinnar." Sir Roger Casement var á sömu skoðun og þess vegna tók hann sér far til Ameríku, til þess að safna amerískum Irum und- ir merki byltingarinnar og fá hjá þeim peninga, vopn og sjálf- boðaliða. Á meðan hann vár i ferSinni skall heimsstyrjöldin á, og frá þeirri stund var hann á víxl Ieiksoppur Ieyniþjónustu Rreta og Þjóðverja. Ósigur hans var ekki þaS sama og sigur Eng- lendinga yfir írsku frelsisbar- áttunni, miklu fremur, var sá ó- sigur tákn yfirburða ensku leyniþjónustunnar yfir þeirri þýsku, enda er harmsaga Sir Roger Casement's einstæður og óslitinn þáttur úr sögu styrjald- ar þeirrar, sem háð var bak við tjöldin, ófriSarárin 1914—18. Allan þann tíma, er Sir Roger dvaldi í Randaríkjunum var hann undir eftirliti breskra njósnara, eins og aSrir irskir þjóSernissinnar sem eitthvaS létu til sín taka vestan haf s. Hon- ur var þetta ofurljqst sjálfum, en hann lagSi viS því kollhúfur og tók þrátt fyrir þaS upp samn- inga viS þýska ræSismanninn í Washington. Tilætlunin var, að irska frelsisbaráttan brytist út með þýskri hjálp. Það varS að samkomulagi við þýska ræSis- manninn, að Sir Roger færi til Þýskalands og tæki i eigin per- sónu upp samninga viS þýsku rikisstjórnina. Þar eð hann vissi að hann var eltur á röndum af breskum njósnurum, fékk hann sér vegabréf á annars manns nafn, er James E. Landy hét. Úti á götu hitti hann blásnauðan norskan sjómann, Adler Christ- ensen að nafni, er hvorki hafði í sig né á, og réði hann sem fylgdarmann til sín. Þessi Norð- maður, sem var húsbónda sín- um trúr og þakklátur alt til síð- ustu stundar, tók sér nú far á öðru farrými til Noregs undir því yfirskini, að hitta foreldra sína, sem bjuggu þar í smábæ einum, Moss að nafni. Þann 15. október 1914 fór Sir Roger í fylgd með hinum raun- verulega James E. Landy, um borð í norska farþegaskipið „Oskar II." í Hoboken. I New York bjó Sir Roger undir nafn-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.