Vísir Sunnudagsblað - 29.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 29.09.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 29. september 39. blað LEYNDARDÓMUR BAFFINLANDS EFTItt PniIiIP^H.'fGODSIKLli Höfundur þessarar greinar er meðlimur í konunglega breska landfræðifélaginu. Er hann gamall starfsmaður Hudson Bay- félagsins í Kanada, hefir ferðast um flestar þær slóðir, sem frá- sögn hans gerist á og er góðkunningi Joy, lögregluforingja, sem kemur hér við sögu. ESKIMÓINN Nookudlah réri húðkeip sínum kná- lega innan um ishrönglið. Sólin var nú komin upp ef tir langa vetrarnóttina og skein á ládauð- an sjóinn, þar sem isjakarnir flutu á við og dreif. Auk þess sem Nookudlah var óvenjulega hávaxinn, var hann herðabreiður og kraftalegur á að sjá. Þær voru líka margar sögurnar, sem sagðar voru i snjókofum Iglulirmit Eskimó- anna um dugnað foringja aþeirra. Hann barði konu sína sjaldan, sá altaf fyrir nógu til að bíta og brenna og átti altaf yfrið nóg af hreindýrafeldum til f ata- gerðar. Á þenna dugnaðarmann heimskautsauðnanna litu aðrar konur ættbálkanna með mestu velþóknun. En Nookudlah leit ekki nema á eina aðra en eigin- konu sína — hina mögru Kood- loo, sem hafði stór augu eins og óttaslegið hreindýr og var ekki einu sinni nógu sterk til að bera sæmilega byrði á bakinu. Skyndilega stöldruðu augu Eskimóans við sjóndeildar- hringinn, þar sem reykjar- mökkur rauf bláma himinsins. Nookudlah sneri húðkeipnum við i f lýti og réri alt hvað af tók 'upp að ströndinni. Þar náðu snæviþakin fjöllin alveg niður að sjó og létu þorp Eskimóannd virðast enn minna, en það var i raun og veru. „Kablunaken killie! Hvítu mennirnir eru að koma!" hróp- aði Nookudlah æstur. Eskimó- arnir þutu með gleðiópum út úr skinntjöldum sínum. „Kabluna- ken killie!" hrópaði Nookudlah aftur. „Nú munum við fá mikið af tóbaki, því að hvitu menn- irnir eru góðfc. Þeir kunna ekki að meta auðæfi sín. Þeír halda að einskisnýt refaskinn, sem að eins er hægt að nota til að þurka hendur sinar, sé meira virði en hnífar og byssur." Eskimóarnir hlupu fram og aftur, mösuðu saman, hlóu og þvöðruðu um hvað hvítu menn- irnir myndi hafa meðferðis að þessu sinni. Allir fóru i stáss- klæði sín og konurnar néru daunillu lýsi á kinnar sínar." Jafnskjótt og skipið varpaði akkerum, lagði heill floti kvennabáta að því. Menn, konur og börn klifruðu Upp kaðalstig- ann með aðstoð .hásetanna. Þau gengu með aðdáunaraugum um skipið og virtu fyrir sér þá auð- legð timburs og skínandi málma sem þar gat að lita og varð hugs- að til hinna afarlöngu ferða i suðurátt, sem þau urðu að fara, ef þau ætluðu að afla sér viðar- búts, í húðkeip, boga eða örvav. Skipstjórinn, stór, hvítur maður með skínandi húfu, tók brosandi í Iiönd hvers einasta, sem um borð kom, en stýrimað- urinn bar fram ketil fullan af sjóðheitu, sætu tei og kex — kringlótta hluti, sem virtust vera úr beini, en brotnuðu hæg- lega, þegar bitið var i þá, Það var þó einn maður i föru- neyli skipstjórans, sem Eski- móarnir skif tu sér ekki af — og það var túlkurinn. Hann var Eskimói, eins og þeir, en hroka- fullur. Hann gekk klæddur sem hvítur maður og talaði mikið. Sagði hann m. a., að vegna ástar sinnar á Eskimóunum ætluðu hvítu mennirnir að byggja stórt timburhús á ströndinni og fylla það með byssum, öxum og marglitum „skinnum", eins og Þetta kort sýnir alla þá staði, sem nefndir eru í þessari frásögu. — Merkin-----tákna f erðalag Joys, en merkin ----- leiSina, er Janes ætlaSi aS fara frá Pondsvík til Chesterfieldvíkur. • táknar versl- unarsta'Si og borgir. þeir notuðu í föt. 1 staðinn vildu þeir fá öll þau refa- og bjarn- dýraskinn, sem Nookudlah og menn hans gátu safnað. Þegar veiðimennirnir réru i land um kveldið, voru þeir i besta skapi og hlógu dátt. Þeir töluðu um hepni sína alla nótt- ina. Næsta dag hjálpuðu þeir hvítu mönnunum til að bera kassa og annað á þann stað, þar sem byrjað var að reisa timbur- húsið. En tími kraftaverkanna var ekki enn liðinn hjá. Tveim dög- um síðar kom annað skip sigl- andi gegnum isinn og varpaði akkerum nærri ströndinni. Það var hrörleg skonnorta, sem hét „Kite". Eskimóarnir voru fljótir að taka eftir einu. Robert Janes, skipstjórinn á Kite — lagvaxinn maður með eldrautt hár og djúp, blá augu — virtist ekki eins rikur og þeir, sem áður voru komnir. Og kona Nookud- íah, Innoyah, sagði honum að hún hefði heyrt skipstjórana tala saman hátt, eins og þeir væri reiðir. Janes hafði gengið á brott og steytt hnefana. Eski- móarnir veltu því fyrir sér, hversvegna þessir tveir menn væri að deila, úr þvi að þeir væri svo rikir. Það var erfitt að finna lausnina á því. Þegar bæði skipin létu í haf frá Ponds-vik, þrjú þúsund mil- ur fyrir norðan Montreal, stóðu tveir litlir kofar á ströndinni. Annan kof ann átti f élagið Arctic Gold Co., og þar bjó Joe Flor- ence. Hinn kof ann, sem ekki var i mílu f jarlægð, átti Janes skip- stjóri. Kofi Janes var ömurlega fá- tæklegur, en i augum Eskimó- anna vár hann ævintýrahöll, þvi að annar helmingur hans var fullur af byssum, glampandi hnifum og kötlum. Og stóri ofu- inn, þar sem Janes brendi „svörtu steinunum" (kolum),

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.