Vísir Sunnudagsblað - 13.10.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 13.10.1940, Blaðsíða 7
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Sú sjón, sem þessi mynd sýnir, er nú mjög algeng i Englandi, — bömin á barnalieimilunum leika sér með gasgrimur. í maí pú Jkomst Á vorsins dögum vaknar allur gróður og vonir glæðast hverju brjósti i. Og öllum virðist léttari lífsins róður og leyndur máttur vaknar upp á ný. Á vorsins dögum draumar nýir fæðast og dropar hlýrri regnsins vökva mold. Og hægt úr jörðu rósir litlar læðast mót Ijósi dags og prýða vora fold. Á vorsins degi fyrsta sinn þú sást, að sólin skein og vermdi grund og mel. Og þú ert sjálf ein sól, sem aldrei brást og sífelt geymist mér þitt vinarþel. í maí þú komst og kystir fyrsta sinn, með kossi launar þú nú óðinn minn. Einar Markan. óskar Björgvin Bender: HAFÍN Yfir hafsins djúp þessi dreld fer með drunum frá súð og hvössdm stafni, þessi fulltrúi úr norðursins silfraða safni nú setur i hann þetta litla sker. / , \ Af brjósti hans hvelfdu er blikið skært, en hlámóðu hrími hann andar svo köldu er kveður í værð hverja einstaka öldu, en úthafið hvílir svo rótt og vært. Hvað er skipið með eimvélar afl mót aldanna sköpun, sem náttúran fæðir. Hún, sem jaðarsins jötunheim klæðir þar jörðin er samfrosinn skafl. 1 lotning stormurinn litur slíkt verk og lækkar sinn ögrandi fimbul róm hann skelfist sinn konung og klakans dóm þessi khfháu f jöll svona voldug og sterk. Kontrakt-Bridge ---Eftir frii Kristínu Norðmann_ Langlitir eru þeir litir nefnd- ir, sem i eru fjögur eða fleiri spil, svo sem fjórlitir, fimmlit- ir, sexlitir o. s. frv. Langlitarslagir nefnast svo aftur þeir slagir, er fást á lág- spilin, sem frí verða í langht- unum, þegar búið er að spila íitunum tvisvar eða þrisvar sinnum. Tvenskonar mat er á lang- litarslögum, liið hærra og hið lægra. Byggist það á því, sem hér fer á eftir: Þegar fjórlit er spilað þrisvar sinnum, verður að lokum eitt fríspil i litnum, i fimmht tvö og í sexlit þrjú. En í sjölit verða fjögur fríspil, sé litnum spilað tvisvar. Svo mörg lágspil verða þó aðeins frí, að önnur spil i htnum séu jafn- skift milli hinna spilaranna. Ef litur er sagður og meðspilari styður þann lit, er vissa fengin fyrir því, að liann á minst þrjú spil í litnum. Má þá nota hærra matið á langlitarslögunum, þar sem gera má ráð fyrir að skift- ing litarins sé góð. En ef um aðra liti er að ræða, eða lit, sem sagður liefir verið og meðspil- ari ekki stutt, skal nota lægra mahð. Hér er tafla þessu til skýr- ingar; slagir Hærra matid í tromplit sem studdur hefir verið Lægra matið í öðrum litum Fyrir fjórlit 1 sl. y2 si. — fimmht 2 sl. 1 sl. — sexlit 3 sl. 2 sl. — sjölit 4 sl. 3 sl. Dæmi: K-8-5 9-7-6 Ás-10-4-2 Hér spilar suður ás og kóng, en vestur fær slag á drotning- D-G-3 una, og verður þá fjórða spil- ið fritt hjá suðri. D-G-3 K-8-5 N V A S 7-6 Ás-10-9-4-2 Suður spilar ás og kóng, en vestur fær slag á drotninguna. Verða þá tvö fríspil eftir hjá suðri. Ekki má telja langlitarslagi i lit, sem mótspilarar hafa sagt, og lieldur ekki i ónýtum fjórlit, nema meðspilari hafi sagt þann lit. Spilið úr síðasta Sunnudags- blaði (6. okt.). Vestur spilar út hjartasjöi, sem austur tekur með drotn- ingunni, en suður með kóngn- um. Ef suður spilar tighnum tvisvar gefast bæði drotning og gosi i, en þá hefir suður tíuna eftir á hendinni og lokar þannig lit hjá meðspilara. Suður hefir ekki ráð á að gefa einn tigul- slag, þvi um leið og austur kemst að, spilar hann hjartanu og á vestur þá f jóra hjartaslagi, en suður tapar sögn sinni. Dettur suðri þá það snjall- ræði í hug að spila hjartagosan- um í þeirri von, að vestur taki hjartaslagina, og að hann geti með því móti losnað við þetta öþægilega tígulspil. Vestur kemst i vanda. Hann vill ekki spila út frá kóng og gosa í spaða. eða'laufi, og sér því ekki annað hetra ráð en að taka hjartaslagina fjóra og spila síð- an tíglinum. Suður getur kastað tígultíunni, tekur tígultvistinn með tígulásnum og spilar norð- ur inn á kónginn. Getur hann kastað öllum tapspilunum af eigin hendi í tíglana og vinnur þannig þrjú grönd. 4 Ás-2 ¥ ♦ Ás 4» Ás-8-6-4-2 <$> 8-6-4 ^ Ás-5-4-2 ♦ ♦ K * K-G-9 V K-6 * 9-3 * 3 * D-3 ¥ 7-3 * 8-4 * 10-5 Spaði er tromp. Norður og suður eiga að fá alla slagina. •— Suður spilar út.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.