Vísir Sunnudagsblað - 08.09.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 08.09.1940, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ I fjöllistahúsinu Saga eftir KOKOSQUIST. er fram að þessu augnabliki hef- ir fallið og fallið gegn um enda- lausan eilifan geym, gegn um skýjaþykkni og þokubakka .... og sem nú fyrst sér líkur fyrir því, að þetta fall muni þó ein- hverntima fá enda. Þig langar mest til að hrópa og syngja og fara heljarstökk í loftinu af fögnuði. Þú nálgast jörðina óðum og enn ferðu að leita í hugskoti þínu, að leiðbeiningum og holl- ráðum, sem þér voru gefin, ein- hverntima löngu áður, en þú lagðir af stað i þessa löngu ferð. Á meðan þú varst i tvö til þrjú þúsund feta hæð yfir jörðu, fansl þér sem þér miðaði lítt áfram í áttina til hennar.... En nú, eftir því sem þú nálgast liana meir, finst þér þú falla hraðar og hraðar. Það er engu líkara, en hún æði til þin með örskots- ferð. Skyndilega lendir þér og jörðinni saman i hörðum á- rekstri. Þú liggur á höndum og hnjám, flæktur í böndum og mjúku silki. Maðurinn, sem sá til þin er þú sveifst niður úr skýjunum, kem- ur hlaupandi. Munnur hans er galopinn af undrun og hann glápir kjánalega á þig, um leið og hann spyr: — Hvaðan úr ósköpunUm ber J)ig eiginlega að . . . . ? — Og það er ekki svo ýkja- löng leið þaðan, — svarar þú kæruleysislega um leið og þér verður, svona rétt af hendingu litið upp i loftið. — Svona eitt- hvað í kring um sjö þúsund fet .... Svo byrjar þú á að levsa af þér böndin og greiða J)ig úr flækjunni. Þú lætur ekkert á því bera, hve mjög þú nýtur undrunar og bjálfasvipsins á andliti mannaumingjans. Og þó er það sá dásamlegasti svipur, sem þú hefir nokklim tíma aug- um litið. (Lauslega ])ýtt). Bismarck, járnkanslari Þýska- lands, skoraði próf. Virschow á hólm. Prófessorinn var ágætur vísindamaöur en engin skytta, og Atti hann a<S kjósa vopnin, J>ar sem á liann var skoraS. Virschow kom á hóhninn meö tvær pylsur. ..Þetta eru vopnin mín“, sagöi hann viö einvígisvotta Bismarcks. ,,Þær eru alveg eins, en önnur er full af „t.richinum“. sem eru banvænar. Fariö rneö pylsurnar til herra yöar, segiö honum aö boröa aöra og síöan mun eg eta hina. Annar okkai- mun devja, en viö höfum báöir jafna möguleika.!' Biimarck hsstti viS éinvi^ið og hafBi af Vir^ Sörensen hringdi mig upj) og sagði: „Konan mín er ekki heima. Eigum við ekki að skemta okkur eitthvað i kvöld?“ „Eg þakka þér fyrir boðið,“ svaraði eg, „en hvert eigum við að fara?“ „Við skulum fara í Vikloríu- fjöllistahúsið,“ svaraði Sören- sen, „og við getuni hitst í kaffi- húsinu okkar.“ Undir kvöld hélt eg í kaffi- húsið. Sörensen var kominn á undan mér og sat við púns- drykkju. Þegar við vorum teknir lil við aðra flöskuna sagði eg: „Eftir hálftima hefsl sýningin. „Ertu húinn að fá aðgöngmiða?“ Sörensen þagði. Svo hvolfdi hann í sig úr glas.inu og kallaði: „Þjónn! Eina flösku lil!“ Við ])ögðum. Púnsið var gott. Að svolítilli stundu liðinni spurði eg: „Hvernig eru sýning- aratriðin ?“ Það lifnaði vfir Sörensen. „Þau eru ágæt. Eg er búinn að sjá þau þrisvar sinnum og eg get farið þangað ótakmarkað oft. Fyrst kemur ung dansmær fram á sjónarsviðið, hún er í stuttu j)ilsi .... einu af þessum sem ná ekki nema niður undir hné.“ Sörensen stóð á fætur, hélt uppi kjóllöfunum sínum og ho]>paði nokkura hringi á gólf- inu. „Hún syngur: Eg vil eiga, eg vil eiga, eg vil eiga börn börn. Ha, ha, ha.“ Sörensen söng með skrækri og falskri rödd, en gestirnir skellihlóu við borðin. ^A.ð eins nokkurir taflmenn sátu þögulir við boi'ð sín og störðu alvarlegir fram fvrir sig. Sörensen skálaði við mig og liélt svo áfram: „Næsta sýning- aratriði er sjónhverfingamað- ur. Stórkostlegt, skal eg segja hér! Tlann fer úr jakkanum.“ Sörensen fór úr kiólnum. „Hann er i vesti innanundir, rauðu vesti sérðu. Þú verður sko að imynda þér að vestið mitt sé rautt. Og úr þvi fer hann lika.“ Sörensen hneppir frá sér vest • inu, fer úr því og leggur það á stól. Kaffihússgestlrnir byn’a að verða foívitnh’, þeir standa upp af gtóliiM fiínum ðg þppait ! Icylngumökte „Undir vestinu var liann í öðru vesti.“ Sörensen fer í vest- ið sitt aftur og hélt áfram: „Hann hneppir því frá sér og fer úr því.“ Sörensen gerir það sama og leggur vestið frá sér. „Þetta vesti er blátt.“ Hann hugsar sig um eitt andartak. „Eða grænt?“ sagði liann nokk- uð efablandið. „Hvað heldurðu að hann hafi svo þar innanund- ir? Enn þá eitt vesti —• gult vesti.“ Sörensen tók vestið enn og fór i það. Svo svolgraði hann í sig stóran sopa úr staupinu lil að hressa sig á, liristi höfuðið og mælti: „í þrjátíu vestum var liann, mannauminginn. Geturðu nú imyndað þér annað eins?“ Við klingjum saman glösun- um og Sörenen hélt áfram: „Þriðja sýningaratriðið er hund- ur sem bæði geltir og talar.“ Sörensen stóð upp af stólnum, lagðist á fjórar fætur og skreið geltandi bæði á milli horðanna og eins undir þau. „Fyrst segir hann voff — voff------- — voff, gott kvöld! Og hann segir þetla ákaflega greinilega og dinglar um leið rófunni.“ Sörensen stendur á þrem fól- um, en bregður annari hendinni aftur á milli fóta sér og dinglar henni þar, sem likast því er hann sá hundinn gera. Einnig skók hann bakhlutann til og frá, svo að mannfjöldinn skelti upp úr og veltist um af hlátri. „Hvað svo?“ sjmrði eg og helti aftur í glasið hans. „Svo kemur heljarstökkið!“ sagði Sörensen, hátiðlegur á svip. „Reyndu að gera þér í hug- arlund að borðið hérna sé uppi i mæni á leikhúsinu, óra hátt uppi í loftinu. Svo kemur maður hlaupandi og klifrar fimlega upp kaðalstiga Upp í loftið.“ Sörensen skriður upp á stól og eg reyni að styðja hann og að- stoða eftir bestu getu. Þjónninn kemur hlaupandi og hjálpar okkur til að rýma glösum og flöskum af borðinu. Alt var hljótt og kyrt i kaffihúsinu. Þar rikti dauðaþögn eins og eitthvert ákaflega stórkostlegt sýningar- atriði væri í vænduni. Hér vant- aði ekkert nema trumbusláttar- mann og lúðurþeytara til að vera undanfari þessa aðal-þátÞ ar 1 aýningarathófnirml Sóren< m stlifur if itélntvm m á borðið. Eg rétti honuin glasið. Hann sýpur á og segir: „Og núna stekkur hann mörg heljarstökk á leiðinni ofan úr loftinu og niður á gólf.“ Sören- sen reynir að setja á sig kempu- svip, en riðar og dettur kylli- flatur niður á gólfið. Það varð ógurlegur hávaði inni í veilinga- salnum og gólfið og borðin nötruðu undan þunganum. Skákmennirnir stóðu upj> frá borðinu sínu og komu til okkar. „Tafhnennirnir okkar ultu um koll.“ sögðu þeir þunglega. „Við verðum að byrja skákina að nýju, og þetla er alt ýkkur að kenna.“ „Eg bið afsökunar,“ sagði Sörensen auðníjúkur og brölti upp af gólfinu. „Eg skal viður- kenna að heljarstökksmaðurinn í leikhúsinU gerir þetta dálitið fimlegar en eg, því að cg hefi að undanförnu ekki æft þetta neitt. Og fyrir utan svo það, að það er ekki til siðs að tefla á meðan menn stökkva lieljar- stökk.“ Við pöntuðUm fimtu flösk- una. Sörensen riuddaði á sér mjöðmina, því hann viiiist hafa meitt sig í henni. Svo hélt hana áfram: „Næsta sýningaratriði eru músikölsku fíflin.“ Veitinga- þjónninn kom með heila tylft af vínglösum og lét þau á borð- ið, en Sörensen helti mismun- andi miklu af púnsi í þau og tók að syngja irska þjóðsönginn. Eg spurði hann ítarlega hvað þessi þremils hljóð ætlu að þýða, en hann svarði því einu til, að fífl- in væru írsk og að þau væru vön að syngja þjóðsöng heima- landsins. Sörensen hélt ófram að syngja, en það dreg eg stór- lega í efa, að írar hafi nokkuru sinni átt svo ófagran þjóðsöng. Sörensen barði i sífellu i glösin með tveimur skeiðum, og í Jivert skifti sem honum fansl liann framleiða falskan tón með ann- ari hvorri slceiðinni, drakk liann sopa úr því glasinu, sem hann sló falska tóninn úr. Það mink- aði óðfluga í glösunum. „Og nú kemur dislcaloddar- inn,“ hrópaði Sörensen i hrifn- ingu og þreif til sín tvo diska, sinn í hvora liendi. Gestirnir i kaffihúsinu hörfuðu aftur á bak. Eigandi gildaskálans kom hlaupandi og spurði hvort liann mættí tala víð mig eitl augna- blik. Þegai- við vorum komnir afsíðis Iivislaði hann i eyra mér: Ef að trúðjeikarinn, sem með yður er, akuldbinduv sig lil að Homa hlngað 6 hverju kvöldi ö§( iým UstÍP s!nar, þá þávf hvor

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.