Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 ers, sem hvert annað mik- ilsvert heimildarskjal af stjórn- miálalegri þýðingu. Þegar Sir Roger Casement komst á snoðir um þetta, varð liann æfur af reiði, rauk inn á ríkisstjórn- arfund í Wilhelmsstrasse og reifst við ráðherrana. í dagbók- ina sína hefir hann skrifað: „Það eru einkennilegir menn sem starfa i utanríkismálaráðuneyt- inu. Það er ómögulegt að vita hvað þeir ætlast fyrir.“ Það er líka ýmislegt annað en Findlaybréfið sem vakti ó- ánægju Sir Roger’s gagnvart þýska u tanríkismálaráðuney t- inu. Stjórnarskrifstofurnar í Wilhelmsstrasse störfuðu liræði- lega liægt, að honurn fanst, og á- hugamálum hans miðaði svo að segja ekkert áfram, enda þótt Bethmann-Holhvegrikiskanslari veitti honum áheyrn i eigin per- sónu. Heilt ár leið, uns utanrík- ismálaráðuneytið hafði tilbúna áætlun í írlandsmálunum, en þá var enska leyniþjónustan komin á snoðir um allar þeirra fyrir- ætlanir. Þann 10. febrúar 1916 veit njósnarstofnunin breska i New-York, að írskir byltinga- sinnar þar í borg búast við upp- reisn í Irlandi fyrir páska, og þeir vita það líka, að þangað er von á þýskum vopnum. Njósn- arstarfsemin vissi meira að segja, að vopnunum átti að koma á land i Limerick aðfara- nótt föstudagsins langa. Þannig vissi herstjórnin breska jafn- skjótt um fyrirætlanir Þjóð- verja og þícr urðu til i Berlín. Enska leyniþjónustan hafði náð í dulmálslykil Þjóðverja, og næstum hvert einasta skeyti sem barst á milli New-York og Berlínarborgar komst í hendur bresku njósnarstarfseminnar og voru ráðin í leyniherbergjum hennar í New-York. Tilætlun Þjóðverja var sú, að senda upp- reistarmönnunum írsku skot- færi og vopn, þar eð uppástunga Sir Roger’s um að stofna deild írskra fanga og senda liana til frlands, reyndist ekki. fram- kvæmanleg. Að minsta kosti lýsti flotastjórnin ]>ýska því yfir, að ekki myndi vera liægt að koma herliði á land, því til þess væru bresku landvarnirnar of sterkar og eftirlitið of gott. Hins- vegar ákvað flotastjórnin að senda kafbát með Sir Roger til írlands, þar sem hann átti að taka að sér stjórn uppreistar- innar, en samtímis átti að senda vopn og sk»tfæri þangað með sérstöku skipi. Á ákveðnum stað og ákveðinni stundu átti kafbát- Urinn að hitta vopnaflutninga- skipið. Áður en Sir Roger fór frá Þýskalandi, tók hann tvo írska félaga sina með sér, undirfor- ingja og höfuðsmann, og það var undirforinginn sem sveik liann í hendur Englendingum. I lok febrúarmánaðar 1916 komst breska leyniþjónustan yfir skeyti frá þýska sendiherr- anum í New-York til herstjórn- ar sinnar. Það var á þessa leið: „Irskur leiðtogi, John Devoy, tilkvnnir mér, að uppreist brjót- ist út í Irlandi um páskaleytið. Yopnasending verður að komast til Limericlc og veslurstrandar Irlands aðfaranótt föstudagsins langa eða nóttina næstu á eftir. Ekki unt að bíða lengur. Gjörið svo vel og sendið skeyti livort eg get ráðstafað nokkurri hjálp.“ Það liðu eklci nema fáeinir dagar uns svar þýsku stjórnar- innar komst lil London, en ])að var á þá leið, að milli þess 20. og 23. apríl færi skip inn á Tralee flóann, er hefði um borð 20.000 byssur, 10 vélbyssur og skol- færabirgðir. Þannig var alt vitað jafnóð- um í London. Breska leyniþjón- ustan hafði himingnæfandi vfir- burði yfir þá þýslcu. Fyrirtæki Sir Roger Casement’s var fyrir- fram dæmt til að mistakast. Það sem skeði eftir þetta lík- ist einna mest njósnarareyf- ara. I fyrstu viku aprilmánaðar 1916 lét eitthvert dularfult skip úr höfn i Lúbeck. Skipið liét „Libau“ og var undir stjórn sjó- foringjans Karl Spindler’s. Á miðjú hafi dró skipið þýska gunnfánann niður, en dró í þess stað norska fánann að hún. Nafninu á skipinu var breytt í „Aud“, skipsskjölin hljóðuðu upp á það nafn, og nú lagði það i hina fífldjörfu fei’ð upp að Ir- landsströndum. Um svipað leyti fór Sir Roger Casement, ásamt félögum sínum báðum í kafbát fi'á Wilhelmshafen. Skipherranum á „Libau“ tókst að leika á herskip Eng- lendinga og lcomst með skip sitt, nokkurum dögum fyr en tiltek- ið vax*, upp að vesturströnd ír- lands. I tvo daga samfleytt sigldi hann fram og aftur meðfram írsku ströndinni til að bíða eftir kafbátnum, en sú bið var árang- urslaus. Kafbáturinn lét hvorki til sín sjá né heyra. En örlaga- þungi þessa atburðar lá fólginn í því, að kafbáturinn sá til skips- ins og hélt að það væi'i enskt, og flýtti sér sem ákafast á brott. Af einhverri óskiljanlegri yfirsjón bafði þýska flotamálastjórnin gleymt að tilkynna kafbátsfor- ingjanum frá nafni og einkenn- um hex'gagnaskipsins, senx liann átti að mæla. Það er líka lííí skiljanlegt, að Sir Roger Case- ment, sem sjálfur liafði ákveðið allar merkjabendingar við skip- herrann, skyldi ekki reyna eitt- hvað af þessum dulskeytum til vonar og vara. En hvað svo sem þessu leið, náði kafbáturinn aldrei sambandi við „Libau“ og Sir Roger fór með félögum sín- um á strigabát í land. Lokaþáttur þessa harmleiks fór fram með leifturhraða. Englendingar, sem vissu um all- ar fyrirætlanir Þjóðverja liöfðu sérstaklega sterkan hervörð á þessu svæði og nánar gætur á öllu sem fram fór. Skömmu eft- ir að Sir Roger lenli, höfðu þeir upp á honum og tóku hann fast- an. Hann gaf upp rangt nafn og honum hefði sennilega tekist að sleppa, a. m. lc. í bili, ef félagi hans, undii'foringinn sem kom með honum á kafbátnum, hefði ekki ljóstað upp um hann og á þann veg svikið liann í trygðum. Hergagnaskipið „Libau“ sneri aflur, er það fékk engin skeyti og ekkert sem bent gæti til þess, að það ætti að dvelja á flóanum lengur. En það var ekki komið langt áleiðis þegar það sá sig umkringt af 20—30 breskum herskipum. Er engr- ar undankomu var auð- ið, lét skipstjói’inn draga þýska gunnfánann að hún og sökkva skipinu, en sjálfur var hann og önnur áliöfn skipsins hertekin og flutt um borð í eitt her- skipanna til Englands. Þannig lyktaði þessari fífl- djörfu tilraun þýsku stjórnar- innar til að stofna til uppreistar í íi-landi og þannig lyktaði þessu viðburðaríka einvígi milli leyni- þjónustunnar bresku og þeirrar þýsku. « juim:

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.