Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 22.09.1940, Qupperneq 2

Vísir Sunnudagsblað - 22.09.1940, Qupperneq 2
3 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ handtók einhvern fjórmenning- anna, fór „Ma“ á fund lögregl- unnar og reyndi á allan hátt, eins og áður, að fá þá látna lausa. Hún varði þúsundum dollara til að greiða lögfræðing- um og reyndi altaf að fá sonu sína Iátna lausa, gegn „æru- orði“, þegar búið var að dæma þá. Hún hafði nægt fé handa í milli núna, því að hún heimtaði há gjöld fyrir ráðleggingar sín- ar og fyrir að skjóta skjólshúsi yfir þá, sem lögreglan átti eitt- hvað vantalað við. Rétt um þetta leyti þurftu þrír fjórmenninganna nauðsyn- lega á allri þeirri lijálp að lialda, sem móðir þeirra gat þeim í tí látið. Arthur var í ríkisfangels- inu i Oklahoma. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi fyr- ir að myrða næturvörð í sjúkra- húsi. („Ma“ skrifaði fylkisstjór- anurn og ásakaði liann fyrir að láta hengja hann upp á þumal- fingrunum og rottur ráðast á hann). Lloyd var í Leaven- wortli-fangelsinu og átti að „sitja“ í 25 ór og Fredie var í ríkisfangelsinu í Lansing (Kan- sas) fyrir innrot. „Ma“ heim- sótti öll þessi fangelsi og grát- bændi yfirvöldin um að gefa drengjunum einn „sjans“ enn. Hver, sem þekti hana ekki, myndi hafa haldið að liún væri alveg buguð af mótlætinu, en meðan hún gerði þetta leyndi bún Hermanni, sem lögreglan var að leita að! Jafnskjótt og hann taldi sér ó- hætt að yfirgefa fylgsni sitt komst hann í vandræði aftur. Hann gekk í bandalag við slótt- ugan glæpamann, Ray Terrill að nafni, sem hafði þann sið að ræna heilum peningaskápum og aka þeim burt á vörubíl! Siðan opnaði liann þá í liægðum sín- um, langt frá þeim stað, þar sem ránið var framið. Einu sinni þegar þeir reyndu eitt slíkt rán í Missouri, koma lögreglan að þeim. Þeir Hermann komust þó undan á flótta, en Hermann særðist. Nokkuru síðar, eftir rán í Newton í Kansas, var skotið á nokkra lögregluþjóna, sem reyndu að ná tali af mönnum í bíl og lést einn lögregluþjón- anna af sárum. Lögreglan svar- aði skothríðinni og nokkuru síð- ar fanst lík Hermanns utan við Wichita í Kansas. Það er talið líklegt, að hann hafi látist af sárum, sem hann fékk í þessurn bardaga, en opinberlega er hann talinn hafa framið sjálfsmorð. Þannig lauk ævi ejsta sonar „Ma“ Barker. NÚ kemur Freddie aftur lil sögunnar. Þegar hann hafði verið látinn laus úr fang- elsinu í Lansing tók hann saman við alræmdan glæpamann, Alvin Karpis (sem siðar sór að koma J. Edgar Hoover, foringja G- mannanna, fyrir kattarnef), og þeir leituðu nú slcjóls hjá „Ma“, sem flutt liafði bældstöð sína til Thayer í Missouri. Skömmu eft- ir það var verslun ein í West Plains í sama fylki rænd. Lög- reglumaður, sem sá bifreið, er leitað var að, fara inn í viðgerð - arverkstæði, ætlaði að tala við ökumanninn, en er hann gekk að bilnum var hafin skotliríð innan úr honum og lögreglu- þjórminíi særðist banasári. Lög- reglan gerði strax áhlaup á Barker-heimihð og sá þá að það- an hafði verið flúið í skyndi. „Ma“ Barker, Dunlop (maður sem liún bjó með), Freddie Barker og Alvin Iíarpis voru öll horfin. Þau flýðu til St. Paul, Minne- sota, og þar varð heimili þeirra samkomustaður allra glæpa- manna, þ. á. m. var Dillinger tíður gestur þar. „Ma“ græddi á tá og fingri á gestum sínum. I livert skifti sem lögreglan varð of nærgöngul var skift um heimilisfang. En altaf héldu Freddie og Alvin áfram ránum sínum í Noi-ðurrikjunum og Miðvesturríkjunum. „Ma“ Barker var nú orðin sannkallaður forvörður glæpa- manna. Hún fór oft til annara borga og ef dvalarástæður virt- ust góðar þar, leigði hún hús og kallaði siðan á „hirð“ sina. Hún fór líka í banka, til þess að at- huga veikustu blettina á þeim og kynti sér líka öll næstu stræti til þess að skipuleggja flótiann, þegar búið var aðfremja tilætlað rán. En áður en það var framið samdi hún tillögur um hvernig best væri að liaga því o. s. frv. Hún var orðinn „s!órmenni“ á sviði glæpanna. En slíkur ferill gat ekki orðið langur. Sonur konu einnar, sem leigt hafði „Ma“ íbúð, tók eftir því, að þegar Alvin og Freddie fóru í verslunarferðir sínar, höfðu þeir altaf fiðlukassa með- ferðis. Hann taldi þá verahljóm- Iistarmenn, en dag einn þegar hann var að blaða í leynilög- reglutimariti, kom hann auga á myndir þeirra og yfir þeim stóð:. „Eftirlýstir fyrir morð“. Piltur- inn tilkynti lögreglunni þetta tafarlaust, en þegar liún kom á vettvang, kom í Ijós, að allur söfnuðurinn var horfinn út í bláinn. Enda þótt þessi tímabæri flótti liafi e. t. v. verið tilviljun ein, hlýtur „Ma“ að hafa fréit um húsrannsóknina. Hún grun- aði augsýnilega Dunlop, sem hún bjó með, um að gefa lög- reglunni upplýsingar, því að eigi löngu síðar fanst hann á bakka stöðuvatns eins i Minne- sota, drepinn með þrem skol- um. Rétt hjá lá blóðugur kven- mannshanski. MEÐAN þessu fór fram hafði alríkislögreglan — menn Hoovers - haft augastað á félögum „Ma“ Barker og son- um hennar. Loks liandtóku þeir Francis Keating, Tbomas Hal- den og Harvey Bailey, sem allir höfðu sloppið úr ríkisfangels- um. Þegar leitað var á Bailey fanst á honum verðbréf, sem verið bafði meðal þýfisins í bankaráni í Fort Scolt í Kansas. Alvin og Freddie voru viðriðnir þann glæp og jafnskjótt og þeir fréttu um handtöku Baileysyfir- gáfu þeir ibúð sína í Kansas City. Til þess að forða Bailey frá fangelsisvist réðu þeir lögfræð- ing, en munu ekki liafa verið allskostar ánægðir með frammi- stöðu lians. Svo mikið er víst, að hann fékk skilaboð um að hitta „piltana“, fór á hinn til- tekna stað og fanst þar dauður síðar. Um það leyti tókst „Ma“ að fá Arthur (sem var dæmdur í æfilangt fangelsi fyrir morð) látinn lausan og þegar liún var á þann liátt búin að styrkja flokk sinn, sneri hún sér að miklum „fjáraflaplönum.“ Hún var þó ekki óttalaus um, að menn Hoovers væri á hælum sona hennar og fékk því lækni einn lil að reyna að breyta fingraförum þeirra. En það tókst ekki og einu afleiðingarn- ar voru afskaplegar þjáningar fyrir Arthur og Freddie. Glæpamenn, eins og aðra, grípur oft tískuæði og skyndi- lega varð mannrán aðalatvinna glæpamannanna. „Ma“ Barker athugaði möguleikana á þessu sviði, með það fyrir augum að hagnast á þessari grein og skömrnu síðar sögðu blöðin frá því, að Mr. Eward G. Bremer frá St. Paul hefði verið rænt og verið látinn laus gegn greiðslu 200.000 dollara. Eftir að hann kom heim aftur sagði Bremer „G-mönnunum“ sögu sína. Enda þótt bundið hefði verið fyr- ir augu hans, meðan 'hann var fluttur til og frá felustaðnum, gat hann samt gefið þeim mik- ilsverðar bendingar, þegar hann skýrði frá því, að bætt hefði ver- ið bensíni á bíl mannræningj- anna, þegar þeir voru að flytja bann til Rocliester í Minnesota, þar sem vinir hans tóku við hon- um. Þegar leitað var við veginn fundust fjórir tómir bensín- dunkar — og á einum þeirra var fingrafar. Nokkuru áður en þetta varð, bafði Edgar Hoover -—- stjórn- andi G-mannanna — orðið það ljóst, að fingrafarasafn hans var ekki nógu fullkomið. I því voru fingraför átta miljóna manna, en bann átti ékkert safn yfir „einstök“ fingraför. Það var því byrjað á að koma upp slíku safni og þar voru geymd fingra- för allra þeirra, sem búast mátti við að fremdi frekari glæpi, en orðið var. ETTA nýja safn sannaðí ágæti sitt í Brenner-mál- inu, því að fáum mínútum eftir að búið var að gera Ijósmynd af fingrafarinu á bensíndunlcn- um fékk Hoover skilaboð um að það væri af Artliur Barker. Skipanir voru þegar sendar til næstu ríkislögreglustöðvar og leitin var hafin. Úr því að „G-mennirnir“ voru komnir á slóðina, fór Barker- Iiyskið að örvænta um hag sinn. George Zeigler, einn þeirra sem tók þált í Bremer-ráninu, var spurður spjörunum úr. Taugar hans þoldu ekki áreynsluna og bráðlega leysti hann frá skjóð- unni. Nokkuru síðar, er hann var árla dags á gangi í einu af úthverfum Chicago-borgar, var bifreið ekið hratt framhjá hon- uin. Skothríð dundi úr bílnum og Zeiglerfélldauðurniður,bláti áfram sundurtættur. „Ma“ Bar- ker starfaði eftir bestu — eða verstu — reglum glæpamann- anna: Hún upprætli þá sem töl- uðu. En G-mennirnir voru nú í óða önn að ríða netið utan um þessi óþokkahjú. Glæpakunn- ingjar þeirra voru teknfr og yfirheyrðir og margir gáfu góð- ar upplýsingar. Eftir eins árs þolinmóðlega rannsókn og leit, fanst Arthur Barker íChicago og var handtekinn. Annar meðlim- ur flokksins náðist einnig og hafði hann í fórum sínum landa- bréf af Florida. Var þar sett krossmark við borgina Ocala. Úrvalssveit G-manna, búin ágætum byssum og með miklar birgðir af skotfærum og tára- gasi, var þegar send í flugvél til Ocala. Varlegar fyrirspurnir vísuðu þeim leiðina að fögru og ihurðarmiklu húsi á bökkum Weir-vatnsins rétt hjá borginni Oklawalia. Slegið var verði um

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.