Vísir Sunnudagsblað - 06.10.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 06.10.1940, Blaðsíða 5
VISIK SUNNUDAGSBLAÐ o Frásaga um alt að 60 ára búskap arnarhjóna, hjá Núpum í Ölfusi, eftir frásögn Hannesar Ólafssonar fyrv. kaupmanns og fleiri heimildum. Arnarhjónin á Núpum. Arnarunginn á Núpum. (Myndina tók Stefán Nikulásson). Enn hvað lionum gat liðið vel. Gat það átt sér stað, að eini- berjabrennivinið væri farið að svífa á hann...... Úr þokumóðu sveimandi hugsana lians skaut upp grein úr Helgakveri .... Helgaltver .... livað vildi það .... Hann mundi ekki eftir að sú hók hefði ónáðað sig, síðan liann geklc til prestsins. En svona var það samt. Það var einhver grein úr því, sem nú tók að ásækja hann. Hann mundi ekki glögt hvernig hún var .... Hafði sjálfsapt ekki lært hana ofvel, frekar en annað sem stóð í þeirri bók. Hún hljóðaði eitthvað á þá leið, að það væri synd gagnvart guði, að fara gálauslega með lif sitt og stofna því í voða að óþörfu. O-jæja .... Það var nú svo mörg syndin. Helgi bullsvilnaði. Svitinn rann í stríðum straumum niður bak lians. En livað lionum gat hðið vel......Sængurnar ofan á honum voru svo heitar og létt- ar .... einkennilega léttar. Það var áreiðanlegt að einiberja- brennivínið var tekið að svifa á hann, — og það meir en litið. Hugsanirnar héldust ekki leng- ur við í liöfði hans .... þær sveimuðu í kring um liann og fjarlægðust liann stöðugt meir. En það var eitthvað, sem hann var að berjast við að muna .... Eittlivað, sem hon- um reið afarmikið á að gleyma ekki.....En livað það nú var .. Jú .... það var satt. Hann varð að muna að vera stinghalt- ur í hægri fótinn, þegar hann risi úr rekkju....... Var það ekki áreiðanlegt að hann segði að það hefði verið á liægra fæt- inum, sem hann snérist þegar hann datt, þarna úti í skerinu. .... Slæmt að muna þetta ekki fyrir víst, því livað myndi Sveinbjörg segja, ef hann nú á morgun, væri lialtur á öðrum fæti en þeim, sem hann var haltur á, þegar þau tóku hann upp i bátinn...... Þegar Sveinbjörg kom inn með tárin í augunum og fjórða bollan af lútsterku og brenn- heitu kaffi i höndunum, var Helgi Halldórsson sofnaður. Sveinbjörg lofaði guð hátt og í hljóði. Henni þótti svo undur- vænt um mann sinn. Það fann hún glegst i dag. Og gamli báturinn stóð upp í naustinu...... A Eftir Bcrgstein Kri§tján§§on. I. Inngangur. Seinni hluta ágústmánaðar s. I. lágu leiðir okkar Hannesar Ól- afssonar fyrverandi kaupmanns saman um stund. Hannes er sveitamaður í húð og hár, þótt hann hafi lengst ævi sinnar dvalið í Reykjavík. Ilann er al- inn upp á Núpum i Ölfusi, og alt landið þar og afréttur ölfus- inga er honum lieilög jörð, því hvert kennileyti á þessum slóð- um geymir endurminningar fró æskuárum hans. Ein endurminning er honum þó sérstaklega fersk í minni, en hún er um arnarhjón seni verptu þar í hömrunuin fyrir ofan bæinn öll þau 17 ár sem hann dvaldi á Núpum. Við kom- um okkur því saman um að bregða okkur þarna austur til að skoða hiistað arnarhjónanna og afla okkur frekari heimilda um búskap þeirra. Kvaðst Hann- es vera sérstaklega fús til þess af þvi, að í mörgu, sem liann hefir séð ritað um örninn og hætti hans, þykir honum kenna helst til mikils ókunnug- leika og missagna. í grein þeirri sem hér fer á eftir, verður nú leitast við að segja sem sannast frá búskap þessara arnarhjóna, eftir frá- sögn Hannesar og öðrum þeim heimildum sem okkur tókst að afla okkur. Svo og endurkomu arnanna á þessar stöðvar. II. Búskapur amarhjónanna að Núpum og daglegir hættir þeirra. Á þeim tíma sem hér ræðir um, bjuggu á Núpurn lijónin Þorgeir Þórðarson og Guðríður Guðmundsdóttir. Þorgeir var fæddur 1823 en Guðríður 1837. Þau voru efnuð vel og bjuggu rausnarbúi, og voru hinir mestu höfðingjar á gamla vísu. Þor- geir var skarpvitur maður for- spár og framsýnn, og eru enn til margar sagnir um kjarnyrði hans og framsýni, en það liggur utan við ramma þessara hug- leiðinga, en væri efni í aðra grein, og verður því ekki farið um það fleiri orðum liér. Þau Þorgeir og Guðríður gifi- ust 1855. Þau byrjuðu búskap að Hagavik i Grafningi og hjuggu þar til 1859, er þau flult- ust að Núpum. Eftir því sem næst verður komist munu arnarhjónin lnifa verið sest að á Núpum nokkuð á undan þeim hjónum, og hjuggu þar síðan óslitið til 1913, og hef- ir þvi húsela þeirra á Núpum tæplega verið skemri en 60 ár. Á Núpum eru tvö hreiður sem örninn hefir verpt i; annað lireiðrið er i háum hömrum ofan við túnið, skamt fyrir aust- an bæinn. Iireiðrið er í litlum skúta ofarlega í liömrunum og eru grasteigingar niður frá hreiðrinu, sem gróið hafa upp af driti fuglanna og matarleifum. Skútinn er það stór að ekki sést örninn eða ungar hennar þó hún sitji inni. Á þessum stað er örninn alger- lega óhultur fyrir öllu ónæði af manna völdum, en nokkuð þyk- ir mér benda til, að hann hafi ekki unað sér þar eins vel og i hinu hreiðrinu, sem síðar getur. Yestan við hreiðrið er liár klettastandur; þar sat karlfugl- inn löngum á milli veiðiferða og hvesti sjónir suður yfir bygðina til veiðistöðvanna. Hitt hreiðrið er miklu vestar í hömrunum; þar er skai'ð djúpt í hömrunum sem heitir Val- hnúksskarð, en Valhnúkur aust- an við það, en vestan í skarðinu gengur stór liamrastandur inn i skarðið, en fremst á hon- um er grashóll nokkur; þar var lireiður arnarins og verpti hann þar öðru hvoru en flutti þaðan er hann varð fyrir stygð og ágengni frá mönnum. Skamt frá eystra hreiðrinu verpti hrafn og voru allmildar erjur milli þeirra nábúa. Örninn átti altaf í fullu fangi við tvo lirafna, en ef þrír sóttu að lion- um, átti liann í vök að verj- ast. Líf arnarhjónanna var mjög reglubundið. Þau verptu jafnan um sumarmál og munu altaf liafa átt tvö egg, þó oft væri ekki nema einn ungi sem upp komst. Karlfuglinn fór vanalega þrjár veiðiferðir á dag, þá fyrstu snemma morguns, aðra upp úr hádegi og þá þriðju á kvöldin. Stundum fór lcOnan með hon- um. Þess á milli sat liann á klettasnösinni og horfði yfir bygðina. Aðdrátturinn var sil- ungur, sili og fuglar, einkum endur, en einkennilegt þótti það, að jafnan kom liann heim með andirnar hauslausar. Eins og nábrri má geta þurfti liann mikla aðdrætti því fjölskyklan var matlystug og þurfti að taka skjótum þroska. Aldrei kom það fyrir að örninn grandaði Ung- lambi i Núpalandi og það var trú fólksins, að liann varnaði þess að hrafninn legðist þar á lömh. Hitt bar við að liann tæki lömb frá nágrönnum þó ekki væri mikil brögð að því. Það eru gömul munnmæli að

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.