Vísir Sunnudagsblað - 15.09.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 15.09.1940, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Eiiivígi í Aiidalúsín. Eftir SERASIN ESTEBANEZ CALDERON. Tveir menn gengu rólega yfir St. AnnatorgiS og stefndu á krána, sem víðfræg var fyrir að selja besta vín, sem yfirleitt var liægt að fá í allri Sevillaborg. l'as og framkoma mannanna benti ótvírætt á hverskonar fuglar ])etla voru. Annar þeirra — sem gekk yfir torgið, var um eina fingurlengd hærri en hinn maðurinn og bar sig borg- inmannlega með perluskrýddan flókahattinn á höfðinu. Hatt- urinn var með borða — jafn svörtum og syndir mannsins voru, sem bar hann. Hann hélt á yfirhöfninni undir vinstri hendi, og það skein í fjólublátt fóðrið, en hægri ermin, er héklc niður var úr „merino“-leðri og það glytti í silfurspennur fremst á erminni. Hann var í lijarð- mannsstígvélum, hvítum að lit með lyrkneskum hnöppum, og í fagurrauðum buxum, sem náðu niður fyrir hné. Þessi búningur og þó öllu fremur hinn sterklegi limaburður, ruddalega framkoma, hárið i svörtum síðlokjcum og dökk, eldleg og leiftrandi augu, báru þess greíniléga vitni að maður- inn var einn þeirra, sem ríða hesta þreytta og leggja naut með spjóti. Hann var í djúpum samræð- um við manninn sem með hon- um var, mann sem var frekar horaður en grannvaxinn, en fá- dæma limamjúkur og liðugur í lireyfingum. Hann var í lág- um skóm, sokkarnir voru festir við fagurbláar buxurnar með brúnum sokkaböndum, vestið var gult, en grár jakkinn var skreyttur með hnapparöðum og saumröndum. Kápuna bafði hann flakandi frá sér og hatt- inn hallandi utan í annan vang- ann. Hin stuttu, cn jöfnu og á- kveðnu skref hans — og létt- Iciki lueyfinganna létu menn renna grun i, að hann væri ekki með öllu óvanur því, að halda á rauðri dulu fyrir framan mannýga og - vilta risatarfa, hvorl heldur það voru úrvals- tarfar frá Utrera eða Jara. Eg — sem dái slíka menn í blindni og gæti dáið fyrir þá — gat ekki stilt mig um að veita þeim eftirför og fara inn i krána í humátt á eftir þeim. Þeir fóru ínn í matsölusalinn og eg settist við borð sem lílið bar á, svo eg yrði ekki til að trufla viðræður þeirra, því eg sá að þeir lögðu hendurnar um hálsinn hvor á öðrum — auðsjáanlega í þeirri trú að þeir væru þarna einir inni, og tóku að rabba saman á þessa leið: „Pulpete,“ sagði sá stærri, „núna, þegar við ætlum að standa augliti til auglitis hvor frammi fyrir öðrum með dolk- ana okkar að vopni — þú þarna og eg hérna — einn tveir — við- búnir — nei eigum við ekki að fara fyrst inn til Iiljóm- sveitarinnar, hlusta á nokkur lög á meðan og fá okkur eina könnu af öli?“ „Senor Balbeja,“ sagði Pul- pete um leið og hann leit til hliðar og skyrpti fyrirlitlega á skóinn sinn, „eg er ekki sá mað- ur að eg geti verið reiður öðr- um eins vini og þér út af smá- munum eins og Donnu Gorja eða öðrum jarðneskum gæðum, og ekki óttast eg heldur þó að stálblað skeri barkakýli mitt í sundur eða standi mér i bjarta- stað. Þess vegna skulum við súpa vinið og syngja á meðan: „Blóðgum vopnin upp að hjölt- um.“ Þeir báðu um vín og þeir simgu: „Auga fyrir auga,“ gam- alt þjóðlag frá Sevilla. Að svo búnu stóðu þeir á fæt- ur, sviftu af sér yfirhöfnunum með dansandi fimi og dróu hnifa sína úr slíðrum, þá er þeir ætluðu að berjast með. Annar þeiri a var flæmskur með hvítu skefti, hinn var frá Gua- dix, snæri vafinn niður að hjölt- um. Á báða lmífana blikaði, þeir voru oddmjóir og auðsýni- hárbeittir. Þeir brugðu hnífunum á loft og handléku þá svo ört, að ekki varð greint. Yfirhöfnunum héldu ]>eir á vinstra handlegg og þannig hoppuðu þeir í kringum hvorn annan, stund- um í fimlegum stökkum og stundum í stuttum en léttum og fjaðurmögnuðum skrefum. Þeir hlupu ýmist saman eða fjar- lægðust hvorn annan, með hnífana á lofti og beindu þeim án afláts hvor að öðrum. Alt í einu brá Pulpete yfir- höfn sinni á loft. Það var tákn þess að hann langaði til að segja eittlivað. Senor Balbeja staðnæmdist og lagði lilustirnar við. „Balbeja, vinur minn,“ sagði Pulpete, „mig langar til að biðja þig einnar bónar. Hrufl- aðu mig ekki til lýta í framan, því það gæti orðið til þess, að inóðir mín þekti mig ekki fram- ar — og svo vil eg heldur ekki verða ljótur.“ „Eg skal gera sem þú biður!“ svaraði Balbeja. „Eg skal stefna hnífnum mínum neðar.“ „En ristu mig heldur ekki á kvið. Eg hefi ávalt verið hrein- látur og eg ætla að biðja þig að óhreinka mig ekki þegar þú stingur kuta þínum í lifrina eða krassar í önnur innýfli min.“ „Eg skal stefna hnifnum hærra, en nú skulum við halda áfram.“ „Hlífðu líka brjósti mínu. Eg hefi alla æfi verið brjóstveikur!“ „En góði vinur Hvaða aðferð á eg þá að liafa til að drepa þig?“ „Balbeja vinur minn — það er yfris nógur tími og tækifæri til að stinga einn mann, og ég hefi hérna á vinstri liandleggn- um t. d. kýli sem þú getur stung- ið á ef þú vilt“ „Segjum það,“ sagði Balbeja, tók sér upphafsstöðu og lagði til árásar á Pulpete með meiri ákafa en nokkuru sinni áður. Báðir sveifluðu þeir hnífum sinum, báðir skáru þeir loftið í eldsnörum viðbrögðum, báðir blésu þeir af mæði, en aldrei fengu þeir færi livor á öðrum. Þeir vörðust, hvor um sig öllum viðbrögðum hversu snögg sem þau voru. Eg veit ekki hvernig þessu einvígi hefði lyktað — því að mín holdgranna og liruma per- sóna var ekki vel til þess fallin, að ganga á milli hinna liárbeittu og oddhvössu hnifa, og ekki var gildaskálaeigandinn heyrnar- betri en það, að liann leit ekki svo mikið sem inn um skráar- gatið. Hann liefir vafalaust hald- ið að i-uðningurinn í borðunum og stólunum sem ultu um koll, svo að bergmálaði um allan salinn, væru einhverjir viðeig- andi tónar í hljómsveitinni. Annars tók hann öllu með af- skiftalausri ró, og það var eins og hann væri að þjóna tveimur englum, en ekki dulklæddum djöflum, þegar hann var að bera á borð fyrir þá. Þess vegna segi eg það, að eg veít ekki hvernig að þessu hefði lyklað, ef ný manneskja hef'ði ekki komið inn um dyrnar, sem óhjákvæmilega hafði all djúp- tælc óhrif á þenna hildarleik. Það var ung Senoríta, fagurlega limuð, mjúk í hreyfingum og óvenjulega fögur ásýndum. Hún var i fallegum skóm og sokkum, svörtu fellingapilsi, með fléttaða ól um sig miðja, hnakkaskraut í hárinu og höf- uðsjal úr svörtu silki með kögri — eitt sjalhornið féll aft- ur á öxl henni. Þannig kom hún með mjúkum hreyfingum, studdi liöndunum á mjaðmir sér, gekk fram hjá mér og leit um leið alt í kringum sig. Þegar að gestgjafinn leit liana varð hann liöggdofa af undrun, liann stóð eins og stytta og starði á stúlkuna, og eg sjálfur hefi aldrei komist í aðra eins æsing síðastliðin þrjátíu ár. Þetta var Donna Gorja. Hún var svo hrifandi, að það var því líkast sem rafmagnsstraumur færi um likama minn. En Donna Gorja leit eldci við úr sér genginni, hriktandi beina- grind eins og mér. Hún stikaði beint áfram — í áttina til or- ustuvallarins. Og einvígið virtist vera háð upp á lif og dauða. Þegar Don Pulpete og Don Balbeja urðu liinnar fögru Donnu Gorja var- ir, sem var hin upprunalega or- sök einvígisins, en jafnframl verðlaun sigurvegarans, urðu þeir enn ákafari en nokkuru sinni fyr. Það var sem berserks- gangur kæmi á þá og stökk þeirra og hreyfingar urðu fjað- urmagnaðri og ákveðnari en áð- ur. Og þó fengu þeir ekki skert eitt einasta hár á höfði livors annars. Helena sú hin fagra er þarna stóð, virti þegjandi fyrir sér hin miklu og karlmannlegu átök og svipur hennar bar þess vitni, a'ð henni var leikur þessi enganveg- inn á móti skapi. Það lcom upp i henni, hið æfagamla kvenlega eðli, að þrá aðdáun, jafnvel þótt það hefði skelfingu og dauða í för me'ð sér. En smám saman þyngdust augnabrúnir hennar þó og ennið hrukkaðist lítillega. Hún brá annari hendinni aftur að eýr- anu og tók þar -— ekki eyrnar- lokk eins og mátt hefði ætla — heldúr vindilstubb, hálfbrunn- inn og varpaði honum á milli hólmgöngumannanna. Er þeir urðu þessa varir, hörfuðu þeir lotningarfullir aftur á bak og báðir töldu þeir sig liafa hlotið aðdáun og hylli fögru stúlkunn- ar i fellingapilsinu, vegna þess að klæði þeirra voru orðin all- rifin. En liún spurði stuttaralega og skorinort: „Skeður þetta mín vegna?“ „Af hvaða ástæðum öðrum ætti það svo sem að ske?“ svör-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.