Vísir Sunnudagsblað - 22.09.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 22.09.1940, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ dýrafræðingsins ekki annað en undanfari þeirra veglegu mót- tekna sem hann átti í vændum í New York. Daginn áður en skipið kom til New York, kom skipstjórinn að máli við dýrafræðinginn, brosti í laumi út í annað munnvikið, bauð sessunaut sínum góðan vindil og sagði mjög góðlátlega, að það væri nú i rauninni ekki nema til skammar, að koma með tvo gullfroska til New York þar sem hann hefði tilkynt að hann kæmi með heila tylft. Það væri, þegar málið væri vandlega athugað, miklu betra fyrir hann að koma alveg frosk- lausan. Þeir skyldu borða sam- an í kvöld og biðja matsvein- inn að matbúa þessa froska fyrir þá tvo eina. Ræðan var sannfærandi, stórir svitadropar féllu af and- liti dýrafræðingsins og sálar- stríð hans var mikið. En því lengur sem leið á ræðu skip- stjórans dofnaði samviskan — og þar að auki voru gullfroskar steiktir á teini guðaréttur. Eftir miðnætti þegar skip- stjórinn og dýrafræðingurinn vom búnir að ljúka síðasta bit- anum af gullfroskunum og auk þess orðnir allmikið við skál, hélt skipstjórinn aðra ræðu — að þessu sinni fyrir minni næsta gullfroskaleiðangurs. Þá flautuðu skipsblístrurnar. „Newcastle" skreið inn á höfn- ina í New York. Forstjórinn fyr- ir dýragarðinum i New York var búinn að tilkynna öllum blöðum borgarinnar um hinn stórvægilega fund March's dýra- fræðings og þýðingu hans fyrir dýragarðinn. Blaðaljósmyndar- ar mættu í tugatali niður á höfninni, kastljósum var varpað og mannfjöldinn beið óþreyju- fullur eftir að sjá þessi feikna sjaldgæfu dýr. Búið yar að draga fána að hún og upplýstar viftur, með áletrunum til heið- urs March's prófessor, dýra- fræðingsins mikla, sem færði dýragarði New York-borgar ó- metanlegan feng. Þektur vis- inamaður hélt móttökuræðu og lofaði hástöfum afdrif og ómet- anlegan árangur leiðangursfor- ingjans. „Háttvirtu karlar og konur", hóf dýrafræðingurinn svarræðu sína, náfölur og skjálfandi, „eg --------eg----------------". Lengra komst hann ekki þvi þá kom skipstjórinn honUm til hjálpar og bætti við: „hefi haft þá miklu ánægju að bjóða samferða- mönnum minum hvorki meira né minna en tólf steikta gull- froska frá Trinidad, og þeim kemur öllum saman um það, að það sé einhver allra besti og dýrmætasti réttur sem þeir hafi nokkuru sinni fengið. Við biðj- um ykkur innilega afsökunar á því að hafa ónáðað ykkur hing- að með ljósmyndavélar og gull- froskabúr, en eg get fullvissað yður um það að það á enginn sök á þessu, ekki einn né neinn, ekki matsveinninn, ekki eg, enginn nema gullfroskarnir sjálfir. Þeir voru altof girnilegir til átu, til þess að komast svona langa leið með fölki sem kann að meta góðan mat." Ræðan var á enda, en dýra- fræðingurinn sendi skipstjóran- um djöfullegt augnaráð. Sem betur fór varð það ekki nema augnaráðið eitt, því lögreglan varð að vernda leiðangursfor- manninn fyrir mannfjöldanum er vildi hefna sín fyrir árangurs- lausa vökiinótt. En dýragarðurinn í New York* borg er að einu leyti auðugri eftir en áður. Það er þekking á þvi hvernig gullfroskar skuli steiktir. Skák Hvítt: A. Aljechine. Svart: E. König. 1. dl, Rf6: 2. c4, b6; 3. Rc3, Bb7; 4. Dc2! d5; 5. pxp, Rxp; 6. Rf3 (hindrar e5, sem myndi gefá svörtum jafnt tafl) e6; 7. e4, RxR; 8. bxR, Be7; 9. Bb5+, c6; 10. Bd3, 0-0 (Betra var að leika fyrst,Rd7) 11. e5, h6; 12. h4! (hótar að leika Hh3 og Hg3 og ennfremur Rg5 og síðan Bh7+ og Bg8!) c5 (með þessu undirbýr svartur að geta svarað 13. Rg5 með .... 13 pxp; 14. Bh7+, Kh8; 15. Bg8, d3!, en við öllu varð hinsvegar ekki gert) 13. Hh3!Kh8; Max Baer er sigurstranglegur á svipinn. M^iidin er tekin þegar hann er að búa sig undir að berjast við Tony Galento. Bardaginn, sem fór fram í júlí og var um það, hvor þeirra ætti að berjast við Joe Louis um heimsmeistaratignina, lauk með sigri Baer, eftir mesta skrípaleik. 14. Bxh6! f5 (Ef 14. .. gxB, þá Dd2 og vinnur) 15. exf6e.p., Bxf6; 16. Bg5, pxp; 17. Re5! Rc6; 18. De2! g6 (Ef 18i .. RxR þá rnátar hvitur í fjórum leikj- um) 19. Bxg6, Kg7; 20. Bh6+, — Viltu gefa mér hana dóttur þína, Jóhann? — O-sei-sei-já — takt' 'ana bara! ÞaS er ekki eignin í! * Halli keypti sér notaSan bíl. — Datt þér í hug aS hann væri not- aSur? spurSi hann vinstúlku sína hinn montnasti. — Nei, mér datt í hug aS þú hcfSir smíSaS hann sjálfur. Umsjónarmenn i matvælaeftir- liti New York-borgar komu inn í matsöluhús. KölluSu þeir fyrir sig eigandann og sögSu: „Þú auglýs- ir hérakássu í glugganum. Er ein- göngu hérakjöt í kássunni?" — „Nei", svaraSi maSurinn dauS- skelkaSur, „þaS er dálítiö af hrossakjöti?" í henni líka. „HvaS mikiS af hrossakjöti ?" spyrja um- sjónarmennirnir. „Jafnt af hvoru. Einn hestur og einn héri." * Afkomendur Confucius hafa bú- iS í 2500 ár í Kufow í Kína, fæS- ingarstaS hans. Kínverskt spakmæli: RefsaSu barni þínu á hverjum morgni. Ef þú veist ekki um ástæSuna, þá veit barniS um hana. Kg8 (Ef 20. .. KxB þá 19. Dh5+ og mát í næsta leik) 21. RxR, BxR; 22. Dxe6+, Kh8; 23. BxH, DxB; 24. Dxc6, gefið. Bóndinn. Hann stóð um kvöld við kofan sinn og hvildar naut frá amstri dags. Og hrífa og orf lá uppi' á vegg, því óðum leið til sólarlags. Hann sá í loftið liðast reyk, og logni spá um þessa nátt. Hann heyrði söngfugl syngja lag og sumarfegurð lofa dátt. Hann sá við túnið hest á beit og heyrði jarm í margri kind. Hann sa hvar gnæfðu gömul fjöll, með geislaflóð um sérhvern tind. Svo leit hann yfir' land sitt nær, og liðin ár frá þeirri tíð, er hjá sér köllun fyrst hann fann, að fara' og rækta þessa hlíð. Og hann leit slétta, gróna grund og gras, er lá í þykkum flekk; og ánægður með alt sitt verk hann inn til sinnar konu gekk. Guðm. Þórðarson frá Jónsseli.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.