Vísir Sunnudagsblað - 08.09.1940, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
I FALLHLIFINNI
Þegar þú í fyrsta skií'li festir á
þig fallhlíf, með öllum þeim út-
búnaði, sem henni fylgir, snýsl
öll þín hugsun um hana og
hvernig þú eigir að fara að því
að nota hana. En þegar að því
kemur, að þú verður að nota
hana, er hún sjálf að meslu leyti
horfin úr hugsun þinni. — Þá
hugsar þú um ekkert, nema
sjálfan þig.
Aðeins þetta, að þú festir fall-
lilífina á þig, fyllir huga þinn eft-
irvæntingu og stolti. Loksins, er
sú stund lífs þíns upprunnin, að
þú leggir það í raunverulega
hættu. Á milli þess og dauðans,
er að eins þunnur silkidúkur,
sem nú liggur samanbrotinn á
baki þínu. Það er staðreynd, sem
þú getur ekki komist hjá að hug-
leiða, hvort sem þér líkar betur
eða ver. Til að byrja með, finst
þér sú staðreynd ekki sem þægi-
legust. Hún þyngir fætur þínar
og þvælist fyrir þér á meðan þú
ert að koma þér fyrir í sætinu í
flugvélinni. En undir niðri ert
þú stoltur. Þú reynir eftir megni
að hafa vald yfir sjálfum þér og
berst við að hrekja allar
heimskulegar hugsanir á brott.
Þú fálmar óafvitandi við reim-
arnar á brjósti þínu, en líti ein-
hver á þig, hættirðu því á auga-
bragði og ferð í þess stað að at-
huga hnappana á jakkanum þín-
um.
Og svo ferðu að hugsa um
hvernig í skrambanum þú eigir
að fara að því, að komast út úr
flugvélinni með öllu þessu haf-
urtaski á þér, ef eitthvað óvænt
skildi nú koma fyrir í loftinu,
áður en þú leggur af stað í sjálft
fallhlífarstökkið. Það er ein-
kennilegt hve hugsanir um bil-
aða hreyfla og vængmissi, sækja
að þér nú, einmitt þegar þú ert
með fallhlífina á bakinu. En
ekkert slíkt hendir .... ekkert
markvert kemur fyrir þig, fyi
en hið örlagaþrungna augnablik
rennur upp .... og þá eru þér
allar notkunarreglur algerlega
gleymdar, og þá finnst þcr þú
algerlega óundirbúinn.
Til fallhlífarstökks liggja að-
allega tvær ástæður, frægðarþrá
eða nauðsyn. En þegar að sjálfu
stöjckinu kemur, hverfa báðar
þessar ástæður, sökum þess, að
hvorug þeírra getur haft hin
minstu áhrif á sjálfa fallhlifina
eða endalok stökksins. Þ& er
fallhlífin hið eina í veröldjmn?
sem nokkru máli skif tir.
Með fálmandi fingrum losar
þú af þér sætisreimarnar og um
leið dettur þér í hug, hvort það
geti verið, að þú í misgripum
hafir losað einhverja fallhlífar-
reimina. Er þú hefir fullvissað
þig um að svo sé ekki, ríst þú úi
sætinu. Flugvélin tekur smá-
dýfur, þú heldur þér föstum og
nú finst þér það ógurleg tilhugs-
un, að verða að yfirgefa hana.
Upp úr hugarrótinu skýtur
setning ein skyndilega upp koll-
inum: — Teldu upp að tíu áður
en þú losar um sprotann, er
heldur fallhlífinni saman. —
Þú endurtekur setninguna, vél-
rænt og án þess að hugsa út í
hana. Aður voru þessi orð þér
mikilsverð lög, nú eru þau að-
eins hluti úr lexíu, sem þú lærð-
ir einhverntíma fyrir óralöngu.
Og svo verður þér á fyrsta
skissan. Þú lítur út og niður fyr-
ir flugvélina. ógagnsær, grá-
bólstraður skýadúkur er það
eina sem þú sérð. Einhversstað-
ar þar langt fyrir neðan, er það,
sem maður kallar jörð. Hroll-
kendur titringur fer um líkama
þinn og þú heldur þér enn fast-
ar en áður.
Að lokum ert þú knúður til að
sleppa taki þínu. Ef til vill er
það stoltið, sem knýr þig til þess,
en þó er það ef til vill öllu f rek-
ar nauðsynin.
— Nú, fyrst þetta verður að
gerast, þá ....
Þú réttir úr þér með varfærni.
Horfir hvasst og öruggt í allar
áttir nema niður fyrir þig.
.... Teldu upp áð tíu áður
en ....
Eftir
GEORGE
VERNON
Örvæntingin knýr þig til að
gefa þig sjálfan algerlega á vald
örlaganna. Þú sleppir taki þínu
og fellur ....
Brot úr augnabliki rænir fall
hraðinn þig allri hugsun. Öllum
aðvörunum, bendingum og regl-
um er sem sópað burtu af hinum
ískalda, sogandi gusti ér um þig
leikur í fallinu. Svo vekur sjáifs-
bjargarhvötin þig af dvaUnum.
Þú fálmar æðislega eftir sprot-
anum og er fingur þínir r\Á t:1':'
á honum, kippir þú í hann af
öllum mætti.
Og þá fyrst grípur örvænting-
in þig á vald sitt. Þú finnur enga
breytingu á fallhraðanum. Þú
f ellur og f ellur ....
Auðvitað er þvi úr huga þér
stolið á þessu augnabliki, að það
tekur nokkrar sekúndur að fall-
hlífin losni úr brotunum, kip])i
í strenginn og þenjist út. Þér
kemur engin önnur ástæða til
hugar, en sú, að fallhlífin sé að
einhverju leyti i ólagi og angist
dauðans nístir sál þina.
Á næsta augnabliki finnur þú
harðan og snöggan kipp fyrir
bringsmölum Um leið og fall-
hlífarborðarnir herða að lærum
þínum og brósti. Þér finst, sem
þú getir ekki dregið andann. ..
Og svo hverfur þessi tilfinning
eins snögglega og hún kom.
Hægt og rólega svífur ])ú í gegn
um geynrinn, sveiflast til og frá
'¦.¦¦<¦:•:••:¦¦¦:¦;•'¦'-\v'v:i
,,Og svo fertSu aö hugsa um, hvernig í skrambanum þú e'gir að
far% $% því, aB komasst i\t \\r flugvélinni meö öllu þessvt hafvulajki
ft þér",
,,Á tn.illí lífs þíns og dauSans er
aöeins þunnur silkidúkur, sem nú
liggfur samanbrotinn á baki þínu.'"
— Flugmennirnir klifra upp í
flugvélina, og á baki þeirra sjást
íallhlífarnar.
eins og pendúll i klukku. Það er
að vísu ekki sem þægilegast
fyrst í stað. En þú venst því
fljótlegaog innan skamms ertþú
þess fullviss með sjálfum þér, að
enn sért þú þó í lifandi manna
tölu og munir verða það enn um
hríð, ef engin sérstök óhepni
hendi þig.
Þó háls þinn sé stirður af
kulda og áreynslu, þvingar þú
þig til að líta upp fyrir þig. Það
er fögur sjón, sem þá iriætir
augum þírium. Breitt og bjarl
hvolfþak úr silki þenst út fyrir
ofan þig og frá jöðrum þess
liggja með jöfnum millibilum,
örmjóii' þræðir, sem að neðan
safnast allir í sama odddepli, —
hringnum og borðanum sem
tengir þig við þetta bjarta þak.
t sál þinni fara hinar tvistruðu
hugsanir, að safnast saman á ný
í samstæða heild, er lýtur yfir-
ráðum þínum. Þú ferð að geta
þér þess til, hverskonar landslag
það muni vera, sem skýin og
þokan fela sjónum þínum, —
borg, sveitaþorp, sjór eða þá
kannske skógur. Um það er ekki
golt að segja að svo stöddu. En
þessi heilabrot róa þig. Þú f inn-
ur að þér er öldungis á sama um
hvað nú tekur við. Þú ert búinn
að þola svo harða raun, þú hef ir
lifað svo Ianga æfi á þessum
undangengnum augnablikum,
að nú getur ekkert valdið þér
ótta framar.
Þú hverfur í skýjaþokuna,
andar henni að þér og frá þér
ineð þungum, reglubundnum
sogum. Skyndilega verður aftur
hciðbjart i kring um þig. Skýja-
þokan er nú ekki lengur utan um
þig á allar hliðar, heldur yfir
höfði þinu. Þér verður litið nið-
ur .,,, jörðin. —
Ólýsanleg gleði og hrifning
gagntekur þig, Sú hrifning, sem
a8eina getur gripið þann mann,