Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Blaðsíða 6
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ WILL SCOTT: ELDABUSKAN Einhver sagði það æfa fyrir löngu, að maður þyrfti ekki endilega að vera gáfaður, þótt maður hefði laglegt andlit. Mabel var lagleg. Hvort hún þurfti að vera gáf- uð líka, til að koma sér áfraTn í lífinu, læt eg lesandann dæma um. Hitt vissi eg, að ó sjö vik- um var hún komin í fimm söng- kóra og skuldaði húsaleigu. Hún gat ekki sungið. Hún gat ekki dansað. Hún fékk ekki skil- ið að liún skyldi eklci komast hetur áfram. Því vissutega var hún lagleg. „Það stafar af því“, sagði vin- kona hennar við hana, „að nú á dögum þarf fólk að læra eitt- hvað til að hrjóta sér leið í líf- inu. Sérstaldega í söngkór Gagnrýnendur eru á einu máli urn það, að söngur og dans séu veigamestu atriðin í skrautsýn- ingum. Þetta væri alt i stakasta lagi, ef að þú hlytir aðallilut- verk í leikriti. Leikstjörnur gera hvað sem þeim sýnist og þær þurfa ekkert að kunna. Alt öðru máli gegnir með söngkóra. Þar verður maður að vita hvað mað- ur á að gera og kunna það til hlítar. Þessvegna verður mað- ur að leggja að sér við námið.“ „Eg býst ekki við að eg geti lært að dansa eða syngja“, sagði Mabel. „I hreinskilni sagt, lijartað mitt, þá hýst eg heldur ekki við því“, sagði vinkona hennar. „Líklega væri best að eg hætti að æfa“, sagði Mabel. „Það held eg líka. Og ef eg á að gefa þér góð ráð, þá skaltu hætta“, sagði vinkonan. Mabel hætti. Eftir að hún var hælt, fór hún að svipast um eftir einhverju öðru. Hún fékk lánaða átta skild- inga og veðjaði á hest. Hún vann, hún gat endurgreitt átta skildingana og borgað húsaleig- una sína upp. Hún átti meira að segja fáeina skildinga cl'tir og þá notaði íiún til þess að svip- ast um eftir einliverju, sem henni væri að skapi. Hún las auglýsingu frá „Ef-verslunar- skólanum“. Ef maður borgaði 20 skildinga i kenslugjald var manni, kcnd braðritun. Ef mað- ur fékk ekki neina stöðu að náminu loknu, þurfti ekkert námsgjald að borga. Mabel tólc að læra. Sennilega hefir einhver, æfa fyrir löngu, sagt að greinar- merki væru ekki þýðingarmík- il, ef maður hefði laglegt and- lit. Mabel lærði hraðritun. Hún var lagleg. Aðra vantaði bæði fegurðina og greinarmerkin. Mabel varð liraðritari. Á þrein vikum var hún búin að skifta þrisvar um atvinnu. Hús- bændur hennar sáu strax livað var að. Loks sá hún það sjálf. „Bréfaslcriftir eiga ekki við mig“, sagði hún. Ilún hélt áfram að leitast fyrir um atvinnu. Hún las aug- lýsingar án afláts. í einni þeirra stóð, að næring þjóðarinnar væri eitt þýðingar- mesta mál landsins. „Eldabusk- iir eru drotningar heimilisins. Eldabuskan getur heimtað hvað sdn hún vill, hún fær það. Þér skuluð gerast eldabuska.“ Mabel hugsaði ítarlega um málið. Hún hafði aldrei hugs- að um þetta áður. Á meðan hún var í kórnum og eins á meðan liún var skrifstofustúlka borð- aði hún i Iitlu matsöluhúsi, og hafði alls ekki sýnt nokkurn á- huga fyrir matartilbúningi. En nú var áhugi hennar fyrir þessu þjóðþrifamáli vaknaður. Það er auðskilið mál, að mað- ur verður að lifa, úr því að mað- ur er byrjaður á því. Og aug- lýsingin fullyrti að enginn lifði jafngóðu lífi og eldabuskur. — „Nú á tímum geta eldabuskur farið fram á hvaða kaup sem þeim sýnist. Það er litið um eldabuskur. Þér skuluð gerast eldabuska.“ Mabel varð að viðurkenna, að ]ief ta var snildar hugmynd. Hún skrifaði nafnið sitt og heimilis- fang á útfyllingarseðil. Mabel varð eldabuska. Það ber ekki neina nauðsyn til að eldábuskur séu laglegar, en galli er það nú heldur ekki. Mabel var lagleg eldabuska. Eftir að Mabel var búin að laöra matreiðslu, tók ’ hún að svipast um eftir einhverjum, sem hún gæti eldað fyrir. Að lokum tók hún þá ákvörðun, að matselja fyrir Blite ofursta i Herne Bay. Hún var sannfærð um, að það hlyti að vera barna- leikur einn, að búa til mat i Herne Bav, ef lnin lifði heiðar- legu lífi og héldi stolti sinu ó- skertu. Ilún Iiafði eitt sinn kom- ið til Herne Bay, þegar hún var lítil, og hún gat hæglega gert sér í hugarlund, hvernig það væri að dvelja þar. Ilún var nefni- lega á þeirri skoðun, að það væri ákaflega erfitt að fá eldabuskur í Herne Bay og þessvegna hlyti fólkið að taka byrjenda sem henni opnum örmum. Það var af þessari ástæðu, að hún gaf sig fram við auglýsingu frá Blite ofursta, fór til Herne Bay og varð eldabuska þar. Daginn eftir komu liennar þangað, sat Blite-fjölskyldan, sem samanstóð aðeins af tveim- ur manneskjum — manni og konu — til borðs. Hjónin byrj- uðu að borða. Skvndilega liallar ofurstinn sér aftur á bak í stólnum og þeytir gafflinum sinum út i stofuhorn. Fúkyrðin, sem hann þrumaði yfir konu sína, eru alls ekki prenthæf. „Hvern-----------á þetta að þýða?“ „James!“ sagði eiginkonan með ávítunarhreim í röddinni. „Svaraðu mér!“ öskraði of- urstinn. „Eg vil vita?það! Kall- arðu þetta mat? Er þetta nokk- ur matreiðsla? Þetta er hrein- asta endemi.“ „ James!“ sagði eiginkonan með ávítunarhreim. „í tuttugu og sjö ár samfleytt hefir þú verið að því að eyði- leggja í mér magann með bölv- uðu suðusullinu í þér. Þú setur þig blátt áfram út til þess að ná í allra lélygustu eldabuskurnar, sem vfirleitt eru fáanlegar. Eg held þetta ekki út lengur.“ „Eg lield nú bara að þú sért hættur að elska mig.“ „Eg elska engan og ekkert. Maginn í mér er gereyðilagður. Það getur eklci nokkur maður afborið. Ef---------“ „Þetta er nú fyrsti dagurinn, sem stúlkan er hér“, sagði eig- inkonan blíðlega og reyndi að stilla til friðar. „Og skal verða hennar síð- asti“, öskraði ofurstinn. „Skip- aðu henni að koma inn! Strax! Hringdu!“ Það er hringt. Mabel kemur. „Ósamlyndið hófst fyrir mörgum árum“, sagði Blite of- urstafrú við vinkonu sína. „Eg fékk ekki í eitt einasta skifti þá eldabusku, sem hon- um líkaði við. Og það fór meira að segja stöðugt versnandi. Þú veist jú hvernig stúlkur eru nú á dögum. Bræðiköst hans juk- ust dag frá degi. Eg held meira að segja að hann hafi hatað mig síðastliðið ár. Það kastaði tólf- unum með siðustu eldabuskuna, sem við höfðum. Hún hét Mab- el, stelpuræxnið. Hún kunni blátt áfram ekki nokkurn skap- aðan hlut til matreiðslu. En hún var lagleg. Súpan, sem hún eldaði, var þykk eins og leðja. Það var dropinn, sem fylti bibk- arinn svo að út úr flaut. Ofurst- inn gaus eins og eldfjall í um- brotum.“ „Og hvað svo?“ spurði vin- kona ofurstafrúarinnar. „Það var hún, sem hann strauk með.“ Skák Tefld í skákkepni milli Austur- bæjar og Yesturbæjar 6, októ- ber 1940. Hvítt: Víglundur Möller. Svart: Óli Valdimarsson. 1. d4, d5; 2. c4, e6; 3. Rc3, Rf6; 4. Bg5, Be7; 5. e3, o-o; 6. Rf3, c6; 7. Hcl, Rbd7; 8. Dc2, He8; 9. Bd3, dxc; 10. Bxc4, Rd5; 11. BxB, DxB; 12. o-o, RxR; 13. DxR, Df6 (Svartur vill ekki leika e5 strax1, vegna þess að liann býst sennilega við að hvítur myndi fara í drottninga- kaup); 14. b4, e5; 15. d5!, Dg6 (Betra var sennilega cxd en hvítur hefir undir öllum kring- umstæðum betra tafl); 16. dxc, bxc; 17. Hfdl, e4; 18. HxR!, BxH; 19. Re5, HxR (þvingað); 20. DxH, He8; 21. Dc7, Bg4; 22. Dxa7, Df6; 23. a4, Hd8; 24. Dc7, Hd2; 25. Db8+, Hd8; 26. Dc7, Hd2; 27. Dg3, li5; 28. h3, Bdl (Svartur hótar nú bæði 29 .... Bx4 og Db2 til þess að vinna skiftamun); ABCDEFGH 29. a5!, Db2; 30. Bxf7+, KxB; 31. Hxc6 (Staðan er nú vonlaus fyrir svartan, þótt hann éigi manni meira, því peð hvíts eru svo sterk og menn svarts kom- ast ekki að til varnar), Ivg8; 32. a6, Dal; 33. KJi2, Ba4!; 34. Hc8+, Kh7; 35. a7, Hdl; 36. Hh8+, KxH; 37. a8D+, Kh7; 38. Dxe4+, Kg8; 39. Db8+, Iíf7; 40. Dbf4+, gefið. V. M.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.