Vísir Sunnudagsblað - 27.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 27.10.1940, Blaðsíða 1
Kenny liðsforingi rölti í hægðum sínum á undan negra- hópnum, er hann hafði ráðið lil fylgdar við sig, í gegnum skógarþyknið. Þetta ferðalag var búið að vara lengi og Kenny var orðinn órólegur. Eftir síð- ustu hitasóttina sem liann hafði fengið, var hann ekki búinn að jafna sig fyllilega og hann var órórri og' æstari en hann átti vanda til. Frá því að lagt var af stað í ferðina um sólarupprás, hafði ekki annað borið fyrir augu en niðdimmur skógurinn með eit- urgrænum lit á trjábolúm og laufi. Kennv tók að leiðast, þvi lionum fanst þessi myrkviður ætla að kæfa sig. Hann herti gönguna. Brátt var hann búinn að ganga allan hópinn af sér nema þjóninn sinn, sem tritlaði á eftir honum með byssuna hans um öxl. Seinna iðraði Kenny þess, að hafa lilaupið i fang æfintýrun- um, því liverju mátti ekki búast við af svertingjunum, þegar bann var horfinn þeim úr aug- sýn? Uppreist negra er ekki bættulaus, og það er ekkert sem tendrar þá til uppreistar eins og það, þegar siðvenjur þeirra eru brotnar eða á einhvern hátt gengið í bág' við trúarlíf þeirra og helgisiði. Loksins grisjaði í gegn um skóginn og örmjó grasgrund kom í ljós, en á bak við liana blasti víðáttumikill og blikandi flötur Albertvatnsins. Strax og Kenny kom fram úr skógar- þykninu, s;á liann yfirborð vatnsins bærast upp við bakk- ann. I sömu svifum sá hann langan ógeðslegan hala koma upp úr vatninu og mynda gárur á sléttum fletinum, og strax á eftir ægilegt gin á krókódíl, sem hélt á svortum mannslíkama í gapandi kjaftinum. Auðsjáan- lega var maðurinn annaðhvort meðvitundarlaus eða dauður, þvi hann lá þarna hreyfingar- Krókódíllinn helgi og særingarmahurinn svarti. laus og' gaf ekki frá sér minsta hljóð né annað lífsmark. Það heyrðist ekki svo mikið sem stuna. Það fyrsta sem Kenny liðs- foringi gerði, var að reka upp öskur af skelfingu og ætlaði að þrífa byssuna af öxl negra- þjónsins. En þjónninn þaut ofan að vatninu með byssuna um öxl og sinti engu köllum húsbónd- ans, heldur baðaði út öllum öngum eins og alóð vera niðri á vatnsbakkanum. Það sem nú skeði,fanst Kenny svo óskemtilegt og óveruleika- kent, að hann trúði naumast sin- um eigin augum, og liélt að bann sæi ofsjónir vegna hita- sóttar. Hið risavaxna kvikindi í vatninu virtist skilja bendingar þjónsins og svnti hægt og ró- lega í áttina til hans. Eru helgir krókódílar til? s Ivenny liafði á ferðalögum sínum í Afríku komist í meiri kynni við krókódíla, en hann hafði kært sig um. Og afleiðing þeirra kynna var sú, að hann kærði sig vissulega ekki um að til fleiri átaka kæmi milli sín og þeirra. Á þessu augnabliki mint- isl hann liálfgleymdra sagna sem svertingjar þeir, sem hann hafði verið fyrirliði fyrir i ný- lenduhernum, sögðu honum við náttelda inni i frumskógunum. En hann hafði altaf kallað þetta heilaspuna og svertingjahjátrú sem ekki væri takandi mark á. En skyldi það nú hafa við raun- veruleika að styðjast, að helgir , krókódílar, sem svó margar og miklar sagnir gengu um, væru til eftir alt saman? Iiann hljóp sem fætur toguðu niður á vatnsbakkann til að sjá betur hvað gerðist þar neðra. En auðsjáanlega höfðu hrópin og köllin i lionum stygt krókódíl- inn, því þegar hann kom niður á vatnsbakkann, deif krókódíllinn sér hvæsandi undir yfirborð vatnsins, en rétt á eftir skreið rennblautur, móður og másandi negri upp úr vatninu og upp á bakkann. Hann nam staðar fyr- ir framan Kenny, ranghvolfdi i sér augunum, pataði með hönd- unum út i loftið, stamaði eitt- bvað og lét óðslega. Með allmiklum erfiðismun- um gat liðsforinginn komist í sldlning um, að þessi maður sem stóð fyrir framan hann var prestur i næsta negraþorpi, og að það værí m. a. verkefni bans, að þvo krókódílnum og færa honum mat. Núna hafi krókó- díllinn stygst við öskrið í Kenny og hann sé svo reiður, að það muni eklvi vera liægt að eiga neitt meira við hann þann dag. Það var sama hvernig Kenny reyndi að afsaka sig og miðla málum, sama hve vingjarnleg- ur hann var við negrann — bann gerði ekki annað en lesa bölbænir og formælingar og stevtli bnefann framan í Kenny. Einkennilegt virki. Skömmu eftir þenna atburð, komu fylgdarmenn Kennys fram úr skógarþykninu, og OJltbi o4. £•. ‘KjÖVÚ.%,, þjónninn skýrði þeim strax frá því sem liafði gerst. Þeir biðu allir lengi dags eftir því, að krókódíllinn kæmi aftur i ljós, en það bar ekki árangur. Loks- ins sendi Kenny negrasveitina á undan sér til næsta þorps til þess að koma upp tjöldunum. Þegar Kenny kom i náttstað- inn, var búið að tjalda tjaldinu hans langt utan við sjálft þorp- ið, sem girt var háum garði úr leir, niðurundir vatnsbakkan- um. Það var ekki fyr en um nótt- ina, að Kenny fékk skilið ástæð- una fyrir þessum einkennilega garði utan úm negraþorpið, sem stakk gjörsamlega í stúf við það, sem hann þekti annars- staðar til. Og honum þótti það lílca kynlegt, að fylgdarlið hans skyldi alt leita gistingar inni í sjálfu þorpinu, en ekki í tjald- búðum lijá hans eigin tjaldi eins og venja var. En hann vissi að það var gjörsamlega þýðingar- laust að spyrja negrana um á- stæðuna fyrir þessu kynlega hátterni. Hann vissi að þeir myndu aldrei fást til að svara. Hann lét þetta því gott lieita, enda var hann þreyttur eftir erfiði og hita dagsins. Kenny sat aleinn og snæddi kvöldverð í tjaldinu sínu, sem Iiann lýsti upp með vasaljósinu sinu. Honum fanst liann vera jafn einmana þarna eins og hann væri eini livíti maðurinn i allri Afriku. Hann sat í þönk- um og varð hugsað til þess sem hann ætti i vændum þegar sja- kalar, hýenur og jafnvel ljón færu að gera sig heimakomin hjá honum. Bráðlega fór hann einnig að heyra alskonar þrusk fyrir utan tjaldið, og þar sem bann vissi að aðstoðar fylgdar- manna sinna þurfti bann elcki

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.