Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Blaðsíða 4
I VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Dr. Símon Jóh. Ágústsson: Markmið og leiðir Um hugsjónir og framkvæmd þeirra Hin nýja bék MenningarsjóSsútgáfunnar eftir Aldous Huxley i þýSingu GuSmundar Finn- bogasonar landsbókavarSar. Bók þessi, sem fyrst kom út seint á árinu 1937, vakti þá þeg- ar all-mikla athygli í Englandi, enda er höfundur hennar, Al- dous Huxley, einn í hópi hinna kunnari ritliöfunda Breta. Hann er viðlesinn maður og fjölfróð- ur; hann hefir átt við þungan lieilsubrest að stríða, augnveiki, og er sennilegt, að þetta mót- læti hafi átt sinn þátt í því, að liann fór að gefa sig við heim- spekilegum íhugunum: Hvaða örlög biða mannkynsins? Hvert á að stefna, og eftir hvaða leið- um? — Þetta eilifa viðfangsefni mannanna, sem engum er óvið- komandi. Huxley er ekki lieimspek- ingur að mentun, enda sýnir bókin greinilega, að liann veld- ur ekki hinum þungu vopnum nútímaheimspeki, sem er ekki /H’on. Frá heimspekilegu sjónar- ' miði er bókin gölluð og laus í sniðum. En hins vegar er hún skemtilega og fjörlega rituð, auðug af athyglisverðum hug- myndum og skarplegum at- hugunum; liún tekur til með- ferðar fjöldamörg vandamál mannkynsins, sem mjög miklu skiftir, hvernig ráðið er frain úr. Ritið alt ber vitni um við- tæka þekkingu höfundar og siðferðilega alvöru hans, og hún á vissulega skilið að vera lesin, enda er hún vel fallin til að örva menn til íhugunar. Efni bókarinnar er svo yfir- gripsmikið, að þess er enginn kostur að rekja það til hlítar í stuttri blaðagrein. Hún fjallar um aðalvandamál menningar- innar: Stjórnmál og félagsmál, uppeldi, siðfræði og trúarbrögð. Höf. dregur upp mynd af nú- tímamenningunni, með kostum hennar og göllum, og bendir ! siðan á róð til umbóta. Hún ræð- ir um það markmið, sem mönn- um ber að stefna að, og þær leið- ir, sem hentugastar eru til að ná því. Hvert er þá hið algilda mark- rhið, hver er þá sú manns- hugsjón, sem allir eru eða geta orðið sammála um að keppa v beri að? Það er, segir Huxlev, ,hinn óháði maður“ (The non- attached man). „Fyrirmyndar- maður er óháður maður. Ö- báður líkamlegum skynjunum sínum og girndum. Öháður fýsn sinni til valda og eigna. ÓliáSur þeim hlutum, er þessar livatir beinast að. Óháður reiði sinm og hatri; óháður einkaástum sínum. Óháður auðæfum, frægð, stöðu sinni í mannfélaginu. Jafnvel óháður vísindum, list- um, heimspeki, líknarstarfsemi. Já, jafnvel óháður þeim.------- í kenningum heimspekinga og trúarhöfunda liefir það að vera óháður sjálfum sér og þvi, sem kallað er hlutir þessa heims, jafnan verið selt i samband við það að vera háður æðsta veru- leika, er sé meiri og mikilvæg- ari en sjálfsveran." (bls. 9). Þetta er í fáum orðum manns- hugsjón höfundar, sem hann gerir ráð fyrir, að allir menn séu eða geli orðið sammála um. Mér finst þessi mannshugsjón: hinn óháði maður, vera óneitan- lega altof' innihaldslitil og inn- antóm, og vantar tilfinnanlega i bókina nánari greinargerð fyrir því, í hverju það er eigin- lega fólgið að vera óháður mað- ur. Sjálfsagt geta margir orðið sammála um. eitthvert alment <&*ðalag á mannshugsjóninni, t. d. það, sem Huxley stingur upp á. En þegar menn fara að gera sér nákvæma grein fyrir merk- ingu (innihaldi) þvilíkra hug- taka, kemur í ljós, að menn eru ósammála um þýðingarmikil atriði, og fer því fjarri, að ganga megi að því vísu, að menn séu sammála um hið sið- ferðilega markmið, sem keppa beri að. Því er í rauninni svo farið, að eg hygg, að menn greinir engu síður á um „mark- mið en „Ieiðir“, nema þá e. t. v. bið æðsta hinsta markmið, sem ■er oftast svo alment og innan- tómt hugtak, að menn með mjög ólikum, siðferðisskoðun- um geta aðhyllst það; en þótt menn séu sammála um það, er i rauninni sára h’tið fengið. Þótt það sé ef til vill hugsan legt, að Mr. Huxlej' og Herr Hitler séu sammála um hinsta markmið. menningarinnar og æðsta tilgang lifsins hyg^ eg þó mikið djúp staðfest á milli skoð- ana þeirra og siðferðishug- sjóna. Þótt það sé ef til vill hugsanlegt, að hinn heiðni, fornnorræni drengskaparmað- ur, kínverskur mandarin og kristinn meinlætamaður á miðöldum gætu komið sér sam- an um eitthvert orðalag á æðsta tilgangi lífsins, hjrgg eg þó sið- ferðishugsjónir þeirra ólíkar í mörgu. Ef þessir menn settust á ráðstefnu, myndu þeir ábyggi- lega engu siður deila unl „mark- mið“ en „leiðir". Sýnist Inér því fjarri fara, að menn hafi lengi verið sammála um mark- miðið, eins og Huxley heldur fram, a. m. k. ekki það siðferði- lega markmið, sem er riægilega innihaldsríkt til að vera mönn- um sívakandi leiðarstjarna í daglegri breytni og athöfnum á öllum sviðum, þ. e. hefir hág- nýtt siðferðilegt giidí. Auk þessa tel eg mjög vafa- samt, hvort allir geti fallist á „hinn óháða mann“ sem al- gilda mannshugsjón. Hvað er átt við með þessum orðuiri? Getur nokkur maður verið öll- um og öllu óháður? Eg sé ekki, að ltokkur ntaður geti verið öðrum óháður, á meðan hann lifir i samfélagi við aðra menn, Samstarf og samvinna, sem liöf. leggur triikla áherslu á, miðar að verulegu leyti að því, að binda og tengja mennina marg- víslegum böndum, böndum ást- ar og kærleilca, þegar bést læt- ur, og gera þá þannig í vissum slcilningi háðari hverja öðrum en þeir voru áður. (Kemur Huxley þarna upp á móti sjálfuht sér, eins og víðar í bókinni). Fjölda- margir merkir siðfræðingar á 19. og 20. öldinni hafa verið þeirrar skoðunar, að samstarf og samþel (solidarité) væri einn meginþáttur siðferðisins. Jafnvel sjálf samúðin (sympa- thie), sem ýmsir sálfræðingar telja undirrót siðgæðisins, væri óhugsandi, ef mennirnir fyndu sig eklci háða og bundna liver öðrum. Eg fæ því livorki skilið, að hugsjónin um „hinn óháða mann“ sé framkvæmanleg í veruleikanum, né heldur æski- leg, þótt hún væri framkvæm- anleg. Þessi misskilningur höfundar á án efa að nokkuru leyti ról sína að rekja til þess, hve óljóst honum er samband það, sem er á milli „markmiða“ og „leiða“ í siðferðilegum efnum. Mark- mið og leiðir er ekki eitthvað, sem er algerlega aðskilið, eins og Huxley heldur fram i upp- hafi bókar sinnar, heldur em þaU hvert öðru liáð (eins og höf. sýnir oft fram á seinna i bókinni), þau eru, þegar hið æðsta, hinsta markmið er und- anskilið, að eins, tvö sjónarmið Simon Jóh. Ágústsson. á sáma hlutnum. Hvert undir- nldrkmíð ér ávdlt hægt að líta á sem leið, tæki til að ná öðl’it æðra, fjarlægara markmiði, og svo koll af kolli, uns hugsunin staðnæmist við æðsta gildi, sem ekki er hægt að lita á sem tæki lil að ná önn æðra takmarki. " Frá þéssu sjónárnlíði er skilj ari- legt, hvernig „góð hugsjón*1 spillist, ef að henni er kept með vondum aðferðum: jafnskjótl og einhver beitir vondum brögð- um til að framkvæma góða hug- sjón (eins óg þetta er oft rang- lega orðað), er hugsjónin ekkí lengur góð í huga hans: Hin góða hugsjón er hætt að vera til, því að einn hluti hennar eru leiðirnar, undirmarkmiðin, sem Jiún felur i sér. Þannig hefir t. d. bróðurþelshugsjón kristin- dómsins spilst í huga þeirra manna, sem hafa boðað hana með báli ög brandi og hvers konar ofbeldi. Það er eldd rétt að segja, að þeir liafi leítast við að framkvæma góða hug- sjón með vondum ráðum, lield- ur að hugsjónin sjálf hafi spillst i huga þeirra, eins og fram- kvæmd hennar lika sýnir. í raun og veru eru menn ekla sammála um eínhverja siðferð- ishugsjón, nema þeir séu líka sammála í siðferðilegum meg- inatriðum um þær leiðir, sem fara á, til að ná markmiðinu. Ágreiningur um leiðir sýnir ágreining urn hugsjónina. — Eg álít því rangt að halda, að menn séu sammála um siðferð- ishugsjón mannkynsins, en um leið svo lierfilega sundurþykkir um leiðirnar, að af því leiði ó- frið og gerræði, sem ógni mann- kyninu með siðleysi og jafnvel tortímingu. En eftir skoðun Huxleys ætti þessu að vera þannig farið. Þótt eg telji höfund ekki liafa rétt fyrir sér í þessum þýðing- armiklu atriðum, sem heim- speki bókarinnar byggist að mestu á, er eg honum aftur á móti sammála um fjöldamörg *

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.