Vísir Sunnudagsblað - 15.09.1940, Side 1

Vísir Sunnudagsblað - 15.09.1940, Side 1
1040 Sunnudaginn 15. septembep 37. blaö Shuklahajigata er versl'.inar- jfri lii í Bombay — og ein af |jeim sem ilt orð fer af. Þar eru ekki seldir skartgripir, ekki guða- myndir, skór né hitabrúsar. Það er alt önnur vörutegund, sem þar er seld. Komirðu þangað að degi lil, sérðu lítið annað en einskonar timburbúr og nokkur brum kerlingarhró sem sópa óhrein- indum úr íbúðarkytrunum út á götuna. Fáeinir hvítklæddir Kínverjar og Arabar sleikja sól- skinið á gangstéttinni. — Shu- ldahajigata liggur nefnilega á milli kinverska borgarhutans og kirkjugarðs múhameðs- trúarmanna. Á útiofnum, sem standa úti á gangstéttunum er vcrið að sjóða einhverja rétti. Það er ekki liægt að sjá hvaða réttir það eru, en lyktin af þeim — ólyktin, meina eg —- sannfærir alla hvita veg- farendur um, að ]ieir mvndu aldrei koma niður einum ein- asta bita af þessum mat, hversu svangir sem þeir væru. í þröng- um hliðargötunum úir og grúir af börnum, sem þar eru að leik. Það er varla hægt að komast eftir þessum götum öðruvísi en að traðka ofan á fleiri eða færri krökkum. Svartar beiningakon- ur sitja fyrir manni og biðja uin aura. Augu þeirra eru dökk og djúp og á látlausu iði. Þau eru hyldjúp eins og hafið, og' maður hefir það á tilfinning- unni, að í þessum augum glat- ist maður eilíflega. Mann sundlar. Á kvöldin ljómar Shuklahaji- gata í logandi ljósgliti, allavega litu. Timburhúsin eru upplýst með mislitum ljósum, sumum rauðum, öðrunT bláum, gulum og grænum. Og í þessum liús- um eða 1-éttara sagt búrum — sitja konur í glitrandi silkiklæð- um, hendur og fætur alsett keðj- um og skartgripum, hárið gljá- andi af kókosolíu, andlitin mál- uð guðamyndum með bláum lit og lófamir og berar iljarnar lit- . . "... ' .. ,y:/ é; A - - J - * '.......... •-' • ' ‘ ~" ' jjll' ' Indverjar hafa lönguni þráð fult sjálfsíæði sitt og stundum hefir kom- i?5 til óeirða af þeim ástæðum. Hér á myndinni sjáum við felustað fakírsins af Tpi í Waziristan, en Hann er einn þeirra indversku fursta, sem sýnt hafa Bretum opinberan mótþróa. aðar safranrauðum lil. Margar þeirra sitja klukkustund eftir klukkustund hreyfingarlausar á bak við grindurnar og stara fram fvrir sig eins og vaxmynd- ir. í daufri, mislitri birtunni orkar þetta þungt og næstum geigvænlega á þá sem framhjá ganga. Sumar stúlkurnar liafa hljóðfæraleikara í búrinu hjá sér, sem leika á indverskar handtruinbur eða simbalo og dansa hringdansa. Sumir á- horfendur þykjast sjá og finna skyldleika í þessum konum bak við grindurnar og í villidýrum dýragarðanna, því að stundum æða stúlkurnar eða hlaupa fram og aftur með grindunum eins og í blindri og æðisgenginni út- þrá — þrá eftir birtu og frelsi. Þær reka upp óp, sársaukafult og nístandi, sem líkist ískyggi- lega mikið villidýraöskri í frumskógunum. Helst eru þetta ungar —- í anda fleygar — kon- ur sem enn hafa ekki vanist líf- inu i búrunum. Við enda götunnar heyrist dimniur og þunglamalegur ldukknaómur. Hann berst út í kvöldið og nóttina frá litlu bænahúsi sem ekki verður kom- ist inn í nema með því að skríða. Þeg'ar búið er að venjast rökkr- inu inni í kapellunni, sést að þar inni er stytta af Kali, dauða- gyðjunni indversku. Þannig er Shuklahajigata — all skuggaleg gata í sérhverri EFTIR VILLY HAAS. merkingu þess orðs. Þangað kemur engin kona eftir sólar- lag á kvöldin, því hér versla ekki aðrir en karlmenn eftir að sól er hnigin til viðar. Hver sá, sem þekkir stórborg- arlíf Bombavborgar að eins á yfirborðinu, þekkir sporvagn- ana, járnbrautirnar, þjótandi bifreiðar, upplýstar verslunar- g'ötur, fögur borgarhverfi og iðandi líf hennar, mun reka i rogastans þegar hann rekst á þessa svörtustu lilið austur- lensks þjóðlífs inni í borginni. En á bak við tískublandið yfir- borð liins indverska þjóðlífs búa margir æfagamlir leyndar- dómar. Þetta er einn þeirra. Það er ekkert viðfangsefni til, sem er örðugra en það, að skygnast inn í indverskt hjóna- og ástalíf. Ekki svo að skilja að indverskt fjölskyldulíf sé með öllu hulið Norðurálfubúum. Láti maður í ljós skilning og ást á landi og þjóð — og livaða maður með tilfinningar í brjósti skyldi ekki unna þessu glóandi og rómantíska draumalandi — hann mun mjög bráðlega verða kærkominn gestur á indversk Iieimili, og þar mun liann finna til gleði og hamingju í skjóli þessa kyrláta og íhaldssama fjölskyldulífs. Gesturinn mun einnig verða boðinn að vera við- staddur heimilsfórnarhátíð á helgidegi Malialaxmi gyðju. Reyndar valda margbrotnir sið- ir við trúarathöfnina miklum erfiðleikum fyrir útlendinga, en það gerir ekki svo rnikið til. Hinn góðlátlegi pres’tur strikar rauða Bralimanamerkið bros- andi á enni manns og þar með eru erfiðleikarnir yfirunnir. Indverjar hlaupa yfirleitt ekki í felur með athafnir sínar og

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.