Vísir Sunnudagsblað - 25.08.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 25.08.1940, Blaðsíða 8
 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ SSÖAM Vitið þér — að silkið var upphaflega búið til í Kína? — að silldormarækt þektist þar fyrir 5000 árum? — að hirðmeyjar við keisara- hirðina stunduðu silkiræktina, og að silkivinslan var leyndar- mál hirðar og ríkis? — að um þrjú þúsund ára skeið kunnu engir nema Kín- verjar silkirækt? — að leyndarmálið breiddist út á þann hátt, að kínversk prinsessa faldi silkiormaegg í brúðarkórónu sinni er hún gift- ist í fjarlægt land? — að eitt einasta kórallasker meðfram ströndum Ástraliu er 1200 km. á lengd? — að rit Selmu Lagerlöf eru prentuð i 4 milj. eintaka í heirna- landi hennar — Svíþjóð? • Gharles Blondin hét frægasti línudansari jarðarinnar. Hann hét réttu nafni Gravelin og fæddist árið 1824 í Saint Omer. Það eru fjörutíu ár síðan að hann dó. Frægasta afrek lians var þegar hann gelck á streng y'fir Niagarafossana.þarsem þeir eru hrikalegastir. Hann gerði þetta i fyrsta skifti árið 1855, en mannfjöldinn er safnast hafði saman hélt niðri i sér andanum af eftirvæntingu. Allir bjuggust við að hann myndi hrapa — en hann komst ekki að eins heilu og höldnu yfir, heldur margend- urtók gönguna á strengnum, undir dynjandi fagnaðarlátum óhorfendanna. Eitt sinn spurði Edward VII. Bretakonungur Blondin hvað hann hefði nú eiginlega hugsað, þegar hann var kominn út á strenginn. „Eg hugsaði um að halda jafn- væginu, yðar hátign,“ sagði hann stuttaralega. Venjulega var Blondin kallað- ur Niagarahetjan. Leikni hans þótti óviðjafnanleg. Hann gekk á stultum eftir linu, eða liann bar mann á bakinu, mataðist og drakk kaffi á þessum göngu- ferðum sínum og lét jafnvel binda fyrir augu sér. —o— Hinn frægi þýski málfræðing- ur, Jakob Grimm, hafði í þjón- ustu sinni þjón sem ekki kunni að skrifá’. Eitt sinn langaði þjón- inn til að láta fjarstadda ætt- ingja vita af liögum sínum og líðan, og bað húsbónda sinn að skrifa fyrir sig sendibréf. Grimm var fús til að skrifa bréfið, lét þjóninn segja sér efn- ið og skrifaði það jafnóðum niður. Þegax bréfið var búið, fékk þjónninn eflirþanka. Hann hafði oft séð á hréfum að ein eða tvær línur liöfðu verið skrif- aðar til áréttingar eða atliugun- ar neðst á örkina og undir lcveðjunni. Honum hafði fundist þetta vera fallegt og svona við- bætir vildi hann einnig liafa á sínu bréfi. „Hvað ætti það svo sem að vera?“ spurði málfræðingurinn. Þjónninn hugsaði sig lengi um, þar til að hann fann eitt- hvað nógu viðeigandi. Lolcsins datt honum snjallræði i liug og hann sagði: „Fyrirgefðu allar stafavill- urnar.“ Það er sagt um Fouché, stjórn- málamanninn franska, að þegar liann var settur inn í embætti sem lögreglustjóri í einhverju þorpi eða bygð, hafi hann fund- ið margar þyk^tar skjalabækur frá fyrirrennurum sínum, sem hann bjóst ekki við að liann nenti nokkurntíma að lesa cg langaði helst til að brenna öllu draslinu. Hann skrifaði þess vegna til yfirmannsins og bað hann um leyfi til að mega brenna öllum skræðunum. Svarið kom um hæl. Það var svohljóðandi: „Samþykkur að þér hrennið bókunum. Gjörið svo vel og takið nákvæmt afrit af þeim öllum áður “ © Karl Valentínus gamanleikari í Miinchen veiktist og gerði boð eftir lækni. Læknirinn bannaði honum að reykja, nema i „mesta lagi eina pipu eftir mat“. Hálfum mánuði seinna kom læknirinn aftur til sjúklingsins og varð undrandi yfir hinum skjóta bata. „Þarna sjáið þér,“ sagði læknirinn og néri höndun- um af ánægju, „hvað það hefir mikla þýðingu að fara eftir læknisráðum mínum.“ „Það má vel vera að þér segið þetta satt, Iæknir,“ svaraði Val- entínus, „en hinsvegar geri eg það enganveginn með glöðu geði að pína niður i mig mat sex sinn- um á dag.“ Stúdent kemur frá París heim í sveitina sína. Á járn- brautarstöðinni hittir hann Þessa dagana ei veriS aS ríf e gamla íbúöarhúsií á Geithálsi til grunna. Frá fag urfræöilegu sjón armiöi séö, va; þessa brýn þörf og vonandi veröu hér ekki látið stað- ar numið, því enr er gnægö ljótra og stíllausra kumb aldra við suður- landsbrautina, sen hverfa ættu fyrii nýrri og fegurri byggingum. syslur sina og segir: „Eg féll — búðu pabba undir!“ Systirin svarar: „Pabbi undir- búinn — búðu sjálfan þig und- Við franska tollgæslu lcom eftirfarandi atvik fyrir: Frægur franskur leikari — er reyndar var nærri eins frægur fyrir nísku sem leikhæfileika — kom heim til ættjarðarinnar eft- ir leiksýningaferð um Suður- Ameríku. I þeirri ferð liafði hann eignast páfagauk, er hann flutti með sér í búri til Evrópu. Við tollvörsluna kom þáð í ljós, að af lifandi páfagaukum varð að borga 100 franka í toll. Leikaranum fanst þetta mik- ið og vissi ógerla hvað gera skyldi. „En hvað er mikill toll- ur af dauðum páfagaukum?“ spurði hann loks. „Ekki neinn,“ svaraði toll- heim tumaðurinn. Leikarinn stóð ráðþrota og óákveðinn i hvað gera skyldi. En áður en hann tæki endanlega ákvörðun, skrækti páfagaukur- inn,i búrinu: „Borgaðu, helvítis svínið þitt!“ • Englendingar eru svo áhyggju- fullir um sáluhjálp enskra her- fanga i Þýskalandi, að enska kirkjan hefir auglýst eftir prest- um sem vilja gefa sig i að fara í þýskar fangabúðir og frelsa hinar ensku sálir frá eilifri glöt- un. Áttatíu prestar hafa gefið sig fram. Spákonan 110x461 í lófa manns- ins. „Þér verðið stunginn i hnakkann, brytjaður niður í bita, saltaður, soðinn og elinn.“ „1 guðanna bænum hættið þér,“ hrópaði maðurinn sem ekki vildi heyra meira af slíkum lirakspám, „eg gleymdi nefni- lega að talca af mér glófann. Hann er úr svinsleðri.“ Umræðurnar snerust um hunda. „Hvernig stendur á því,“ spurði einn viðstaddra, „að þú kallar hundinn þinn Þjóf?“ „Eg geri það bara að gamni mínu. Það eru nefnilega ótrúlega margir menn sem taka á sprett þegar eg kaUa á hundinn minn.“ Hér í Reylcjavíkurbæ eru menn farnir að hóta hver öðrum vernd, i stað þess að visa þeim norður og niður, þegar þeir reið- ast til muna. Þetta verndarfyrirbrigði er allgamalt orðið. Eftirfarandi saga sannar, að það var til á dögum Napoleons mikla. Á einni herferð sinni lcom Napóleon í ítalslct þorp. Þar tók kirkjuráðið á móti honum mjög veglega og til að sýna honum sem mesta virðingu, báðu þeir hann að taka hina tólf postula kirkjunnar undir vernd sína. „Eru þeir úr tré?“ spurði Na- póleon. „Nei, úr sldrU silfri,“ svaraði kirkjuráðsformaðurinn stoltur af liinni glæsilegu eign. „Jæja, þá skal eg taka þá,“ sagði Napóleon, sendi postul- ana til Parísar og lét hræða þá upp i mynt. Hinn göfugi tekur hlutina i þjónustu sína, en illmennið gerist þræll þeirra. Sun Kuang. • Sá sem vill sjá eitthvað ó- venjulegt, má ekki beina aug- um sínurn í þá átt sem allir horfa. Sun Kuang.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.