Vísir Sunnudagsblað - 13.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 13.10.1940, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Hill-systurnar í Hempstead í New York-fylki hafa myndað með sér basket-hall-iið. Stúlkurnar eru, frá vinstri: Ruth 22 ára, Helen 20, Isabel, fyrirliði, 25, Marjorie 18 og Katlileen 16 ára. fallegum trjágarði, gaflamir og hvelfingin voru fagurlega prýdd og útskot hingað og þang- að, með kynstrum af fegurstu hlómum. Þernan sem kom til dyra, bauð mér inn, húsbóndinn var ekki heima, en var vænlanlegur á hverri stundu, og bað hún mig að híða hans í dagstofunni. Mark Twain, eða Mark, eins og kunningjar hans kölluðu liann, átti sumarhús spölkorn fyrir ut- an borgina. Þangað fór hann strax á morgnana, og var þar til kvökls, til að geta unnið i næðí við ritstörfin. Er þernan var far- in, fór eg að litast um i stof- unni, og athúga hina ýmsu fá- gætu forngripi, og húsmuni, sem eigandinn liafði safnað að sér á hinum ýmsu ferðum sín- um. Á veggjunum héngu frönsk málverk, og í einu horninu var líkneski af húsbóndanum. Stúlkan kom inn að nýju og kveikti ljós. Þá tók eg eftir ísaumuðum dúk, sem stóð á: „The ornament of a house is the friends tliat frequent it“ (Prýði heimilisins eru vinirnir sem heimsækja það). í þessum svifum þusti Ma. Twain inn, bauð mig velkom- inn, og spurði umsvifalaust hvort eg lcynni knattborðsleik, játti eg þvi, fórum við þá inn í knattborðssalinn og byrjuðum að Ieika. Að litilli stundu liðinni, kom húsmóðirin til okkar. Hún heils- aði mér ástúðlega, og bauð okk- ur að koma og borða. Fram- koma hennar og fas, vitnaði um að hún væri fyrirmyndar hús- móðir á fyrirmyndar heimili. Christinsen hershöfðingi, hafði sagt mér að kona Mark Twain, væri dóttir auðugs dóm- ara, er væri búsettur i Elmira, N. Y. — Þau höfðu kynst þann- ig, að liún ferðaðist með for- eldrum sinum til Gyðingalands, árið 1867, með skipinu Quaker City. Mark Twain var einnig far- þegi með þessu sama skipi. Þessi ferð mótaði að miklu leyti fram- tíð hans; bæði vegna þess, að þá kyntist hann hinni ágætu konu sinni, svo og vegna þess, að í sambandi við þessa ferð, samdi liann bókina: „Innocents Abroad“ sem fyrst gerði liann frægan. — En Mark Twain var fátækur og óþektur rithöfundur svo Laugdon dómara var ekki um það gefið, að þessi ungi rit- höfundur væri altaf á hælunum á dóttur sinni. En stúlkunni leist vel á náungann, og Mark Twain var ekki alveg á því að gefast upp fyr en í fulla hnefana. Þegar Laugdon dómari, fann hve ein- beittur hann var, spurði liann Mark, að þvi hvað hann hefði starfað. En Mark sagðist meðal annars liafa verið á flutninga- skipi á Missisippi-fljótinu. (Það- an kom nafnið Mark Twain, sem er orð úr Indíánamáli, og þýðir: „Taktu eftir“!) —• Því næst hafði hann stundað ýms störf í San Francisko, þó einkum unnið sem blaðamaður við blað- ið: „Morning Call“. — „Gefið mér upp nöfn fimm þektia manna þar í horginni, eg skrifa til þeirra til að fá upplýsingar um yður,“ sagði dómarinn. Mark Twain gerði það, og er svarhréfin voru komin, var gert boð eftir honum, að koma til dómarans. Hann kom, og var ó- rótt innanbrjósts, eftir að lieyra innihald hréfanna, sem lágu innsigluð á borðinu fyrir fram- an dómarann. Bréfin voru opnuð, og lesin upphátt. I fyrsta bréfinu stóð: að Mark væri letingi og liið mesta ómenni.“ t þvi næsta var sagt að Mark virtist hafa mikla ánægju af að slcopast að full- orðnu fólki. Einungis fimti og siðasti bréfritarinn var vin- gjarnlegur i garð Mark Twain. Hann sagði að Mark væri heið- arlegur maður og besta skinn, en bætti því þó við, að hann væri óvenjulegur heimskingi. Alla setti liljóða stutta stund. Marlc Twain rauf fyrstur þögn- ina, stóð upp og sagði: „Fram í ganginum hangir frakldnn minn, liattur og stafur, eg skal ekki gleyma neinu, því hingað kem eg sennilega ekki oftar. — Yerið sæl!“ Er dómarinn sá hve dóttir hans var sorgbitin, huggaði liann hana og sagði: „Við skul- um bíða og sjá, við tökum enga ákvörðun í dag.“ — En hamingjan var Mark Twain hliðholl, hann var svo heppinn að fá stöðu við blaðið „Buffalo Express“ þar í borg- inni. Dómaranum féllu greinar hans vel i geð. Og Mark hafði allgóðar tekjur, svo hann á- kvað að gifta sig, en sagði konu- efninu að fyrst um sinn yrðu þau að sætta sig við að búa í leiguibúð. — Svo giftu þau sig, og eftir nokkurra ára fátækt fór vegur hans að vaxa. Ilann fór að vekja athygli og verða vinsæll rithöfundur; svo fór honum einnig að græðast fé. Hann fékk 100 þús. dollara í rit- laun fyrir bókina: „Adventures of Huckleberry Finn.“ — 60 þús. dollara fyrir: „Gilded Age“ og að auki 70 þús. dollara fyrir leyfi til að semja leikrit eftir sögunni. En leikritið var sýnt mörg þúsund sipnum í New York, og var leikið samtímis í 50 leikhúsum viðsvegar í Ame- ríku. — Og Mark græddi of fjár. Samtímis gerðist hann og framkvæmdastjóri bókaútgáfu: „Charles L. \Yebsters“, og gaf nú sjálfur út bækur eftir sig. Bókin: „Innocents Abroad“ var þýdd á því nær öll tungumál, og eftir fá ár var Mark Twain orð- inn miljónamæringur og bækur hans gefnar út í miljónaeintök- um. Pósturinn kom. — Mark kvartaði yfir öllum þeim bréf- um sem hann fengi. Húsfreyjan sagði í því sambandi Jæssa sögu: „Enski rithöfundurinn „Serg Ballans“ skrifaði Mark Twain og vonaðist eftir svari, en að vanda lét Mark bréfinu ó- svarað. Englendingurinn var ekki vanur slíku og var sár- gramur og sendi Mark pappírs- örk og frimerki. Mark skrifaði um hæl: „Hefi móttekið pappir og frímerki, sendið umslag hið bráðasta.“ Við stóðum upp frá borðum og fórum inn í reykingasalinn. Mark fór að rifja upp ýmsar æskuminningar, og bar þá margt skemtilegt á góma. — Eitt sinn, er liann var á ferð í Englandi, veitti hann enskum samferðamanni athygli, sem hafði keypt bókina „Innocents Ahroad“ samdægurs og hún kom út. Á leiðinni til Edinborg- ar las hann fyrsta bindið, en til vonbrigða fyrir höfundinn var ekki unt að sjá að Englendingn- um þætti hókin minstu ögn skemtileg. Um kvöldið, á gisti- húsinu, hélt hann áfram og las annað bindið, en með sama svipbrigðaleysi og áður. Það var ekki unt að sjá, hvort mann- inum líkaði betur eða miður. Mark athugaði manninn gaum- gæfilega, og sannfærðist við þá athugun um, að bókin væri fram úr hófi leiðinleg. Hann þekti ekki Englendinga og vissi ekkhað þeir hlæja með sjálfum sér, gagnstætt Ame- ríkumönnum, sem láta gleði sma í Ijós með hávaða hlátri og sköllum. — „Innocents Abroad“ hefir verið viðurkend sem hesta bók Mark Twain og hefir veitt miljónum manna óteljandi ánægjustundir. Eg hefi engan rnann fyrir-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.