Vísir Sunnudagsblað - 08.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 08.09.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 8. september 36. blað JAKOB HAFSTEIN: FRÁ MÖÐRUDAL TIL VATNAJOKULS - - - í BIFREIÐ Klukkan er 12 á hádegi þegar „Rauðka" nemur staðar á hlað- inu i Möðrudal á Fjöllum. „Rauðka" er sennilega ein- hver besti fararskjótinn til land- ferðalaga, sem til er á Islandi, létt á sér og lipur. Fordmótor frá árinu 1929 með tilheyrandi afbragðsgóðri fagurrauðri yfir- byggingu. Hún er rennivökur, skellir sér á alt, sem fyrir er og kynni mín af henni eru á þá leið, að hvorki kunni hún að ótt- 'ast bensínstíflur né önnur ó- þægindi. Það skal hérmeð játað, að ekki var ætlunin að nema staðar í Möðrudal, og reyndar var för okkar legin þar framhjá, þegar ákveðið var að hafa tal af Jóni bónda. Þvi síður var ráð fyrir þvi gert að leggja nokkurn krók á leið okkar, sem dag þenna var áætluð til Seyðisfjarðar, enda höf ðu útúrdúrarnir daginn áður orðið bæði margir og sæmilega tafsamir á leiðinni frá Húsavík til Grímsstaða. Fyrst að Þeysta- reykjum, þá í Ásbyrgi og loks í Forvöðin upp með Jökulsá, sem óefað er einhver fegursti og um Ieið hrikalegasti staður, sem get- ur að lita á landi voru, og tel eg rétt að benda ferðafólki á að gefa sér nægan tima í sumar- leyfum sínum norður í Iandi til að skoða þennan stað. Nú skyldi ferðinni hiklausl haldið áfram, og eigi komið síð- ar til Seyðisfjarðar en kl. 6" síð- degis. En áður en lengra er farið i frásögn þessari, tel eg rétt að greina frá þvi, hverjir þarna voru á ferð. Fyrst ber að nefna eigendur „Rauðku", þá Björn Pétursson, Halldórssonar borg- arstjóra i Reykjavik og Þórir Kristjánsson, Jónssonar va'gna- smiðs á Frakkastig 12, og loks undirritaðan, sem hafði verið svo lánssamur að lenda í þessu skemtilega „ferðafélagi" á Húsavík. Fljótlega lærði eg það af þeim félögum, að i sumarferðalagi ei' aldrei rétt að setja sér of þrönga ferðaáætlun og best að geta tek- ið öllu, sem að höndum ber, ekk: síst krókunum, jafnvel þótt þeir kunni að vera langir og kosta margfalt lengdar dagleiðir eða svefn í tjaldi f jarri mann.^bygð- um. Slikt er ómissandi þáttur i sumarleyfinu, og eitt er visl, að krókurinn inn að Vatnajökli sannfærði mig um þáð að |)eir, sem i sumarferðalög fara, eiga að beina stefnu sinni inn til ör- æfanna, en ekki að þræða bygð- irnar nema rétt þar, sem nauð- syn krefur. Kvöldið áður, þegar við ókum yfir Hólsfjöllin, blasti Herðu- breið við okkur sem ímynd þess fegursta, sem til er í íslensku f jallalandslagi. Léttur roði kveldsólarinnar lék um hinn hvita jökulskúf hennar og um blágráar hlíðarnar hömrum girtar, líkt og feimnisbjarmi á vanga ungrar stúlku, sem veit hve fögur hún er, en reynir að dylja fegurð sína á þann hátt þó, að hún verður enn fegurri. Morguninn eftir, þegar komið var inn í Möðrudal, og víðsýnið blasti við sjónum manns, alt inn til Kverkfjalla í Vatnajökli, reis Herðubreið næst manni upp úr öræfadýrðinni, gHtrandi í svell- andi hádegissólinni eins og hún vildi þakka fyrir siðast og bjóða góðann daginn eftir svefnværa nótt. Sá einn veit hvað það er að líta inn til öræfanna frá Möðru- dak sem reynt hefir, og ekki hvað sist, þegar hvergi sést ský á himni, sólin hellir brennhéit- um geislum sínum yfir alt og alla og ekki bærist hár ó höfði. Herðubreið og Herðubreiðarlindir. Ljósm,: Halldóra Guömundsd. „Kvöldift áður, þegar viS ókum yfir Hólsfjöllin, blasti Herðubreiö við okkur sem ímynd þess fegursta, sem til er í íslensku fjallalands- lagi. Léttur roði kvöldsólarinnar lék um liinn hvíta jökulskúf henn- ar og um blágráar hlíSarnar hömrum girtar." Þvi er naumast hægt að lýsa með orðum, og manni verður jafn- vel á að óska þess, sem ekki skeður æfinlega, þegar fegurðin er annarsvegar, að sem flestir fái notið hennar. Við félagarnir dáðum þessa fjarlægu fegurð eins og eitthvað það, sem dauð- legum manni er sýnt en fyrir- munað að eignast, komast nær eða að kynnast frekar, að minsta kosti ekki i bifreið. En það ótrúlega getur skeð. Og viðurðum þvi ekki litið undr- andi þegar Jón Stef ánsson, bóndi i Möðrudal, ávarpaði okkur með þeirri spurningu, hvort við vild- um ekki leggja „Rauðku" í ör- æfaferð inn að Vatnajökli, því að nú væri staðurinn og stund- in, en sjálfúr bauðst hann til að leiðbeina okkur. Það er nú einu sinni flestum mönnum i blóð borið að vera efagjarnir, og því er ekki að neita, að svo var um okkur fé- lagana að þessu sinni. Okkiu hafði sannarlega ekki órað fyrir því, að slíkt ferðalag gæti komið til greina, þvi að ekki vissum við betur en að hér væri yfir fjöll og firnindi að f ara, og hver vildi íeggjá bifreið i það ? Uppástúnga Jóns bónda kom því yfir okkur alveg eins og „þjófur úr heið- skýru lof ti", og þar að auki höfð- um við lagt af stað um morgun- inn með þeim góða ásetningi að taka nú ekki á okkur neina króka. Þetta var svo ekki nema 160 km. krókur. Nei, þetta minti okkur sannarlega meira á æfin- týrið um fyrirheitna landið en raunveruleikann sjálfan. Eg skal játa það, að suður til jöklanna leit eg með djúpri löngun, en til austurs áhyggju- blandinn, þvi að á Seyðisfirði átti eg brýnt erindi. En hver myndi hika við að heimsækja Vatnajökul ef að Seyðisfjörður næðist nú á tilsettum tíma samt? Eg var að velta þessu fyrir mér þegar maður, sem fyrir sex árum gaf mér skammarlega lágt á stúdentsprófi i dönsku, klappaði á öxlina á mér, heils- aði mér um leið og hann tók undir Uppástungu Möðrudals- bónda og bætti því svo við, að vegurinn væri afbragðs góður, eiginlega viðasthvar alveg eins og stofugólfið i Möðrudal. Vernharður Þorsteinsson, menntaskólakennari á Akureyri er greinarbesti maður og um flesta hluti ágætlega fróður, ekki síst um Möðrudalsöræfin þar sem hann geysist fram á hestum eínum á sUmri hverju. En að

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.