Vísir Sunnudagsblað - 27.10.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 27.10.1940, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ að við kunnum ekki við svona liegðun, en sleppum því í þetla skifti.“ „Nú er best að þið byrjið að vinna, og liættið ölluni barna- þrekum. — Hérna eru svuntur sem þið getið liaft; svo er besl að þið farið að hreinsa baunir. — Þið kunnið það líklega?“ „Auðvitað kunnum við það!“ svaraði lyfjafræðingurinn með þóttalegum háðshreim í rödd- inni. „Við viljum ekkert drembi- læti hér, kæri vinur,“ sagði presturinn. — „Byrjið, og lofið mér að sjá hvernig þið farið að því. — Mér datt það í hug, þið kunnið ekki hið minsta til þess- ara verka. — Það á að brjóta stilkinn af, svona sjáið þið til. — Nú bregð cg mér frá um hrið, en kem bráðum aftur til að sjá hvernig ykkur gengur.“ Eg varð honum samferða. „Þetta eru víst ungbræðra efni, fyrst þeir eru látnir fara að vinna?“ Presturinn ypti öxlum og brosti lítið eitt. — „Það koma hingað á ári liverju allmargir náungar af þessari tegund. Þeir tjá sig fúsa til að taka á sig hið þunga ok klausturagans; en er við spyrjum þá eftir gögnum og skírteinum, um hverskonar menn þeir séu, því að við meg- um ekki laka neina menn í regluna án þess að vita einhver deili á þeim, kemur að kjarna málsins. — Þeir segjast ekki eiga grænan eyri til, og ekki vita hvar ])c.ir eigi að leila hælis. Hin nauðsynlegu gögn og skír- teini hafa þeir venjulega ekki. Svo biðja þeir um að fá að dvelja um hríð í klauslrinu, — að minsta kosti þar til búið sé að afla upplýsinga um þá. Stundum liafa þeir lika með- mælabréf með sér frá því klaustrinu, sem þeir dvöldu síð- ast i. — Hvað getum við annað gert en að veila þeim viðtöku? — Þetta eru oftast brjóstum- kennanlegir vesalingar, á ]>ví er ckki nokkur vafi; við rétlum þeim því ætið einhverjaMijálp- arhönd. Svo dvelja þeir í klaustrinu, að minsta kosti þai' til einhver vitneskja er fengin um fortíð þeirra. — Því miður kcmur það oft fyrir að þetta eru alræmdir flakkarar, og stundum hálfgerðir óþokkar, sem bregðast trausti þeirra manna sem kenna i brjósti um þá, vegna tötranna, og stundum vegna j'firborðs-guðrækni, sem þeir skreyta sig með. — Venjulega kauj)i eg ]>á af ipér, þegar við erum orðnir þreyttir á þeim, með því að gefa þeim lítilsháttar fjárupphæð, sem er nægur farareyrir, til næsta Trappista-klausturs.“ „Svo ])að er atvinnugrein þessara manna, að betla hjá Trappis ta-munkúm.“ „Það getur maður í raun og veru sagt.“ „Lifsbraut þessara vesalings manna, hlýtur að vera þyrnum stráð, — árangurinn af starfi þeirra ei- ekki i neinu samræmi við erfiðið.“ „Ef þeir dveldu sem gestir i klaustrúm, þar sem reglan er ekki eins ströng, — eins og hjá ykkur, — það gæti eg þá frekar skilið. — En að þeir skuli eink- um sækjast eftir dvöl í Trapp- ista-klaustrum, það finst mér vera kynlegt.“ „Það lítur næstum út fyrir að hinn alvöruþrungni strang- leiki, sem rílcir i okkar klaustr- um hafi eitthvað það við sig, sem laðar og dregur þessa skip- brotsmenn mannfélagsins til okkar. — Það kemur varla fvrir að þeir komi í önnur klaustur en okkar. Enda myndu engir vera langlyndari og þolinmóðari við þá en einmitt við. — Eg treysti mér ekki lil að rannsaka sálar- líf ])essara 111311110. Þeir eru oft guðræknir, og sumir þeirra án efa vænstu menn; en þeir eru vesalingar, og ber oss því skylda til að veita þeim eittlivert lið- sinni. — Það kemur jafnvel fyr- ir, að sumir þessara flökku- manna eru sannir dýrðlingar. Þannig var því og háttað með Benoit Labre (1748—1783), sem flakkaði um, en einkum þó á milli Trappista-klaustranna, án ]iess ])ó að festa yndi, eða cira i neinu þeirra lil lengdar. Raunar h'st mér nú ekki þannig á þcssa tvo nýkonmu kunningja, að þeir muni að sinni, verða teknir með á dýrlingaskrá kirkiunnar“, mælti prestur, og brosti við um leið. -— „Eg held að þeir séu blátt áfram venjulegir skip- brotsmenn tilverunnar. — Þetta eru menn, sem flakka eirðar- lausl slað úr stað, í leil að ham- ingjunni. — Það má líka bæta ])ví við, að þessir förunienn eru venjuléga latir til vinnu, óhæfir til að skapa sér lífsstöðu og of þverúðarfullir til að hlýðnast reglum og fyrirskipunum. — Þeir elska frelsið framar öllu öðru, og gela ekki lifað an þess. Þeir fórna velferð sinni á altari frelsisins. — Og saml þrá þeir liálft í livoru að glala einnig líka þessu einasta verðmæti sem þeir eiga. — Eg er óviss um að þeir geri sér ljósa grein fyrir ó- samræminu, sem er milli óska þeifra og athafna. — Þessir menn leita frelsisins og frels- arans, en aðeins á alfaraleiðum og í forgörðum Trappista- klaustranna. — Þá vantar festu og þolinmæði.“ „Nú er ekki nema um tak- markaðan fjölda Trappista- klaustra að ræða. Hvað talca þessir menn til bragðs, þegar þeir hafa dvalið lengur eða skemur i öllum klaustrum Trappista-reglunnar?“ „Skortur og erfiði eyðir lífs- þróttinum ótrúlega fljótt og leggur menn þessa að velli fyr en ella. Fæstum þessara flökku- manna okkar endist aldur til að heimsækja öll klaustur Trapp- ista-reglunnar. — Flestir þeirra devja áður, eða verða að leita bælis á sjúkrahúsunum. En þeir sem eru svo hraustir að þola þetta erfiða líf, byrja hringferðina á nýjan Ieik.“ „En ]iið takið sennilega ekki á móti þeim aftur?“ „Auðvitað gerum við það! Við neitum ekki fátæklingum um næturgreiða, munurinn er að- eins sá, að i þeim klaustrum sem þeir hafa :áður dvalið í, er viðdvölin nokkru skemmri en i fyrra skiftið. — Þannig fara þeir frá einu klaustri til annars. — Hversu margar, langar og strangar dagleiðir verða ekki þessir vesalings menn að ganga. — Og komið getur fyrir, að þeir liggi úti á nóttinni, þar sem er langt á milli klaustra." „Hvernig stendur á því að prestlingurinn er með í hópi þessara lieimilislausu hirð- ingja.“ „Það er vafalaust nokkuð langt síðan hann fór úr skólan- um. Þér getið reitt yður á, að það liefir verið góð og gild á- stæða til að liann var látinn fara. — Sennilega vegna jiess, að liann liefir ekki haft köllun til j)restsskapar, vegna óhlýðni eða ódugnaðar, eða vegna vöntunar á viljaþreki og festu. — Hann er í hempunni, til að fá greiðari að- gang að klaustrunum, þar sem liann kemur.-—- Eða blátt áfram, og sennilega er það ástæðan, að liann á enga aðra spjör til að fara í.------ Það er víst best að eg leysi þá úr prísundinni, við að hreinsa baunirnar. Þeir geta farið að dunda við að gera eitt- livað í garðinum. — Að öðrum kosti getum við átt á hættu að miðdegisverðurinn verði ekki tilbúinn á réttuni tíma.“ S. K. Steindórs, þýddi. Máki er frægasti hlaupari Finna, þeirra er nú taka þátt í kapp- leikjum. Hann á nokkur heimsmet í þolhlaupum og hér á mynd- inni sést liann vera að koma að marki eftir liarða kepni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.