Vísir Sunnudagsblað - 15.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 15.09.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 15. september 37. blaö HUKLAHAJIQA TA Shuklahajigala er verslunar- gala í Bombay — pg ein af þeim sem ill orð fer af. Þar eru ekki seldir skartgripír, ekki guða- myndir, skór nc hitabrúsar. Það er alt önnur vörutegund, sem þar er seld. Komirðu þangað að degi til, -sérðu lítið annað en einskonar limburbúr og nokkur hrum kerlingarhró sem sópa óhrein- indum úr íbúðarkytrunum út á göluna. Fáeinir hvítklæddir Kínverjar og Arabar sleikja sól- skinið á gangstéttinni. — Shu- klahajigata liggur nefnilega á milli kínverska borgarhutans og kirkjugarðs múhameðs- trúarmanna. Á útiofnum, sem standa úli á gangstéttunum er verið að sjóða einhverja rétti. Það er ekki hægt að sjá hvaða réttir það eru, en lyktin af þeim — ólyktin, meina eg — sannfærir alla hvíta veg- farendur um, að þeir myndu aldrei koma niður einum ein- asta bita af þessum mat, hversu svangir sem þeir væru. 1 þröng- um hliðargötunum úir og grúir af börnum, sem þar eru að leik. Það er varla hægt að komast eftir þessum götum öðruvísi en að traðka ofan á fleiri eða færri krökkum. Svartar beiningakon- ur sitja fyrir manni og biðja um aura. Augu þeirra eru dökk og djúp og á látlausu iði. Þau eru hyldjúp eins og hafið, og maður hefir það á tilfinning- unni, að i þessum augum glat- ist maður eilíflega. Mann sundlar. Á kvöldin ljómar Shuklahaji- gata í logandi ljósgliti, allavega litu. Timburbúsin eru upplýst með mislitum ljósum, sumum rauðum, öðruní" bláum, gulum og grænum. Og í þessum hús- um eða íéttara sagt búrum — sitja konur í glitrandi silkiklaið- um, hendur og fætur alsett keðj- um og skartgripum, hárið gljá- andi af kókosolíu, andlitin mál- uð guðamyndum með bláum lit og lófamir og berar iljarnar lit- -i^^*r Indverjar hafa löngum þrátS fult sjálfstæði sitt og stuntlun] hefir kom- ið til óeirða af þeim ástæðum. Hér á myndinni sjáum við felustað fakírsins af' Ipi i Waziristan, en hann er einn þeirra indversku fursta, sem sýnt hafa Bretum opinberan mótþróa. aðar safranrauðum lil. Margar þeirra sitja klukkustund eftir klukkustund hreyfingarlausar á bak við grindurnar og stara fram fyrir sig eins og vaxmynd- ir. 1 daufri, mislitri birtunni orkar þetta þungt og næstum geigvænlega á þá sem framhjá ganga. Sumar stúlkurnar hafa hljóðfæraleikara í búrinu hjá sér, sem leika á indverskar handtrumbur eða simbalo og dansa hringdansa. Sumir á- horfendur þykjast sjá og finna skyldleika i þessum konum bak við grindurnar og í villidýrum dýragarðanna, þvi að stundum æða stúlkurnar eða hlaupa f ram og aftur með grindunum eins og í blindri og æðisgenginni út- þrá — þrá eftir birtu og frelsi. Þær reka upp óp, sársaukafuit og nístandi, sem líkist ískyggi- lega mikið villidýraöskri í frumskógunum. Helst eru þetta ungar — í anda fleygar — kon- ur sem enn hafa ekki vanist lif- inu i búrunum. Við enda götunnar beyrist dimmur og þunglamalegur klukknaómur. Hann berst út i kvöldið og nóttina frá litlu bænahúsi sem ekki verður kom- ist inn í nema með því að skríða. Þegar búið er að venjast rökkr- inu inni í kapellunni, sést að þar inni er stytta af Kali, dauða- gyðjunni indversku. Þannig er Shuklahajigata — all skuggaleg gata i sérhverri EFTIR VILLY HAAS. merkingu þess orðs. Þangað kemur engin kona eftir sólar- lag á kvöldin, því hér versla ekki aðrir en karlmenn ef tir að sól er hnigin til viðar. Hver sá, sem þekkir stórborg- arlíf Bombayborgar að eins á yfirborðinu, þekkir sporvagn- ana, járnbrautirnar, þjótandi bifreiðar, upplýstar verslunar- götur, fögur borgarhverfi og iðandi líf hennar, mun reka i rogastans þegar hann rekst á þessa svörtustu hlið austur- lensks þjóðlífs inni i borginni. En á bak við tiskublandið yfir- borð hins indverska þjóðlífs búa margir æfagamlir leyndar- dómar. Þetta er einn þeirra. Það er ekkert viðfangsefni til, sem er örðugra en það, að skygnast inn í indverskt hjóna- -og ástalíf. Ekki svo að skilja að indverskt fjölskyldulíf sé með öllu hulið Norðurálfubúum. Láti maður í ljós skilning og ást á landi og þjóð — og hvaða maður með tilfinningar i brjósti skyldi ekki unna þessu glóandi og rómantiska draumalandi — hann mun mjög bráðlega verða kærkominn gestur á indversk heimili, og þar mun hann finna til gleði og hamingju í skjóli þessa kyrláta og íhaldssama fjölskyldulifs. Gesturinn mun einnig verða boðinn að vera við- staddur heimilsfórnarhátið á helgidegi Mahalaxmi gyðju. Reyndar valda margbrotnir sið- ir við trúarathöfnina miklum erfiðleikum fyrir útlendinga, en það gerir ekki svo mikið til. Hinn góðlátlegi pres'tur strikar rauða Brahmanamerldð bros- andi á enni manns og þar með eru erfiðleikarnir yfirunnir. Indverjar hlaupa yfirleitt ekki í felur með, athafnir sínar og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.