Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 kominn, og andaðist skömmu síðar. Sama kvöld, þegar aukablöð- in í Berlín skýrðu frá dauða Vilhjálms keisara, gátu þau þess einnig, að ríkiserfinginn, Friðrik, sem nú yrði nefndur Friðrik hinn III., hefði lagt af stað frá Sari Remo, og væri á leið til Berlínar, við góða lieilsu. í endunninningum sínum getur próf. von Bergmann þess, að sú nótt hafi verið ein hin versta í lífi lians. — Samvisku- samur læknir hefir oft sínar þungu efasemdir. — Hversu oft þarf hann ekki að taka örlaga- ríkar ákvarðanir, sem ráða úr- slitum um líf eð dauða? — Þegar blöðin gátu þess, að svo mjög hefði breyst um heilsu- far ríkiserfingjans til bóta, hélt próf. von Bergmann þessa nótt, að sér liefði skjátlast, og að álit hins enska læknis kynni að vera hið rétta, þrátt fyrir alt og alt. Næsta dag kom hinn nýi ‘ keisari' til Berlínar og virtist — eflir atvikum — vera við góða lieilsu. Blöðin, sérslaklega þau ensku, hæla nú Mackenzie á hvert reipi. — Jafnvel þýsku blöðin harma það, að hinir þýsku læknar séu ekki starfi sínu vaxnir. — Þau gleyma að geta þess, að einmitt rétt áður en ríkiserfinginn fer frá San Remo, hittist svo á, að stórt stykki losnar úr meininu í hálsi sjúklingsins, svo rýmra verður um andardráttinn en áður hafði verið. Mackenzie er hetja dagsins, og því er enn á ný slegið föstu, að próf. von Bergmann og hinir þýsku lækn- ar eigi ekkert erindi til hins nýja keisara, annað en að lirella hann. Sorgarleikur þessi er brátt á enda. — Bismark er áhyggju- fullur, — það er mjög áríðandi fyrir hann að vita, hver leiks- lokin munu verða. — MiIIi hans og Victoriu, konu hins nýja keisara, er fullur fjandskapur. — Þá, eins og nú, eru yrringar milli hins enska hugsunarhátt- ar og hins þýska. Bismark getur þess í æfi- minningum sínum, að liann hafi á þessu tímabili iðulega hugsað um að segja af sér, en í hvert skifti, eftir að hafa talað við próf. von Bergmann sann- færðist liann um að þýsku lælcn- arnir hefðu rétt fyrir sér um það, að sjúkdómur hins nýja keisara væri alvarlegs eðlis, og að hann mvndi eiga skamt eftir ólifað. — En vegna þess, að Vilhjálmur sonur lians var að- eins unglingur að aldri, hafi hann haldið störfum sínum á- fram, til þess að geta leiðbeint honum. Svo kemur 14. júní. Þá á hinn nýi keisari að taka á móti Svía- konungi. Það er sólbjartur sumardagur og keisarinn á- kveður að mæta i léttum sænsk- um einkennisbúningi. En á meðan verið er að klæða hann veikist hann skyndilega, og eftir að viðtalinu við Svíakon- ung er lokið, missir hann með- vitund og deyr fljótlega. En nú vandast málið. — Mac- kenzie 'fullyrðir, að keisarínn liafi ekki dáið úr liálskrabba, lieldur sé orsökin sú, að háls- pípan, er próf. von Bergmann lét inn í barka keisarans, er hann veiktist í San Remo, liafi orsakað lungnasjúkdóm, sem að lokum hafi dregið keisarann til dauða. Nú eru góð ráð dýr fyrir þýsku læknana. — Keisara- drotningin neitar um líkskurð, eftir ráðum enska læknisins. — Viðkvæmt mál, sem erfitt er við að eiga, og próf. von Berg- mann stendur algerlega ráða- laus. Loks grípur liann til þeirra ráða, að leita hjálpar Iiins unga keisara, Vilhjálms II. Hann skipar þá strax svo fyr- ir, að líkskurður skuli fram fara, og kemur þá í Ijós, að Fiðrik keisari III. hefir dáið úr hálskrabba, er breiðst hafði út lil lungnanna og víðar. Fyrir hinn enska lækni var þessi úrskurður reiðarslag. — Hann hvarf i skyndi frá Berlín, og kemur ekki meir við þessa sögu. Þýsku blöðin réðust heift- arlega á hann, jafnvel einnig þau ensku, og nefndu hann aldrei annað en „keisaramorð- ingjann“. Frægð próf. von Bergmanns jókst mjög eftir þessi úrslit, og skömmu siðar fóru þýskir stúd- entar mikla blysför til hins mæta skurðlæknis og ágæta manns. — Og í ræðu þeirri, er liann hélt við það tækifæri komst hann svo að orði, meðal annars: „Ný öld er runnin á sviði læknisfræðinnar — öld smásjárinnar. Með hennar lijálp getum við nákvæmlega rann- sakað hina sjúlui vefi í hinum mannlega líkama. Menn kalla okkur draumóramenn, af þvi að við trúum á hinar nýju kenningar þessu viðvikjandi, en framtíðin mun sanna, að okkur ber að treysta þessum, nýju vis- indum.“ En samt segir þessi ágæti maður nokkru síðar í bréfi til kunningja sins: „Guð einn veit, að þrátt fyrir öll vísindi á eg .marga andvökunótt vegna efa.“ Þetla er í stuttu máli sagan Stúlkan á myndinni er kinversk og heitir Lee Ya Ching. Húnl liefir ferðast í flugvél sinni um Ameríku þvera og endilanga, tilC þess að safna fé handa kínverskum flóttamönnum. Hjá okkur er nú árið 1940, en hjá Kínverjum er ártalið 4638. yndin er tekin síðasta nýársdag i kínverska liverfinu í New ork. um sjúkdóm og dauða Friðriks Þýskalandskeisara liins III., og livernig að lokum dauða hans bar að höndum, bráðar en þurft hefði að verða. Læknavísindunum fleygir fram ár frá ári, — En ]irátt fyrir ])að á hinn góði, sam- viskusami læknir enn þann dag í dag marga andvökunóttina, í vafa um, hvort hann liafi tekií hina einu réttu ákvörðun, sem líf og framtíð margra manna iðulega er komin undir,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.