Vísir Sunnudagsblað - 08.09.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 08.09.1940, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SIÖAM Ora F. Haite í Indianopolis var tekinn fastur af lögreglunni og sakaður um bf liraðan akst- ur. Hann mótmælti harðlega, sagðist alls ekki hafa ekið of hart, og því til sönnunar kvaðst hann hafa verið á leiðinni til bæjarskrifstofanna til að borga útsvar. Það gætu allir heilvita menn skilið, að hann hafi ekki verið að flýta sér neitt. „Maðurinn er saklaus!" úr- skurðaði dómarinn. • Að aflokinni aðalæfingu fransks gamanleiks, komu leik- endurnir saman á leikhúskaffi- húsinu og spjölluðu saman. All í einu kom ungri og fagurri leik- konu, sem kölluð var Luzietta, nokkuð til hugar. „Claudio!" kallaði hún, „segið þér okkur eitthvað úr lífi yðar. Það er svo aðdáunarlega gaman að hlusta á yður þegar þér segið frá." Leikendurnir tóku þessari til- lögu lcikkonunnar feginsamlega þrátt fyrir undanfærslu og mót- þróa hins fræga leikara. Loks lét hann undan fyrir þrábeiðni meðleikara sinna. Claudio Demaria er jafnvel enn í dag gullfallegur maður og enn getur hann töfrað og dáleitt í'agrar konur þrátt fyrir sín gráu hár. Hann hallaði sér af tur á bak í stólmun, bragðaði á víninu og hóf frásögnina á sinn scrkenni- léga og töfrandi hátt. „Þegar saga þessi gerðist var eg tuttugu og tveggja ára að aldri. Eg var nýlega búinn að gera fyrsta leiksamninginn minn við Teatro Lirico i Flórens. Leik- hússforstjórinn, hann Nardetto gamli, hafði af lilviljun séð mig leika i Forli, og honum líkaði leikur minn svo vel, að hann gerði mér mjög girnilegt tilboð. Eg á Nardetto margt gott að gjalda, þvi hann hjálpaði mér með ráðum og dáð. Meðal ann- r.rs sagði hann mér þegar í upp- !:íifi, að eg yrði að vera hlédræg- ur gagnvart flórentísku kven- þjóðinni, því hún væri blóðheit, og það væri ekkert hættulegra til l'yrir ungan og efnilegan leikara, en a'ð lenda í klóm kvensnif ta og i hneykslismálum þeirra vegna. Hann sagðíst meira að segja setja mér þessa hlédrægni að skilyrði fyrir stöðu minni við leikhúsið. Um þetta sama leyti komst eg á snoðir um, að mjög skemtilegt einbýlishús var til leigu á fall- egum stað fyrir lítið gjald. Eg lét þetta einstaka tækifæri að sjálfsögðu ekki ganga úr greyp- um mér, en jafnframt varð eg að útvega mér þjón. Og þá var það, sem eg náði í Jósep. Eg hefi aldrei verið hepnari á æfi minni, því Jósep greyið var alveg fullkominn þjónn. Og þar að auki þurf ti eg sama sem ekk- ert að borga honum. Hann var ánægður ef eg lét hann fá notuð föt af mér og slitin. Hann var á svipuðu reki og eg, en sýndist þó eitthvað ofurlítið unglegri fyrir þá sök, að hann var — öf- ugt við mig — altaf glaður og hress og reiðubúinn til allskonar saklausra þorparastrika. Hann varð á skammri stund hvers manns hugljúfi sem kyntist honum, en það eina sem kvartað var undan, var hvað hann hermdi eftir mér í símanum og reyndi að líkjast mér. Þetta olli stöku sinnum misskilningi, en eg fann aldrei neitt að þessu, enda duldist mér ekki, að hann reyndi oft og einaít að apa hreyfingar mínar og fas". Það lék bros um varir Claudio Demaria: „Jósep var alveg sér- staklega vinsæll meðal kvenna. Og þar eð eg var ekki nema ör- sjaldan hehna, þá urðu ungu, fallegu stúlkurnar sem komu í heimsókn til mín, að láta sér nægja að heimsækja þjóninn minn. En þær virtust una sér vel i návist hans, og hann ekki síður í návist þeirra, því hann unni konum — ef til vill helst til heitt. Annars á eg sjálfur Jósep marg- ar og fagrar stundir að þakka, hann gladdi mig á þúsundfaldan liáll, sem enginn annar en hann hefði getað gert. Og — ef mér verður hugsað til hans núna," .... hélt hinn aldraði leikari á- fram og gleðibros lék um andlit hans, „verð eg hamingjusamur á ný rétt eins og þegar við bjugg- um forðum saman i Florenz". „En hvað er orðið af þessum dásamlega Jósep .... ?" spurði Luzietta forvitnislega. „Nú órðið hef eg ekkert við hann að gera," sagði Claudio lágt. „A mínum aldri . .. ." „Hvað kemur það Jósep við?" spurði Luzietta forviða. „Það kemur honum mjög mikið við," svaraði Claudio og þunglyndislegt bros lék um var- irnar á honum, „því að eg og hann vorum einn og sami mað- ur. Það sem mér var bannað sem leikara, það mátti Jósep gera sem þjónn.....Og ef maður er I KLUKKI7TIr¥m<j!I — NorSur af Laugardal og austur af Þing- vallasveit geng- ur tindaklasi allmikill ¦— frá austri til vest- urs. Heita þeir vestustu Kálfs- tindar, en þá koma Klukku- tindar, og þaS eru þeir, sem sjást á mynd- inni. Er þetta einn af fegurstu stöSum í nár grenni ' Þing- valla og tiltölu- lega auSvelt aö komast þanga'S úr Rvík um helsrar. á annað borð leikari, verður maður að geta breylt sér eftir þörfum, Það er gaman að geta leikið tvö hlutverk í sama leikn- um — eg tala nú ekki um, ef leikurinn er — lífið sjálft." • í fyrra kom Frederic Kent, sem er eigandi einhvers stærsta vaxmyndasafns Ameríku til París f rá St. Louis, varð þar ást- fanginn í lískumær einni, bað hennar, fékk jáyrði, fór með hana heim til St. Louis og kvæntist henni þar. En hamingja nýkvæntu hjón- anna varð endaslept. Eiginmað- urinn sinti vaxmyndunum méir en konunni sinni, og hún hefndi sín með því, að sækja allskonar skemlislaði og var ófeimin að láía sjá sig með hinum og þess- um karlmönnum. Meðal þeirra sem hún kyntist var einn af auðugustu og glæsi- leguslu mönnum í St. Louis, John Raleigh að nafni. Kunn- ingsskapur þeirra dafnaði vel og skjótt og eitt sinn þegar Fred- eric Kent kom heim til sín, fann hann bréfsnepil í stað konunnar sinnar. Á miðanum stóð: „Fyrirgefðu mér, en ég gat ekki þolað þetta leiðindalíf lengur. Ástin er mér sjálfri yfir- sterkari." Nokkurar vikur liðu án þess að nokkuð bæri til tiðinda. Kent var að vísu ákaflega sorgmædd- ur en smám saman fyrntist harmurinn í brjósti hans. Þá bar það við, að konan hans, Yvonne stóð einn morgun ljóslifandi fyrir framan hann og varpaði sér grátandi í faðm honum. „Elsku hjartað mitt! Eg grát- bið þig um að fyrirgefa mér," sagði hún kjökrandi. Og Kent, sem var hjartagæðin sjálf fyrirgaf henni — en mann- inum, sem hafði tekið hana frá honúm gat hann ekki fyrirgefið. Og hann hugsaði um það dag og nótt hvernig hann gæti hefnt sín á óþokkanum. Loks kom honum býsna gott snjallræði til hugar. Svo liðu dagar — ekki saml ýkja margir og þá sáu gestir vaxmyndasafnsins nýja vax- mynd í glæpamannadeildinni, sem ekki hafði verið þar áður. Myndin stóð á milli Al Capone og fjöldamorðingjans Landru. Hún var klædd i náttföt, en á- horfendur þurftu ekki að vera í neinum vafa um, að myndin var af John Raleigh. Á fótstallinum stóð letrað: „Einn af hættuleg- ustu glæpamönnum hér í borg", og þar fyrir neðan stóð svohljóð- andi aðvörun: „Kvenfólk. í St. Louis! Varið ykkur á þessum manni!" Það liðu ekki nema fáeinar klukkustundir uns öll borgin var búin að fá vitneskju um þessa nýju vaxmyn'd og aðsóknin var blatt áfram gífurleg. En nú var röðin kominn að John Raleigh að reiðast, og hann varð æfur sem von var. Hann fór til vinar síns sem var hnefa- leikamaður, og bað hann að fara inn í vaxmyndasafnið og skjóta myndirnar niður. Hann varð við þeirri beiðni, gekk á röðina og ónýtti hverja myndina á fætur annarri. Það liðu ekki nema fáeinar mínútur, uns hver ein og einasta vaxmj^nd í hinu fagra safni lá í moíum og gjörónýt á gólfinu. Málið er sem stendur fyrir dómstólunum og ekki vitað hvernig því lyktar. Annarsveg- ar krefst Kent skaðabóta og að vaxmyndirnar verði endurreist- ar sér að kostnaðarlausu en hinsvegar krefst Raleigh 100.- 000 dollara skaðabóta fyrir æruhnekkir.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.