Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ) SH)M Vitið þér — að áður en styrjöldin braust út, var bannað í London að fljúga yfir dýragarðinn þar, fyrir þá sök, að filar, sem eru bæði viðkvæmir og stórlyndir, l>oIa ekki flugvélaskrölt, að þeir geta undir þannig löguðum kringumstæðum orðið óðir, brotist út og orðið tugum — ef ekki hundruðum — manna að fjörtjóni? — að í bresku Fairey-hálofts- flugvélunum er sérstakur loft- þrýstingsútbúnaður, sem orsak- ar það, að það er jafn auðvelt að anda í þeim sem niður við sjáv- arflöt, enda þótt maður sé kom- inn í 5 km. liæð eða meira? —i að þessar háloftsflugvélar eru að því leyti hentugri til lang- flugs en aðrar flugvélar, að þær eyða 15% minni orku í 5000 m. liæð, en i 2000 m. hæð? • Skurðlæknir, byggingameist- ari og stjórnmálamaður rifust nm það hver þeirra stundaði elstu og frumstæðustu atvinnu- greinina. „Þegar að guð skapaði kon- una“, sagði læknirinn, „tólc haiin rif úr likama mannsins, og þess vegna er læknisgreinin elsta at- vinnan.“ „Hvaða vitleysa!“ sagði bygg- ingameistarinn. „Þið vitið það, að heimurinn var búinn til úr óskapnaði, og þar af leið- andi er atvinnugrein bygginga- meistaranna sú elsta sem við þekkjum.......“ „Ónei, væni minn,“ greip stjórnmálamaðurinn fram í, „okkar starf er frumstæðast, því það vorum við sem bjuggum ó- skapnaðinn til“. • Maður einn var trúlofaður stúlku, en stúlkan var þur á manninn og mjög fráhrindandi, rétt eins og hún vildi sem minst hafa saman við bann að sælda. Iívöld nokkurt þegar þau liitt- ust, bregður liún þó af venju sinni og er ástúðin sjálf. Unn- mikið sem fimm pengö virði.“ „Nú, en-----------“ „Nú, þjónninn minn veit hvað til síns friðar heyrir þegar svona nokkuð lcemur fyrir, og enn sem komið er, liefir honum ekki mistekist.“ ustinn gleðst yfir hinu breytta viðhorfi kærustunnar en treyst- ir henni í lijarta sínu ekki um of. Daginn eftir hittir hann vin sinn, ber þetta í tal við hann og segir loks: „Mér þætti gaman að vita hvaða náungi þetta er.“ „Náungi? Hvað áttu við mað- ur?“ „Eg á við þenna náunga, sem hún ætlar núna að gera afbrýði- saman.“ • Eftir því sem National Geo- graphic Society hermir er amer- ískur vísindaleiðangur um þess- ar mundir í Kyrrahafinu til þess að rannsaka i’adium á hafsbótni, sem menn álíta að sé þar all- mikið fyrir hendi. Þar eð radíum er bæði óvenju mikill orku- og hitagjafi, er það lilutverk leiðangursins að rann- saka áhrif þessa dýrmæta efnis á líf og gróður liafsins og jafn- framt að mæla dýpt þess. Skipið sem valið var til leiðang- ursins var amerískt varðskip, „Hamilton“ að nafni. Til þess að leita eftir radíum — dýrmætasta efni jarðarinnar — þarf svokallað djúpliafs- byssu. Hún er látin síga á vír til botns, alt að þvi í 8000 m. dýpi, ef þörf lcrefur. Þegar kem- ur niður undir hafsbotninn hleypur skotið sjálfkrafa af. En þetta skot er þriggja metra langt málmhylki, sem grefur sig niður í hafsbotninn, og þegar vírarnir á vindu skipsins taka í, kemur hylkið fult upp á yfirborð sæv- arins aftur, er dregið inn á þil- far og þar er innihaldið rann- sakað mjög gaumgæfilega. Þessi djúphafsbyssa er tiltölu- lega ný uppgötvun á sviði tækn- innar, en hefir áður verið notuð við svipaðar athuganir í Atlants- hafinu og Karabislca hafinu og gefist ágætlega. Vindan gengur fyrir 100 bestafla sterkri vél, en áhöldin öll eru samanlagt 12% tonn á þyngd. Visindamenn eru þeirrar skoðunar orðið, að radíum leiki veigamikið hlutverk í sögu jarð- armyndunar og jarðbyltinga siðari tíma. Ef til vill fá þessar rannsóknir leitt i ljós hvort á- giskanir þessar eru á nokkurum rökum bygðar eða ekki. Enn- fremur er ætlast til að þær leiði i dagsljósið eldgos á hafsbotni, jarðlög, gróður og annað þess- háttar. — Áætlað er að leiðang- urinn standi yfir í eitt ár. • Síðast þegar Luicenne Boyer liélt hljómleika í Berlín varð lienni óviljandi svolítil skyssa á. ' Svo var mál með vexti, að rétt áður en hljómleikarnir ■ Á mánudaginn kemur hefst meistaramót í. S. I. Erlendur Pétursson er kallari mótsins og hann er vanur því að koma áhorfendum og keppendum í gott skap. Þegar myndin er tekin, kallar Erlendur: „Fyrstur í ioo m. hlaupi varð Sveinn Ingvarsson úr K.R. á n.6 mín- útum“. byrj uðu, var lienni sagt að Fran- coise Rosay filmstjárna væri stödd í hljómlistarsalnum, en liana dáði Lucienne Boyer meir en nokkura aðra leikkonu. Að hljómleikunum loknum, sendi hin franska listakona stöllu sinni fingurkoss upp i stúkuna, þar sem hún hélt að Francoise Rosay sæti. En henni brá illilega í brún þegar liún gætti betur að, þvi að i þessari stúku sat Rosay leikkona ekki, heldur Göring marskálkur með frú sinni. • Frönsk leikkona les í blöðun- um, að Shirley Temle verði tíu ára á næstunni. Hún verður þunglyndisleg á svip og segir við aðra leikkonu, sem lijá henni sat: „Það er gaman að vera svo ungur, að maður geti sagt satt til um aldur sinn. Eg liitti dag- lega vinkonur mínar, sem voru jafnöldrur mínar þegar við vor- um ungar, en eru núna tiu ár- um yngri en eg.“ • Nokkurir karlmenn ræða um ástir kvenna sín á milli. Lolcs gellur rithöfundurinn Jacques Dyssart við: „I öllum guðanna bænum segið þið unnustunum ykkar aldrei, áð þið getið ekki lifað án þeirra. Því það megið þið vita upp á ykkar tíu fingur, að þær liafa ekki frið í sínum beinum fyr en þær hafa reynt það.“ Kennarinn: „Jæja börnin góð, nú er eg búinn að skýra fyrir ykkur linattmyndun jarðarinn- ar, og núna ætla eg að vita hvort þið liafið skilið mig rétt. Segðu mér nú, Palli, hvert þú færir, ef þú færir að grafa holu hérna i miðbænum, og héldir altaf á- fram að grafa dýpra og dýpra með það fyrir augum að komast liinumegin út?“ Palli: „Eg færi á vitfirringa- hæli.“ Leikstjórinn fórnaði böndum: í örvæntingu sinni. „Og þetta kallið þér ástaratlot!“ lirópaði hann gremjufullur, „það er rétt eins og það væri steypt yfir mann fullri fötu af köldu vatni! Hugsið þér yður nú í eilt einasta skifti, að það sé maðurinn yðar sem þér eruð að kyssa. „Það er nú einmitt hann,“ hvislaði leikkonan. „Hvað liafið þér verið til þessa?“ spurði forstjórinn um- sækjandann. „Eg hefi verið gerandi.“ „Hver djöfullinn er það nú?“ „Þegar forstjórinn sagði gjald- keranum að gera eitthvað, sagði gjaldkerinn aðalbókaranum að gera það, aðalbókarinn sagði skrifaranum að gera það og skrifarinn sagði mér svo að gera það. Og af því að eg hafði engum að skipa fyrir, varð eg að gera alt saman.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.