Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 {Mjájfa&MccLSaJllmvi, Eftir Emmerich Nasy þeir trú og trúarsiði munkanna i hvívetna og létu þá með öllu afskiftalausa. íbúatala klaust- ursins óx meira að segja ört, þvi að margir rússneskir prestar flýðu land eftir byltinguna og leituðu hælis á Valancoeyju. Meðal þeirra var hinn fjörgamli faðir Yephrem, núverandi ábóti klaustursins, fyrverandi skrifta- faðir Nikulásar keisara og um langt skeið einn af virðulegustu og best metnu mönnum við keisaraliirðina i Pétursborg. Enn þá ríkti friður og full- komin ró um nokkurra ára skeið í klaustrinu. Munkarnir veittu rússnesku landmæravörð- unum á eystri bakka vatnsins litla athygli og þeim komu þeir ekkert við. Þeir liéldu bænalestr- inum áfram, unnu að störfum sinum og einu sinni á dag fóru þeir í lítilli ferju yfir að finska bakka Ladogavatnsýis til að sækja póst, meðul, pílagríma og ferðalanga. Sín á milii töluðu íbúar klaustursins slavónisku eða gamal-rússneska mállýsku, sem nú er útdautt mál, en er þó enn viðhaft i bænalestri og við messur rússnesku rétttrúar- kirkjunnar. Þar leikur slavón- iskan sama ldutverk og Iatínan gerir i rómversk-kaþólsku kirkjunni. —o— Á þessu tungumáli munu munkarnir frá Valanco fram- vegis biðja einhversstaðar inni í miðju Finnlandi. Því enn þá einu sinni hefir hljómur stríðs- básúnunnar borist úr austri vestur yfir Ladogavatnið. Rúss- neskir hermenn réðust inn i Finnland og samkvæmt Moskva- friðarsamningnum, sem gerður var í vetur, heyrir Valancoeyjan héðan i frá undir Rússland. Það var að morgni hins 14. marsmánaðar, eimitt þegar munkarnir voru í þann veginn að hringja gömlu klausturs- klukkunum til páskabænar, að skipun kom um það frá ábótan- um, að munkarnir yrðu að taka saman nauðsynlegustu plögg sin og hverfa á brott sem skjót- ast. í ferjunum sínum og fiski- bátunUm litlu réru þeir til lands — Finnlands, — sannfærðir um að koma aldrei framar til heim- kynna sinna á Valancoeyjunni. Utan af vatninu ómaði lang- dreginn, þunglamalegur söngur, einna áþekkastur bænasöng í kirkju. Bátarnir liðu hver á fæt- ur öðrum yfir vatnsflötinn — allir fullir af munkum. Síðast ýtti lítill veiðimannabátur frá landi. I honum sátu fjórir munkar undir árum, en sá fimti sat í stafni bátsins. Hann stóð þar, gamall gráhærður og lotinn, og fórnaði liöndum til liimins. A milli handa hans blilcaði á skínandi skartgrip. Maðurinn var hinn áttræði faðir Yephrem, ábóti frá Valanco, er nú yfirgaf heimkynni sín og flutti með sér liina dýrmætu gjöf Péturs mikla, gullkrossinn, sem um aldaraðir liafði verið verndarmerki eyj arklaus tursins í Ladogavatni. Hann mun reisa þetta merki að nýju einhvers- staðar í ókunna landinu — og þá munu þeir gömlu síðhærðu og síðskeggjuðu munkarnir í svörlu kuflunum með útsaum- aða krossana á brjóstinu, í gráu yfirhöfnunum og með topp- myndaðar hetturnar á höfðinu, aftur safnast undir merki gull- krossins til bænalesturs að gömlum sið, og á gamla slav- neska málinu sínu munu þeir biðja til guðs föður almáttugs um eilífan og varanlegan frið. Nkák Tefld í St.-Pétursborg- 1914. Drotningarbragð. Hvítt: S. von Freymann. Svart: A. Aljechine. 1. d4, d5; 2. Rf3, Rfö; 2. c4, e6; 4. Bg5 (Betra er Rc3), h6!; 5. Bh4, dxc (Betra var 5.. Bb4 + og síðan dxc, því þá hefði svartur getað haldið peðinu). 6. Da4+, Rbd7; 7. Dxc4, c5; 8. Rc3, a6; 9. a4 (Betra var e3, en svartur liefði samt góða stöðu) b5! (Ef 10. axb þá axb og hvítur getur ekki bæði forð- að drotningunni og bjargað liróknum). 10. Dd3, c4; 11. Dbl, Bb7! (fórnar peði til þess að ná betri sóknaraðstöðu) 12. axb, axb; Ef hvítur liefði ekki tekið peðfórnina, en leikið t. d. e3, þá liefði svartur leikið Db6 og haft yfirhurða stöðu). 13. Rxb5, Bb4+; 14. Rc3, g5; 15. Bg3, Re4; 16. Dcl, Rb6 (Hótar Ra4); 17. HxH, DxH; 18. Rd2, Rxd2; 19. KxR; Da2! (Nú hótar svartur aftur Ra4); 20. Kdl, Db3+; 21. Dc2 (Nú verður peðið á c4 stór- veldi) BxR; 22. bxB. ABCDEFGH 22!.. Be4!; 23. DxD, cxD; 24. e3, b2 og hvítur gaf. Johann Ivovics var málverka- sali. Raunar bar hann sjálfur lítið skyn á list eða listgildi, en hann kannaðist við nöfn flestra miálara, eldri sem yngri og liann vissi nokkurn veginn hvers virði málverkin þeirra voru. Einu sinni heyrði Kovics, að lieldri kona ein þar i bæ, em- bættismannsekkja, vildi selja málverk eftir Makart. „Malcart er altaf mikilsvirði“, hugsaði málverkasalinn með sjálfum sér, og nokkurum klukkustundum seinna, stóð hann við útidyrahurðina á Iiúsi ekkjunnar og hringdi dyrabjöll- unni. Ivovics skoðaði mvndina með gaumgæfni. Hann var sann- færður um að það væri málverk eftir Makart. Hann reiknaði i huga sér ágóðann sem liann gæli haft af myndinni og sagði svo: „Heiðraða frú. Málverkið er allmikils virði. Eg býð yður eill þúsund pengö fyrir það.“ Konan duldi undrun sína með kvenlegri lægni. Hún liafði búist við miklu minna, en henni fanst það ekki saka neitt, þótt hún færi fram á tvö þúsund. „Nei, kona góð,“ svaraði Ivov- ics ástúðlega. „Það má vel vera, að málverkið sé tveggja þúsund pengö virði, en hver borgar nú á dögum tvö þúsund pengö fyrir eina einustu mynd? Eg hrósa happi ef mér tekst innan Þæggja til þriggja mánaða, að selja hana aftur með 10% hagn- aði.“ „Jæja farið þér þá með hana---------“ Og Kovics borgaði þúsund pengö lit í hönd, tók málverkið úr umgjörðinni og sagði: „Málverkið ætla eg að taka með mér, en eg ælla að senda þjóninn minn eftir umgjörð- inni einhverntíma fyrir kvöldið. Þjónninn kom fyrir kvöldið og sótti umgjörðina. Hann vó liana í hendi sér og sagði íbyggi- lega: „Hm! Ilm! Þannig er liús- bóndi minn.“ „Hvernig er hann?“ spurði ekkjan forvitnislega. „Hann er bragðarefur, frú mín góð,“ sagði þjónninn og brosti. „Hann borgar yður ekki nema þúsund pengö fyrir mál- verkið, en eftir því sem eg hefi lieyrt, hefir liann fengið kaup- anda að því, sem býður honum fimm þúsund pengö fyiár það.“ Ekkjan þrútnaði af bræði: „Þetta eru prettir!“ „Það eru ekki prettir — en það er ágæt verslun,“ sagði þjónninn. Svo fór hann. Klukkustund seinna kom ungur maður i miklum æsingi inn i verslun málverkasalans og spurði: „Eruð þér Ivovics málverka- sali?“ „Já, eg er hann. Hvað get eg gert fyrir yður?“ , „Þér skuluð komast að raun um það. Eg krefst að fá Mak- artsmálverkið nú þegar.“ Orðum sínum til enn frekari áherslu barði hann kring um sig með hundasvipu svo að hvein i. „Fyrirgefið þér,“ sagði Kov- ics vingjarnlega, „eg þekki yður ekki, og veit ekki til að eg standi í neinni skuld við yður.“ „Jú, þér vitið það mjög vel. Þér liafið prettað liana frænku mína. Annars var hér um ættar- grip að ræða, sem frænka hafði engan rétt til að selja. Eg kæri yður og læt setja yður i steininn. Takið þér yðar þúsund pengö, en eg tek málverkið.“ Málverkasalinn hugsaði sig um í nokkur augnahlik; að lok- um sagði hann kæruleysislega: „Mér ber í raun réttri fullur réttur til málverksins, og það er lögum samkvæmt mín eign. En mér er það hinsvegar mjög ó- Ijúft að verða valdur að þræt- um og ættardeilum. Málverkið stendur þarna í horninu. Þér megið fá það ef þér viljið — en verið þér fljótir að ákveða yður, svo eg skifti ekki um skoðún áður en þér komist út.“ Ungi maðurinn, sem var í hugaræsingi, fleygði þúsund pengö á borðið, tók málverkið og flýtti sér út. Kovics varpaði öndinni léttara.-------- Maður nokkur sem staddur var í búðinni stóð á öndinni af undrun. Hann botnaði ekkert í neinu af þessu. „Kovics,“ sagði liann, „hvern- ig gátuð þér verið svo vitlaus, að láta myndina af hendi. Þér hljótið að vita, að ódýrustu málverk eftir Makart eru a. m. k. mörg þúsund pengö virði?“ Kovics glotti ísmeygilega. „Já, ef málverkið væri ekki falsað. En þetta þarna var léleg eftirmynd. Eg keypti það í morg- un, fór með það til sérfræðings og fékk vitneskju um það hjá honum, að það væri ekki svo

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.