Vísir Sunnudagsblað - 01.09.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 01.09.1940, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 1 ina á sig við guð og keisarann. Ofurstinn sendi hermanninn í herdeildarfangelsið og ráðfærði sig við höfuðsmanninn hvað gera skyldi, en liann færðist undan að taka nokkura ákvörð- un og bar fyrir sig ýmsar kenni- setningar mannúðar-lífsstefn- unnar. Loksins urðu þeir þó báðir ásáttir um, að lialda mál- inu leyndu eftir því sem við yrði komið. En á hvaða hátt? Þessi bévitis ekki sen ferðalangur hafði auðvitað kjaftað frá öllu á lögreglustöðinni. Loks ákvað herfylkisforinginn að fara sjálf- ur til lögreglustjórans, hins mjög svo áhrifarika hershöfð- ingja Kokoschtkin. Hershöfð- inginn var mög strangur, skarp- skygn og laginn stjórnmála- maður, naut fylsta trausts Niku- lásar keisara. Hann einn gal komið þessu öllu i lag ef liann vildi. Á heimili hershöfðingjans af- sakaði Swinjin ofursti hina nátt- legu lieimsókn með því, að hún stæði i sambandi við brýnt og áríðandi erindi og bað um að hershöfðinginn yrði vakinn. Innan litillar stundar kom hann geispandi inn i stofuna, í nátt- slopp auðvitað, og hlustaði með athygli á frásögn hins siðförla gests. „Hermaðurinn fór úr varð- skýlinu og bjargaði manni ?“ át hershöfðinginn stutlaralega eftir. „Alveg rétt, herra hershöfð- ingi.“ „Nú en varðskýlið?“ „Ha, varðskýlið .... Það var kyrt.....“ „Jæja. Það gleður mig, að þvi skyldi ekki liafa verið stolið á meðan.“ í þessu spatigsama tilsvari liershöfðingans fanst Swinjin liggja staðfesting tilgátu sinnar, þeirrar að liershöfðinginn væri búinn að fá vitneskju um alt. En þannig var þessu þó ekki varið. Lögreglustjórinn liafði ekki hugmynd um neitt. Ró- lyndi hans átti rætur sínar að rekja til þreytu og kæruleysis. Honum ltom framkoma og gerð- ir hermannsins ekki minstu vit- und við, en til þess að vekja ekki óþarfa umstang lét hann kalla á lögregluvarðmanninn, mann- inn sem var bjargað, og þann sem bjargaði, fyrir sig. Á meðan bauð hann Swinjin ofursta sæti í hliðarherbergi, sjálfur settist hann við skrifborð í vinnustofu sinni, studdi höndunum fram á borðið og steinsofnaði. Simar voru ekki til í þann mund, heldur aðeins ríðandi, akandi eða hlaupandi sendi- boðar. Þess vegna fékk hers- höfðinginn að sofa drykklanga stund. Þegar þeir vox-u mættir sem stefnt hafði verið á fund hans, voru þeir leiddir ásamt Swinjin ofursta inn í vinnustofu hershöfðingjans. Hann hrökk 'upp, andlega og likamlega nærð- ur eftir blundinn, lét rétta sér gerðabókina, fletti í lienni nokk- urnm blöðum og snéri sér að því loknu að manninum sem var hjargað. „Hvernig stóð á því, að þú dast í ána gegnl keisarahöll- inni?“ „Eg var drukkinn, lierra minn.“ „Og hvað varstu að erinda úl á ísnum?“ „Eg ætlaði beinustu leið yfir ána, en datl niður um vök á leið- inni“ „Sástu hver bjargaði þér?“ „Afsakið, það var svo dimt og eg varð líka svo hræddur, en eg held samt að það lxafi veiið þessi maður“. Urn leið benti hann á einkennisklædda manninn. „Einmitt það! Þannig reik- arðu’ um göturnar ó næturnar svínið þitt í staðinn fyrir að sofa. Auðvitað hefurðu verið augafullur?“ „Vægð, heri’a minn! Eg var hara ofurlítið kendur“. „Skilst þér þá úrþvættið þitt, að þér ber að vera lífgjafa þín- um þakklátur til eilífðar?“ „Til eilífðar mun eg verða honum þakldátur.“ „Hvað heitið þér?“ spurði hershöfðinginn og sneri sér að björgunai’manninum. Sá einkennisklæddi sagði til nafns sins. „Heyrirðu það?“ „Já, herra minn.“ „Jæja rnundu þá hvað liann heitir og þakkaðu bæði guði og honum fyrir líf þitt. Snáfaðu svo burtu!“ Maðurinn lineigði sig djúpt og þaut út úr dyrunum, hamingju- samur yfir því að vera laus úr þessaiá ldípu. En ofurstinn stóð orðlaus af undrun yfir þessari óvæntu í’ás málsins, og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þá snéi’i herfoi’inginn sér að björgunarmanninum. „Þér hafið lagt líf yðar í hættu lil að bjarga manninum?“ „Já, heri’a minn,“ svaraði hann án þess að blikna. „Það hafa auðvitað ekki vei’ið nein vitni að þessari fífldirfsku yðar á þessum tima nætur?“ „Rétt til getið, herra minn. Það var hvergi mann að sjá að undanskildum hallarvörðun- um.“ „Já, en hallarverðirnir mega ekki vikja af sínum stað, svo að þeir geta ekki hafa vei’ið niður við ána. En vel að merkja, hafið þér nokkuð við gerðaþókina að ; athuga.“ Björgunarmaðurinn leit yfir j liið skrifaða mál. „Nei. Það er að öllu leyti rétt frá slcýrt hvað mig snertir." „Heljudáð yðar er launaverð. Eg mun sjá um að yður verði veitt hetjuvei’ðlaun fyrir þessa dásamlegu frammistöðu. Ekkerl að þakka. Þér megið fara.“ Lygalaupui’inn ljómaði af ánægju þegar liann fór. „Hafið þér, ofursti, engar ráð- stafanir gert, áður en þér konxuð til min?“ spurði liershöfðinginn og leit eldhvössu augnaráði lil hei’fylkisforingjans. „Nei, eg kom beina leið til yðar.“ „Það er gott. Þá getum við skoðað málið sem til lykta leitt. Eg óska yður góðrar nætur." ★ Swinjin ofursti þurfti þriggja daga livild til að jafna sig eftir þessa miklu hugaræsingu. Þá lét hann kalla Miller lxöfuðs- mann fyrir sig. „Guði sé lof, Nikolai Iwano- witsch,“ kallaði liann á móti höfuðsmanninum þegar hann kom inn úr dyrunum, „að liætt- an sltuh vera um garð gengin. Við ei*um hólpnii*. Mest eigum við lögreglustjóranum að þakka, ljúfmensku hans og lægni. En lil þess að alt sé í fullkominni reglu og enginn blettur á fram- ferði okkar, þurfum við að gera meira. Eg á við það, að við þurf- um að taka mál Postnikow’s hei’manns til meðferðar.“ „Það er alveg rétt,“ sagði höf- uðsmaðui’iim ánægjulegur yfir þessari giftusamlegu málalykt- an. „Farið þér strax til lier- mannaskálanna og látið þcr hýða hann tvö hundruð vandar- liögg í viðurvist herfylkisins.“ Miller ætlaði að mögla í mó- inn, en kornst ekki að. Ofurst- inn endurtók skipun sina, þur- lega og bjóðandi og henni varð að hlýða. Daginn eftir heimsótti herfylkisfoi-inginn hinn hýdda varðmann, þar sem hann lá í sárum sínum á sjúkrahúsinu. Ofurstinn gaf honum pund af syki’i og einn tepakka til að gleðja hann. „Hjartans þakkir herra of- ui’sti,“ sagði sjúklingurinn og grét af fögnuði yfir fegurð til- verunnar. Svo giftusamlega lyldaði Jxess- um atbui’ði fyrir alla. þá, sem hlut áttu að máli. §kák Spanski leikurinn. Hvítt: Dr. FORRES. Svart: A. ALJECHINE. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4, Ba4, Rf6; 5. 0-0, d6; 6. BxR (Betra er 6. c3 eða De2), pxB; 7. d4, Rxe4!; 8. Hel, f5; 9. pxp, d5; (Nú er svartur tví- mælalaust með hetra tafl, hann á biskupaparið og vel seltan riddara á miðborðinu); 10. Rd l, Bc5; 11. c3, 0-0; 12. 11 (Betra hefði verið f3), De8; 13. Be3, Bb6; 14. Rd2, Bh7; 15. R2f3, Hd8; 16. Dc2, c5; 17. Rb3 (sjálf- sagt var Re2 slrax), c4!; 18. Rd4, c5; 19. Re2, Dc6; 20. Hadl, h6; 21. Ilfl, Kh8!; 22. Kbl, Dg6; 23. Regl, Dh5; 24. Rh3, 8 7 6 5 4 X ■! 1 24.....(14!; 25. pxp, pxp; 26. Bxp, BxB; 27. IIxB, HxH; 28. RxH, DxRM; 29. pxD, Rf2f+; 30. Kgl, Rxp mát. — Eg 'held nú aÖ Abrahamsen sé farinn aö standa í Ritu sinni alveg furöanlega. — Þú átt viö þetta nöldur í morgun ? — Já, hann stóö sig fram yfir allar vonir, fanst mér. — Það var nú heldur ekki furða, þótt hann reyndi aö espa sig, skinniö aö tarna. Hún óö um alt og sporaöi, jafnóðum og hann þvoöi gólfiö! Frúin (við betlara, sem nú þyk- ist vera heyrnarlaus) : Mig minnir ekki betur en að þér væruð stein- blindur i vikunni sem leiö? Betlarinn: Alveg rétt, En þaö vildi ekki blessast. Eg fékk hér um bil ekkert annaö en buxnatölur alla vikuna! — Eg sil ekki hvernig þú getur veriö þektur fyrir aö sitja heima, þegar læknirinn þinn er borinn til grafar. — Ekki verður hann í minni jarðarför! — Hann er víst af frægum ætt- um. — Já, eitthvaö var Darwin-fræð- ingurinn aö segja um þaö!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.