Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Side 1

Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Side 1
1941 ES Sunnudaginn 20. október 42. blað mm—ammM von BERGMANN. Það er kunnara en frá þurfi að skýra, hversu þýðingarmikið það er, að læknar kunni þá list vel, að aðgreina sjúkdóma. — Hafa mistök á því sviði iðulega orsakað örlagamikla atburði, hæði í lífi einstaklinga og af- drifum heilla þjóða. — Það er auðsfcilið mál, — svo að dæroi séu nefnd, — að miklu skiftir, hvort illkynjuð mein þekkjast 'á fyrsta stigi veikinnar, eða þá fyrst, þegar öll hjargráð eru gagnslaus. Eigi hér hlut að rnáli menn, er hafa örlög heilla þjóða í hendi sér, vekja slík mistök enn meiri eftirtekt. — Þetta eru því sífeld umræðu- og rann- sóknarefni meðal allra lækna. Saga síðari ára greinir frá nokkrum slíkum athurðum, og fjallar þetta erindi mitt um að- draganda og endalyktir eins þeirra. Fyrir nokkrum árum var eg staddur í Þýskalandi seinni hluta sumars. Var það í þann mund, er vonir manna um for- ingjann þýska, Adolf Hitler, voru í hvers manns huga. Hitler er — sem, kunnugt er — mikill mælskumaður, og kann vel að beita rödd sinni og setja á liana blæbrigði, eftir því sem þörf gerist. — Þetta sumar kvisaðist það manna' á meðal, að foring- inn myndi vera alvarlega veik- ur. Töldu margir sennilegt, að hann gengi með illkynjað mein í hálsinum,. Orsökin til þessa gruns var sú, að rödd hans hafði þá um ísumarið breyst nokkuð, var áberandi hás og auðheyrt á ^ónas cDveínsson ífeknít: \ Örlagarík læknastyrjöld öllu, að hann lilífði lienni meir en vant var. — Þetta fór þó öðruvísi en ætlað var, því við nánari rannsókn reyndist or- sökin til liæsi kanslarans þýska vera smá mein, góðkynjað, á öðru raddbandi hans. Var auð- velt að nema það i burtu. Orsakirnar lil ótta ahnenn- ings í Þýskalandi þessu viðvíkj- andi munu m. a. hafa átt rælur sínar að rekja til sorglegs at- burðar, sem ef til vill hefir átt sinn þátt í því, eins og oft vill verða, að breyta gangi verald- arsögunnar til muna frá því, sem annars hefði orðið. — Og ef til vill væri Adolf Iiitler ekki nú einvaldsherra Þýskalands, hefðu ekki örlaganornirnar þá gripið inn i rás viðburðanna á mjög eftirminnilegan hátt, fyrir liðugum 50 árum síðan. — Og er sú saga á þessa leið: Eins og kunnugt er, var upp- gangur Þjóðverja mikill á ár- unum eftir 1871, er þeir höfðu sigrað Frakka, og Vilhjálmur konungur hinn fyrsti var orð- inn keisari yfir öllu Þýskalandi. Sonur hans var Friðrik, er sið- ar var keisari aðeins i þrjá mán- uði. Og þegar þeir atburðir gerðust, er hér verður skýrt frá, var Friðrik keisaraefni liðlega sextugur að aldri. í fjölmennri veislu haustið 1887 átti keisaraefnið að flytja ræðu. Var hann glæsimenni liið mesta, og orðlagður mælsku- maður. Hafði hann, nokkrum dögum áður, kent lasleika i hálsi, og er liann ætlaði að byrja á ræðu sinni, gal hann engu orði upp komið vegna hæsi. Þótti þetta undarlegt og ills viti, og var mikið um það rætt. Þannig stóð á um þessar mundir, að Vilhjálmur keisari var orðinn liáaldraður maður, en hinsvegar var sonur Friðriks ríkiserfingja, Vilhjálmur, síðar kallaður Vilhjálmur II., ungur og óreyndur. Hálssjúlcdómur rikiserfingj- ans ágerðist nú svo mjög, að leitað var í skyndi til eins kunn- asta læknis í Þýskalandi, var það Karl Gerhard, prófessor. i lyfjafræði við liáskólann í Ber- lín. — Fann hann fljótlega, við hálsspeglun, dálítið mein á öðru raddbandinu. Brendi liann það burtu og réði Friðriki keisara- efni að leita sér frekari heilsu- bótar á kunnu lieilsuhæli i Þýskalandi. En brátt kom í ljós, að háls- mein þetta ágei’ðist, þrátt fyrir aðgerð þá, er gerð hafði verið, og var þá liins kunna skurð- læknis, próf. von Bergmanns, leitað. — Var hann um þessar mundir aðalskurðlæknirinn við ríkisspítalann í Berlín, talinn maður varfærinn með afbrigð- um og í miklu áliti. — Fékk hann nú með sér kunnan háls- sérfræðing, þýskan, til þess að athuga hvernig sjúkdómi rikis- erfingjans væri í raun og veru háttað. Kom þessum þýsku læknum öllum saman um, að þar eð meinið hefði tekið sig upp aftur, mætti telja örugt, að um illkynjað mein væri að ræða. Töldu þeir sjálfsagt, og réðu til, að gera tafarlaust stór- an hálsskurð, er i þvi væri fólginn að nema burtu það raddbandið, sem meinið var vaxið við. En þar eð þetta var væntan- legur keisari Stór-Þýskalands, var málið ekki svo einfalt. Af- leiðing slikrar aðgerðar var ó- umflýjanlega sú, að keisaraefn- ið yrði að mestu raddlaus, a. m,. k. alvarlega hás, það sem eftir var æfinnar. Á þessum árum var tæknin til þess að greina góðkynjuð mein frá illkynjuðum ekki jafn fullkomin og nú gerist, og má vel vera, að von Bergmann hafi verið i dálitlum vafa, um rétt- mæti jafn örlagaríkrar aðgerð- ar. — En væri hér hinsvegar um illkynjað mein að ræða, varð tafarlaust að nema það burtu þegar á byrjunarstigi, hverjar svo sem afleiðingarnar annars kynnu að verða. Þegar alt var undii’búið til hinar miklu aðgerðar, skarst kona ríkiserfingjans i leikinn. Hún var skörungur mikill og elsta dóttir Victoriu Englands- drotningar. — Lagði hún til, að fenginn væri til ráða einn kunnasti hálslæknir Englands, Morel Mackenzie frá London, \ og skildi hann segja álit sitt um þennan alvarlega sjúkdóm rik- iserfingjans þýska. Og með þvi hefst einmitt hinn örlagaríki þáttur þess liarmleiks, er svo mjög markar mót í sögu Norð- urálfunnar síðustu 50 árin. Hinn enski læknir skoðaði nú rikiserfingjann, og eftir ítarlega rannsókn komst liann að þeirri niðurstöðu, að engin ástæða væri til stórrar og áhættumik- illar skurðaðgerðar. — Og eins og gengur, og skiljanlegt er, greip keisaraefnið þessa fregn fegins liendi, likt og druknandi maður grípur hálmstráið. Prófessor Bergmann leist ekki vel á, livernig málum var nú komið, þóttist viss í sinni sök, að hér væri hver dagurinn dýrmætur, ef ná ætti fyrir ræt- ur hins illkynjaða meins, og bar fram þá tillögu við Mackenzie, að reynt væri að klippa stykki úr hinu sjúka raddbandi og senda það til hins heimsfræga læknis, próf. Virkows, til vefja- rannsóknar — Vefjarannsóknir voru þá nýtt vopn i höridum lækna, til þess að ákveða hvort um illkynjuð mein væri að ræða eða ekki, og var próf. Vir- kow lang frægasti brautryðj- andi í þeirri grein læknisfræð- I

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.