Vísir Sunnudagsblað - 03.11.1940, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 03.11.1940, Síða 1
1940 Sunnudaginn 3. nóvember 44. blad Á FUNDI HJÁ í umræðunum um miðilssvik Láru Ágústsdóttur tala þeir, sem reynsluna hafa um „fund“ hjá Láru rétt eins og slíkur „fundur“ væri álíka hversdagslegt og einfalt fyrirbrigði og hreppsnefndarfundur, stjórnmálafund- ur eða einhver önnur álíka veraldleg og hversdagsleg samkoma. Þeir, sem engan fund liafa setið — og þeir eru sem betur fer ekki svo fáir—< hafa hinsvegar óljósar hug- myndir um þyðingu orðsins „fundur“. Sumir naga sig nú í handarbökin fyrir að hafa látið þetta tækifæri sér % úr greipum ganga. Aðrir segjast altaf hafa reiknað með að þetta væri ómerkilegt, en hvað „þetta“ var í raun og veru og hvernig það kom mönnum fyrir sjónir, vildu þeir samt fá að vita, ef þeir ættu þess kost. — Nú hefir Vísir verið svo heppinn, að geta í eitt skifti fyrir öll svalað forvitni þeirra, sem aldrei hafa kom- ið á „fundi“ og getur nú boðið lesendum sínum á fund — hverjum ''og einum, þar sem hann kann best við sig — í hægindastólnum, á legubekknum eða við kaffiborðið. Þannig er mál með vexti, að í hinni löngu og ítarlegu skýrslu sinni til sakadómarans um miðilssvik Láru Ágústsdóttur bregður Sigurður Magnússon upp mynd af fundi hjá henni. Þessi frásögn Sigurðar er ýkjulaus og vafalaust alveg sönn. Skv. beiðni Vísis hefir Sigurður leyft, að fundargerð þessi yrði. birt hér í blaðinu, og getur Visir því gert lesendum sínum það til skemtunar og fróðleiks, að bjóða þeim nú á miðilsfund. 9 ---------------—------------------------------—- —.............- ..................... ....................a-t ■ LÁRU MIÐLI EFTIR SIGITRÐ RACÍNIÍSSOJV Mér þykir hlýða að gera tilraun lil að lýsa fundi hjá Láru, lil að gefa hugmynd þeim sem aldrei hafa komið þar í hús, um hvernig fundur fer fram. Eg mun hér aðallega styðjast við fundinn 5. des 1939. A þeim fundi hafði eg allstóra „blokk“ og blýant og hripaði í myrkrinu mér til minnis. — Eg mun þó í frásögn minni ekki binda mig eingöngu við þennan fund, lieldur reyna að draga í eill lieildarmynd af fundunum. — Annars er heildarsvipur fundanna jafnan hinn sami, sömu raddir, svipaðir líkamn- ingar, skyggnilýsingar með á- þekkum blæ — eins og manns, sem skiftir um föt, en er þó, þrátt fyrir hamskiftin í eðli sínu samur og jafn. — Eg mun, til skýringar styðjast hér við meðfylgjandi teikningu Axels Helgasonar lögregluþjóns, af fundarherberginu og afstöðu sætanna og hlutanna í herberg- inu. — i Klukkan er rúmlega 20. Fund- argestirnir eru sestir í sæti sín (1—15) og biða miðilsins. I sæt- um þeiiri, sem næst eru hæg- indastólnum (nr. 16) sitja tíðir fundargestir (nr. 1 og 15). Mið- illinn hefir sjálfur ákveðið hverjir skuli sitja í þessum sæt- um. Þeir sem vel eru að sér, vita að miðillinn hefir sjálfur gefið þá skýringu, að til trygg- ingar því að sambandið verði gott, sé nauðsynlegt að þar sitji vant fundarfólk. Sæti nr. 1 er að jafnaði sæti Óskars, þegar hann er á fundum. Það er eðlilegt. Hann er góður fundarmaður, unnusti miðilsins, forsöngvari fundarins, og liann hefir tekið við aðgangseyrinum að fundin- um fyrir liönd miðilsins. Það situr stúlka í sæti nr. 15. Iíún tekur oft á móti peningunx íyrir miðilinu. Hún syr.gur líka í gællega og svipur hennar er hreinn - enginn grunar hana um græsku. — Það er sæmi- lega bjart í herberginu, því ljós logar á lampanum á þilinu. Hægindastóllinn stendur úli á gólfi, nokkur skref frá dyrun- um, sem liggja inn að svefn- herbergi miðilsins. Hátíðleg alvara hvílir yfir fundarmönnum og liógvær eff- irvænting er i svip þeiÝra. — Ef til vill eru inni nýir gestir sem skima forvilnislega í kring um sig, hnippa livor í annan — stel- ast ef lil vill til að brosa ofur- lítið — en brosið deyr á vörum þeirra, andspænis þeirri virðu- legu ró og öryggi hinnar dul- rænu sannprófunar staðreynd- anna, sem endurspeglast í and- litum þeirra, sem innstir sitja. — Dyrunum, sem vita að gang- inurn hefir verið læst og lykill- inn stendur i að innanverðu. —^ Alt i einu opnast hurðin og út úr svefnherberginu inn í fund- arherbergið kemur miðillinn — frú Lára. Hún býður gott kvöld hæversklega og fundargestirnir endurgjalda kveðju hennar. — Nýliðinn, sem virðir þessa konu fyrir sér um leið og hún gengur inn i herbergið sér ekkert í fari hennar eða klæðaburði, sem beri blæ liins yfirskilvitlega. Þetta virðist vera fertug kona, venjuleg manneskja, klædd í dökkan látlausan kjól, sem fer lienni vel. Hún gengur fram á gólfið, ýtir stólnum alveg að liurðinni, sem hún hefir lokað á eftir sér, sest í stólinn, strýk- ur ef til vill fellingar úr kjóln- um, eða strýkur hendinni yfir ennið, horfir dökkum augum fram á fundarmenn, lieilsar ef til vill einhverjum alúðlega. Hún er e. t. v. óvenjulega þreytuleg á svipinn, kvartar um að hún sé kvefuð eða þreytt í kvöld. Hún er kannske í góðu skapi, segir einliver spaugsyrði og lilær hvellum hlátri. Hún er blátt áfram, alveg laus við allan liátíðleik. Einhver fundar- manna eða miðillinn hefir svo orð á að rétt sé að slðkkva ljós- ið. Venjulega rís maðurinn, sem situr í sæti nr. 1 upp og sleklcur *

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.