Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 6
6 VÍSrR SUNNUDAGSBLAÐ Jan Sota; Klanitnreyjan í Ladogfavatn i. Hún svaraði hiklaust: „Eg' elska þig. Eg er þín.“ Þá ýtti hann lienni varlega frá sér og reis á fætur. Hann tók síða skikkju, vafði lienni um sig og gekk út úr tjaldinu. Hún heyrði að hann lcallaði saman menn sína. Síðan talaði hann til þeirra, með sterkri, glaðlegri röddu, er heyrðist um allan herinn: „Eg hef samið frið við Motha- borg!“ mælti hann. „Og nú býð eg yður, að fara héðan þegar í stað og halda til skipa vorra. Siglið til Dyblinnar og bíðið mín þar. Og komi eg ekki, innan mánaðar, eða þið heyrið ekk- ert frá mér, þá látið í haf og þjónið hér eftir föður minum, eins dyggilega og þér hafið mér þjónað. Hafið þá þökk fyr- ir góða fylgd, og Þór hinn öflgi veiti yður orðstír og hreysti!“ Um stund var dauðaþögn, svo lieyrðist þúsundaraddaður kór af undrunarópum. En konungs- sonurinn lyfti hönd sinni og krafðist þagnar. „Hver er herra yðar?“ spurði hann með þrumuraust. „Hver hefir leitt yður fná einum sigri til annars, á hafinu og í fjar- lægum löndum?“ „Þú, herra!“ „Svo hlýðið þá, er eg skipa!“ Litlu síðar kom hann inn í tjaldið aftur, kastaði af sér skikkjunni og settist í hægindið lijá Athawara. Varir lians voru hvítar, en hann brosti og rétti henni hönd sína. — „Fagra prin- sessa,“ mælti hann með dimmri og hásri drengjarödd sinni. „Nú hefir þú sigrað víkingana frá Norðurlöndum og rekið þá á flótta. — Viltu nú leyfa for- ingja hinna sigruðu að deyja hjá þér í friði?“ Frásögnina um það, hvernig dóttir Olaghhama konungs sigr- aðist ein á rauðu djöflunum úr norðrinu, er að finna í hinum gömlu annólum Mothaborgar. Þess er þar og getið að prinsess- an lét bera höfðingjann gull- hærða lieim í liöll föður síns, til græðslu. 1 tuttugu daga og tutt- ugu nætur barðist liún við dauð- ann um líf hans og vann að lok- um sigur. Hann náði aftur fullri heilsu og Athawara hin fagra giftist honum. Stuttu síðar varð liann konungur í Motha og undir stjórn hans varð jæssi fornfræga borg aftur voldug meðal ríkj- anna í Eire. Það er langt síðan að ísbreið- an á Ladogavatninu bráðnaði, sem um fjögurra mánaða skeið gerði Rússum kleift að senda lierlið og skriðdreka frá rúss- nesku bökkunum og yfir til þeirra finsku. Léttar hvilcar bár- ur leika sér á friðsælu og kyr- látu vatninu. Fáeinir fiskveiðibátar og flatbotnaðar ferjur með síð- skeggja öldungum, einkennilega klæddum, stefna vfir vatnið í áttina til Finnlands. Strigapoka- grófar síðhempur með totu- mynduðum hettum og undir þeim svarlur kyrtill með gull- saumuðuin krossi á brjósti gefa greinilega til kynna hverjir þarna eru á ferð. Það eru munlc- ar er stefna í vesturátt, auðsýni- lega flóttamenn. — — — Það eru flýjandi munkar, en þeir eru ekki finskir, heldur rússneskir. Takmark flótta þeirra er Finnland, þar sem þeir hafa lifað síðastliðna áratugi þessir íbúar liins fræga rétt- trúnaðarklausturs, helgidóms og trúarmiðstöðvar allrar rúss- nesku rétttrúarkirkjunnar. Eyjan Valanco er stærst allra hinna mörgu litlu eyja í Ladoga- vatni, er verið hefir heimkynni fátækra en nægjusamra veiði- manna. Valanco, er liggur á að giska jafn langt frá öllum bökk- um vatnsins hefir tekist það lilutverk á liendur að vera griða- staður nokkurra sérviturra ein- staklinga sem snúið liafa baki að lystisemdum þessa lífs. Fyrir rúmum þúsund árum var ákvörðun tekin um fram- tíðarhlutskifti eyjarinnar: Árið 992 bygðu munkar bæ á eynni, hlóðu ramgeran grjótgarð í kirng um hann og hrátt reis þar upp heil húsaþyrping. Það voru hin fyrstu drög til hins helga klausturs Valanco. Þrátt fyrir fjarlægð klaustursins — einu þvi elsta í Austur-Evrópu — frá umheiminum, urðu munkarnir þó fyrir allskonar ónæði og hafa orðið það á öllum tímum. Oft og einatt var lierjað og barist á báðum bölckum vatnsins, oft urðu þjóðhöfðingjaskifti yfir vatninu, og í þau skiftin sem það voru eklci rétltrúnaðarmenn, skoðuðu þeir munkana sem villntrúarmenn og fóru með þá samkvæmt því. Þegar Sviar brutust yfir Eystrasalt, lögðu Finnland undir sig og stóðu í styrjöld við Rússakeisara, var klaustrið á Valanco brent til ösku og um marga áratugi þar á eftir var eyjan mannlaus. Loks mintist Pétur mikli Rússakeisari liins forna helgi- dóms. Árið 1718 lét hann reisa klaustrið að nýju, veglegar og glæsilegar en það liafði áður verið. Von bráðar reis úr rúst- um gömlu kapellunnar, fögur og skrautleg fimm turna kirkju- bygging í bysantiskum stíl með undurfögrum laukmynduðum turnum og gullnu krossmarki. Umhverfis kirkjuna voru íbúð- arliús munkanna reist, vinnu- stofur, peningshús og meira að segja gróðurhús. Pétur mikli lagði ríka áherslu á, að syni elsta klausturs landsins síns, skorti ekki í neinu. —o— í tvö hundruð ár samfleytt fengu íbúarnir á Valanco að lifa í ró og næði. Fjöldi pílagríma heimsótti liina helgu ey — seinna hópuðust ferðamenn þangað, og það hafa þeir gert alt fram á þenna dag. Hvað munkana snerti, þá unnu þeir að garðrækt, veiddu í vatninu, liirtu skepnur sínar, ófu og spunnu — og á þenna liátt liðu dagarnir á Valanco í frumstæð- um störfum, en i fullkominni kyrð. Tvö liundruð iár .... Svo kom lirun keisaraveldisins, bylting, borgarastyrjöld og frelsisstríð Finna. Loks þegar vopnin voru slíðruð og friðarsamningar undirskrifaður í Reval, varð '\ralanco-eyjan liandan landa- mæranna. Munkarnir voru orðn- ir að finskum þegnum. Þeir þurftu ekki að kvarta undan umskiftunum, því enda þótt Finnar væru undantekning- arlaust mótmælendatrúar, virtu Hér sjást nokkurir Finnar fi á styrjöldinni í vetur, vera að rannsaka rússneskan skriðdreka ar þeir hertóku. Skriðdrekinn var svo gamaldags og lélegur að Finnar treystust ekki til að nota hann, en járnið úr lionum gátu þeir steypt upp og búið til úr því ný og fullkomin hergögn.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.